25 fjölmennustu ríki jarðar

Mannföldi jarðar hefur nú náð 7 milljörðum og í tilefni af því hef ég sett saman dálitla grafík sem sýnir hvaða þjóðir leggja mest af mörkum til þeirrar tölu. Til samanburðar sýni ég líka árin 1998 og 2004 og þannig fæst ákveðin mynd á það hvaða þjóðum fjölgar mest og hverjar að dragast aftur úr. Til þæginda er ég með litaskiptingu eftir heimsálfum. Allra fjölmennustu þjóðirnar sitja fastar í sínum sætum enda ber þar meira á milli. Það mun þó eitthvað breytast á næstu áratugum og um miðja öldina hafa Indverjar væntanlega tekið forystuna af Kínverjum. Af fjölmennstu þjóðunum eru Rússar mikið að gefa eftir en Ameríkulöndin þrjú halda sínum sætum. Heilmiklar tilfærslur eru í neðri hluta listans á milli ára og þar eru nokkur Afríkuríki í miklum vexti á meðan Evrópuríkin síga í átt að fallsætunum.

25 fjölmennustu

Nýjustu tölurnar í þessari töflu eru frá miðju ári 2010 og þær nálgaðist ég á netinu. Tölur fyrir 1998 og 2004 eru hinsvegar reiknaðar frá tölum í Almanaki hins Íslenska Þjóðvinafélags. Óvissa er alltaf einhver og ekki öruggt að tölur hvers árs séu alltaf frá sama tímapunkti. Hvað sem því líður þá sést hér ágætlega hvernig þróunin er.


Bloggfærslur 29. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband