23.3.2011 | 20:41
Ofurmáni og sólarlag á Norðurpólnum
Í dag fékk ég senda þessa fínu mynd sem sýnir risastórt tungl fyrir ofan sólina þar sem hún er að setjast yfir norðurpólnum. Eftirfarandi texti fylgir með myndinni:
This is the sunset at the North Pole with the moon at its closest point last week.
a scene you will probably never get to see in person, so take a moment and enjoy God at work at the North Pole. And, you also see the sun below the moon, an amazing photo and not one easily duplicated. You may want to pass it on to others so they can enjoy it. The Chinese have a saying that goes something like this: 'When someone shares with you something of value, you have an obligation to share it with others!' I just did.. Your turn.
Í framhaldi af þessu eru nokkur smáatriði sem hafa skal í huga:
- Sólin sest ekki á norðurpólnum nema einu sinni á ári og það er á haustin. Hún er hæst á lofti á sumrin en ferðast lárétt eftir sjóndeildarhringnum, lækkar smám saman á lofti uns hún hverfur undir sjóndeildarhringinn við haustjafndægur. Um þessar mundir, stuttu eftir vorjafndægur, er sólin nýfarin að sjást á ný á norðurpólnum.
- Tunglið getur ekki verið svona miklu stærra en sólin, jafnvel þótt það sé óvenju nálægt jörðu. Myndin er greinilega ekki tekin með aðdráttarlinsu, en þótt svo væri ætti sólin að stækka á myndinni í sömu hlutföllum og tunglið.
- Á norðurpólnum ætti tunglið ekki að vera svona hátt yfir sólinni. Við miðbaug gæti þessi staða frekar komið upp því þar er gangur sólar og tunglsins þvert á sjóndeildarhringin en ekki samsíða eins og á norðurpólnum.
- Þegar tunglið var stærst nú á dögunum var það fullt, enda í gagnstöðu við sól. Myndin getur því ekki hafa verið tekin þá.
- Mjög ólíklegt er að norðurpóllinn sé ófrosinn um þessar mundir enda frostið gjarnan um 20-40 stig á þessum árstíma. Sprungur geta myndast í ísnum en sjórinn frís þá aftur á skömmum tíma. Vakir geta hinsvegar opnast að sumarlagi og haldist ófrosnar.
að myndin er samsett og unnin af konu að nafni Inga Nielsen. Myndin er frá árinu 2005 og hefur þvælst margsinnis um netheima og iðulega sögð vera tekin í síðustu viku. Myndina verður að skoða sem listaverk enda gerð í þeim tilgangi af hálfu listakonunnar og er ágæt sem slík.
Ég vildi bara deila þessu með ykkur eins og hvatt er til í myndatextanum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
- meiriháttar falleg mynd!
takk fyrir þetta :)
Vilborg Eggertsdóttir, 23.3.2011 kl. 22:37
Já glæsileg mynd.
Svo er skugginn á tunglinu grunsamlegur með sólina í bakgrunni!
En hvað myndi fólk hafa með sér á norðurpólinn til að horfa á sólsetur eða sólarupprás?
Það er gefið að fólk hefur allar nauðsynjar til að verjast kulda, hungri og þorsta ásamt öðrum nauðsynjum, það má velja einn aukahlut til að geta séð annaðhvort?
Hvað skyldi það vera?
Hjalti Þór Þorkelsson, 24.3.2011 kl. 09:49
Hjalti, ég hef ekki hugmynd um hverju þú ert að fiska eftir.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.3.2011 kl. 11:50
Annað til athugunar; Ekki veit ég til þess að það sjáist til fjalla á norðurpólnum.
Boris (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 14:06
Sæll Emil. Þessa fallegu mynd fann ég á vafrinu fyrir 4 - 5 árum og vistaði í myndasafninu mínu. Setti myndina síðar upp á bloggsíðunni þegar ég opnaði hana á blog.is.
Upphaflega tók ég myndina frá Nero Photosnap Image, enda var boðið upp á frjáls og ókeypis afnot.
PS. Myndin í myndasafninu mínu fyllir út allan skjáinn þegar ég skoða hana og mér sýnast "fjöllin" vera íshraukar - skítugir að vísu :)
Kolbrún Hilmars, 24.3.2011 kl. 14:30
Ég velti þessu líka fyrir mér Boris. En mér sýnist þetta ekki endilega vera fjöll því sjónarhornið á myndinni er mjög neðarlega, nánast ofan í sjónum, þannig að minnstu hæðir geta virkað sem fjöll í fjarska. Á heimskautaísnum er mikið um hryggi sem geta litið út eins og fjallgarðar undir þessu sjónarhorni. Ég vil samt ekki útiloka að þetta séu fjöll, en þau myndu útiloka að þetta sé á norðurpólnum.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.3.2011 kl. 14:31
Sæl Kolbrún. Við höfum verið að skrifa á sama tíma. Við erum þá sammála um íshraukana.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.3.2011 kl. 14:32
Ég giska á að myndin sé tekin af bát við danska sandströnd. Ef til vill stutt þar frá sem danska herskipið skaut niður sumarbústað vegna þess að dátinn var að pússa byssuna.
Snorri Hansson, 2.4.2011 kl. 16:34
Tja, nú skal ég ekki segja, Snorri. Ég kannast við atburðinn en ef við tengjum þetta saman þá gæti byssudátinn hafa blindast af sólinni og óvart pússað gikkinn.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.4.2011 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.