Hvernig kemur Esjan undan vetri?

Hér er komið að einum af hinum föstu árlegu og ómissandi liðum á þessari bloggsíðu. Á fyrsta bjarta deginum í apríl hin síðustu ár hef ég beint myndavélinni að Esjunni til að fá samanburð á snjóalögum á milli ára undir lok vetrar. Að þessu sinni þurfti ég ekki að bíða lengi og tók aprílmynd ársins á fyrsta degi mánaðarins. Eins og sést þá var ekki miklum miklum snjó fyrir að fara, enda var hann með allra minnsta móti miðað við fyrri ár í þessum samanburði, sem nær aftur til ársins 2006.

Að vísu setur það dálítið strik í reikninginn að tvívegis hefur snjóað í Esjuna eftir að síðasta myndin var tekin. Ég læt þó 1. apríl myndina standa enda er þessi nýfallni snjór ekki nema þunn föl sem mun hverfa fljótt og vel næstu daga og mun litlu breyta um ástand hinna raunverulega vetrarskafla sem eftir eru í fjallinu.

Öll þessi ár frá 2006 hefur snjórinn í Esjunni náð að bráðna á sumrin og reyndar hefur snjórinn bráðnað öll sumur frá árinu 2001. Miðað við snjóalög nú er nánast hægt að slá því föstu að slíkt mun einnig gerast þetta sumar þannig að þá fáum við heilan og hreinan áratug þar sem snjórinn lifir ekki sumarið, en það mun ekki hafa gerst áður svo vitað sé. Minnstu munaði þó í fyrra því þá skall veturinn á þann 26. september, daginn eftir að Esjan varð snjólaus. Til samanburðar þá hvarf snjórinn 24. ágúst árið 2006 og 30. júlí árið 2003. Dæmi eru um að snjórinn hafi horfið enn fyrr á heitustu árum síðustu aldar.

Esjan apríl 2010

Esjan apríl 2009

Esjan apríl 2008

Esjan apríl 2007

Esjan apríl 2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta eru svo skemmtilegar myndir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband