Valdataka húmorista

Þetta verður þá svona:

  1. Íslendingar fella ICESAVE í þjóðaratkvæðagreiðslu
  2. Ríkisstjórnin fellur
  3. Boðað til Alþingiskosninga
  4. Formaður Sjálfstæðisflokksins fellur
  5. Davíð Oddsson verður nýr formaður Sjálfstæðisflokksins
  6. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur sigur og leiðir nýja ríkisstjórn

Þrír húmoristar gegna þá mikilvægustu embættum landsins: Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Gnarr (sem flytur ekki til Grænhöfðaeyja).

… D J Ó K !


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þú getur látið þig dreyma...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.3.2011 kl. 17:15

2 identicon

Þetta er mjög líkleg og góð atburðarás. Verri er þessi:

1. Íslendingar samþykkja ICESAVE í þjóðaratkvæðagreiðslu

2. Ríkisstjórnin fellur ekki

3. Ekki er boðað til Alþingiskosninga

4. Jóhanna verður áfram formaður Samfylkingarinn

5. Steingrímur J. Sigfússon verður áfram fjármálaráðherra.

6. Ríkisgjaldþrot

Þrír húmorslausir gegna þá mikilvægustu embættum landsins: Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Jón Gnarr (sem flytur ekki til Grænhöfðaeyja).

… EKKI D J Ó K HELDUR MARTRÖÐ!

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 18:43

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Reyndar sé ég hinn möguleikann þannig:

  1. Íslendingar samþykkja ICESAVE
  2. Vorið kemur

Emil Hannes Valgeirsson, 15.3.2011 kl. 19:44

4 identicon

Skammastu þín Hannes,að blanda vorinu samansema það svo Icesave.

       N E  I   ICESAVE     NEI     E S B 

Númi (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 21:54

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vorið kemur hvað sem öðru líður, en djókið getur ekki verið alvara, þó sumum finnist það góð atburðarás.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.3.2011 kl. 23:35

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég skammast mín ekki fyrir að blanda vorinu í umræðuna. Hitt er svo annað mál að þessi pistill er alvarlegt brot á 4. grein ritstjórnarstefnu minnar sem segir: „Ég skrifa ekki um stjórnmál og nefni aldrei stjórnmálamenn á nafn“.

Hinsvegar segir svo í 14. grein ritstjórnarstefnunnar: „Undantekningar má gera á ritstjórnarstefnunni“ þannig að sennilega sleppur þetta. Davíð Oddson var hér í fyrsta sinn nefndur en hafa skal í huga að hann er ritstjóri í dag. Nafn Forseta Íslands hef ég hinsvegar aldrei áður nefnt en Borgarstjórann nefndi ég eitt sinn á nafn áður en hann hlaut embættið.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2011 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband