22.3.2010 | 13:21
Kort - hvert fer hraunið?
Samkvæmt nýjustu myndum sem hafa verið að birtast í fréttum virðist hraun vera farið að renna ofan í gilin neðan eldstöðvanna. Ekki sér maður vel hvort þetta sé eitthvað magn að ráði en allavega virðist hraun leita niður bratt Hrunagilið sem er austan megin við Morinsheiði, þaðan gæti það náð farvegi Hraunár og niður láglendi. Spurning er síðan hvort hraun nái að renna niður gilin vestan Morinsheiðar og niður Hvanná og komi niður á láglendi vestan við Bása. Á kortinu hér hef ég teiknað inn gosstöðvarnar og hugsanlegar leiðir hraunsins. Hraunrennsli á þessu svæði er eitthvað sem fáir sáu fyrir í aðdraganda gossins, en hraunrennli þarna getur auðvitað haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Allt veltur þó á því hversu lengi þetta varir og hversu mikið hraunmagn er á ferðinni.
Kortið er tekið úr Íslandsatlas EDDU útgáfunnar.
![]() |
Almannavarnir loka leiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)