Hækkar Eyjafjallajökull?

Það má alveg velta fyrir sér hvort nýr hátindur eigi eftir að myndast á Eyjafjallajökli. Núverandi toppur, Hámundur, er sunnan aðalgígsins og er samkvæmt nýjustu mælingum 1651 metra hár. Gosvirknin á sér stað ofan í stóra gígnum og þar hlaðast gosefnin smám saman upp en samkvæmt fréttum vantar núna lítið upp á að gosgígurinn nái upp fyrir brún sigketilsins sem myndaðist í gosinu.

Eyjafjallajökull er meðal hæstu fjalla landsins utan Vatnajökulsvæðisins. Hann er aðeins lægri en Herðubreið og Eiríksjökull en með smá viðbót gæti hann slegið þessum fjöllum við í hæð. Ég er ekki endilega að spá því að það gerist. En hver veit?

Hér kemur dálítill samanburður á hæð hæstu fjalla landsins samkvæmt hæðartölum sem gefnar eru upp í ÍSLANDSATLAS Eddu útgáfunnar. Nokkrir hátindar hafa með nýjustu tækni verið endurmældir undanfarin ár með þeim árangri að Öræfajökull lækkaði um 9 metra og varð þar með lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, sem er auðvitað hið versta mál. Eyjafjallajökull er samkvæmt þessu sýndur hér 1651 metri en var áður talinn 1666 metrar. Kannski nær hann eftir allt að endurheimta þá hæð eða fara jafnvel upp í 1700 metra.

Hæstu fjöll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert að fylgjast með þessu

Aðalheiður Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband