23.9.2011 | 22:29
Manngeršir skjįlftar
Hvaš meš žessa skjįlfta į Hengilssvęšinu, į žetta bara aš vera svona til frambśšar? Ķ fréttum er talaš um aš žaš sé veriš aš losa frįrennslisvatn frį jaršhitavirkjuninni viš Hellisheiši meš žvķ dęla žvķ ofan ķ jöršina. Lķtiš kemur hins vegar fram um hvort žetta sé framtķšarlausn žótt sennilega sé žaš svo. Frįrennslisvatn sem veršur til viš virkjunina žarf aš losna viš meš einhverjum hętti en upphaflega stóš til aš hafa nišurrensli viš Grįuhnjśka. Jaršskjįlftarnir eru sagšir vera hęttulausir jafnvel žótt žeir séu yfir žremur aš stęrš. En vita menn žaš fyrir vķst?
Ekki man ég eftir nokkurri umręšu um jaršskjįlfta įšur en virkjunin var reyst. Kannski vissu menn ekki aš skjįlftavirknin yrši svona mikil viš žessa nišurdęlingu en kannski vissu menn žaš en vildu ekki hręša fólk aš óžörfu. Jaršhitavirkjanir eru nógu umdeildar fyrir žótt ekki sé veriš aš tala um žęr gętu valdiš jaršskjįlftum. Kannski er įgętt aš smyrja jaršlögin žannig aš jaršlögin hreyfist mjśklega ķ litlum skjįlftum frekar en ķ fįum og stórum žegar berglögin hrökkva af staš meš lįtum į margra įra fresti. En hvaš veit mašur? Virkjunin er į mišju vestara gosbeltinu žar sem landiš er aš glišna ķ sundur og utan ķ megineldstöš aš auki. Žótt jaršhitamenn séu rólegir yfir žessu žį finnst mér žetta samt vera frekar leišinleg višbót, ekki sķst ef žetta į aš vera svona til frambśšar. Ég vil hafa ekta jaršskjįlfta, ekta eldgos, ekta vešur og yfirhöfuš aš nįttśran sé sem mest ekta.
Mešfylgjandi skjįlftakort föstudagsins 23. september eftir lķflegan dag į Hengilsvęšinu. Stęrsti skjįlftinn er įętlašur um 3 aš stęrš.
Fjöldi skjįlfta viš Hellisheišarvirkjun | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Athugasemdir
Ertu aš finna žessa skjįlfta sjįlfur? Ef ekki, hvaša mįli skiptir žetta žį?
Mér skilst aš žaš sé veriš aš endurnżta heita vatniš meš žessari nišurdęlingu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2011 kl. 01:03
Nei ég finn žį ekki. En žetta er žekkt skjįlftasvęši og ég vil ķ fyrsta lagi vita meira. Eša vita menn ķ raun hversu öfluga skjįlfta žessi nišurdęling getur valdiš og er nśverandi skjįlftavikni ķ samręmi viš žaš sem menn įttu von į?
Emil Hannes Valgeirsson, 24.9.2011 kl. 01:23
Žetta skapar varla aukna jaršskjįlftahęttu, en žetta gęti flżtt fyrir stórum skjįlftum sem koma hvort eš er og žaš er örugglega bara betra, ef eitthvaš er. Žį safnast sķšur upp spenna į löngum tķma.
Žetta er aušvitaš bara mķn amatör-pęling
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2011 kl. 04:42
Jįkvętt: Mig grunar aš margir litlir skjįlftar minnki lķkur į stórum skjįlfta - žvķ er žetta jįkvętt.
Neikvętt: Sé ekki neitt neikvętt - nema hvaš aš jaršskjįlftakort vešurstofunnar veršur aš algjöru krašaki į žessu svęši.
Höskuldur Bśi Jónsson, 24.9.2011 kl. 12:30
Gunnar hefur lög aš męla. Žaš er engin įstęša til aš hafa įhyggjur af žessu.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 24.9.2011 kl. 12:48
Ég hef svo sem ekki miklar įhyggjur af žessu. Sjįlftsagt jafnar žetta sig žegar sķrennsli er fariš ķ gang og sennilega eru skjįlftarnir mestir žegar veriš er aš dęla nišur į nżjum stöšum.
Samt finnst mér vanta meiri upplżsingar ķ fréttum um žaš hvernig framhaldiš veršur - ef menn vita žaš į annaš borš. Mér finnst ekki nóg aš segja bara aš žaš sé engin įstęša til aš hafa įhyggjur.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.9.2011 kl. 13:55
Žaš veršur ekkert ,,sķrennsli". Vatninu veršur dęlt įfram nišur, enda žarf aš losna viš žaš į e-n hįtt. Hingaš til hefur žessu umframvatni veriš hellt nišur į jöršina, en žaš skašar grunnvatn vegna mengunar. Žaš mį bśast viš žvķ aš skjįlftarnir verši įfram, en žeir eru svo litlir aš žeir finnast varla į stašnum. Framhaldiš veršur sumsé svona įfram.
Sigurjón, 24.9.2011 kl. 14:46
Aušvitaš er žaš frekar neikvętt ef žaš reynist erfišara aš vakta jaršskjįlfta ķ tengslum viš eldvirkni - svo mašur taki Ragnar Reykįs į žetta.
Höskuldur Bśi Jónsson, 24.9.2011 kl. 15:39
… ma ma mabara įttar sig ekki į žessu!
Emil Hannes Valgeirsson, 24.9.2011 kl. 16:19
Hvaš hefur žś fyrir žér ķ žvķ Höskuldur aš žaš muni reynast erfišara aš vakta jaršskjįlfta ķ tengslum viš eldvirkni vegna nišurdęlingarinnar? Jaršskjįlftar af völdum eldvirkni haga sér öšruvķsi en svona skjįlftar.
Sigurjón, 24.9.2011 kl. 19:32
Ętli hér sé ekki įtt viš žetta:
„Jaršešlisfręšingur hjį Vešurstofunni segir manngeršu jaršskjįlftana auka mjög įlag į jaršskjįlftamęla og hafa truflandi įhrif žegar veriš er aš greina upplżsingar tengdar raunverulegum skjįlftum eins og veriš hafa ķ Kötlu undanfariš.“
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/09/24/manngerdir_skjalftar_trufla_voktun_kotlu/
Emil Hannes Valgeirsson, 24.9.2011 kl. 21:08
Sigurjón: Svo ég segi ašeins frį mér, žį er ég jaršfręšingur og fylgist meš fréttum (sbr. žaš sem Emil vķsar ķ).
Hver ert žś Sigurjón og hvaš veldur žvķ aš žś ert aš verja žessa nišurdęlingu svona įkaflega?
Höskuldur Bśi Jónsson, 25.9.2011 kl. 00:28
Ég vinn viš borholumęlingar og veit aš jaršfręšingar hafa ekki mikiš vit į skjįlftum og foršafręši. Žiš viljiš mįski frekar aš žessu verši dęlt ķ grunnvatniš, eša hvaš?
Sigurjón, 27.9.2011 kl. 23:36
Mér finnst gott mįl aš velta svona spurningum upp og reyna aš afla svara - bara hiš besta mįl og žaš žarf ekkert aš gera lķtiš śr žvķ. Žaš er fróšlegt aš sjį žessar pęlingar hér, en alla vega žį sé ég nś ekki mikiš varšandi žessar boranir til aš hafa įhyggjur af eša sem ekki er hęgt aš leysa hvort sem er (aš žvķ ég best fę séš).
Ef ašalįhyggjurnar eru varšandi žaš aš erfišara sé aš vakta jaršskjįlfta, žį hlżtur aš vera hęgt aš leysa žaš, sérstaklega meš auknum upplżsingum į milli žeirra ašila sem eiga hlut aš mįli.
PS. Mér žykja alltaf merkilegar fullyršingar eins og Sigurjón setur fram varšandi vitneskju sérfręšinga (jaršfręšinga)...segir mér nś meira um Sigurjón heldur en jaršfręšinga ķ žessu tilfelli...
Sveinn Atli Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 12:24
Ok - Sigurjón, žś ert sem sagt aš verja žessa nišurdęlingu af žvķ aš žś hefur hagsmuni aš gęta. Gott og vel - žaš er ekki verri įstęša en hvaš annaš (samt alls ekki ķ samhengi viš fęrsluna eša athugasemdir).
Ef žś hefur skošaš mķn svör, žį séršu aš ég hef reynt aš meta kosti og galla žessarar nišurdęlingar - annaš en hęgt er aš lesa śt śr žķnum svörum. Enda hef ég enga hagsmuni aš gęta af žessari nišurdęlingu.
Mér žykir samt undarlegt aš žś teljir žig hafa meira vit en jaršfręšingar į jaršskjįlftum - en žaš getur svo sem vel veriš, enda veit ég ekkert meir um žig en žaš sem stendur hér į žessari sķšu - Sigurjón borholumęlingamašur.
Höskuldur Bśi Jónsson, 28.9.2011 kl. 15:54
Ekki vera sįr Höskuldur, žetta var ekkert illa meint.
Žaš eru jaršešlisfręšingar sem vit hafa į foršafręši og jaršhitakerfum, auk jaršskjįlfta (sem jaršskjįlftafręšingar). Af hverju skyldu annars jaršfręšingar ekki starfa viš śtreikninga jaršhitakerfa eša foršafręširannsóknir? Nei, žaš sem žiš geriš er aš žekkja steindir og jaršlög og gefa rįš varšandi eiginleika žess og eruš bżsna góšir ķ žvķ, en žaš kemur žessu mįli ekki viš.
Ég hef engra hagsmuna aš gęta varšandi nišurdęlingu ķ jaršhitakerfi, annarra en almennings (enda engar borholumęlingar framkvęmdar ķ nišurdęlingarholum aš jafnaši), žar sem žetta višheldur orkuflęši kerfisins, sem annars myndi verša vatnslķtiš meš tķmanum og žvķ verša nytjalaust, auk žess aš meš žessu fer mengaš vatn ekki ķ grunnvatniš sem viš drekkum. Žar aš auki, er lķklegri aš valda vandręšum sś ašferš aš lįta gufuholur drena foršann įn žess aš dęla vatninu nišur aftur. Hvaš gerist žegar žś sżgur vatn śr foršakerfi nešanjaršar? Žaš getur falliš saman og myndaš jaršsig (eins og dęmin sżna vķša). Ef žś dęlir vatninu nišur aftur, višheldur žś innihaldi foršakerfisins.
Ég hef svosem ekki meira vit en mešaljóninn į jaršskjįlftum, en ég vinn meš mönnum sem hafa žaš og hlusta žegar žeir tala.
Varšandi innlegg Svatla, žį spyr ég: Ert žś sérfręšingur? Veist žś meira um žetta (og žį hvašan hefur žś žį vitneskju)? Žetta segir hreint ekkert um mig, enda bśinn aš śtskżra hvašan mķn vitneskja kemur og žś hefur ekki sżnt fram į aš vita betur. Žetta er ódżrt skot hjį žér og er aušvariš sem slķkt.
Mér fannst einfaldlega įstęša til aš benda į aš žaš er engin įstęša til aš hafa įhyggjur af žvķ aš žessi nišurdęling hafi skelfilegar afleišingar, eins og vinsęlt viršist aš halda fram, įn nokkurra haldbęrra gagna eša kenninga. Svona hysterķutal er algjör óžarfi.
Biš ég ykkur svo vel aš lifa og fyrir alla muni: Ekki hafa óžarfa įhyggjur.
Sigurjón, 29.9.2011 kl. 23:49
Ég held aš enginn sem hér hefur skrifaš hafi af žessu miklar įhyggjur. Ég fylgist dįlķtiš meš jaršskjįlftum og finnst žeir skipta mįli žó ég finni žį ekki sjįlfur. Žaš er samt ešlilegt aš fólk velti žessum manngeršu skjįlftum fyrir sér ekki sķst žegar žeir birtast eins og žéttir reyniberjaklasar į jaršskjįlftakortum. Eins og ég nefni ķ pistlinum žį er žetta žekkt jaršskjįlftasvęši ég man t.d. vel eftir skjįlftahrinunum žarna undir lok sķšustu aldar og jafnvel er tališ einhver kvikusöfnun hafi žį įtt sér undir Hengli. En ašallega er gott aš fį umręšur og viš skulum gera rįš fyrir aš menn viti hvaš žeir eru aš gera.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.9.2011 kl. 00:21
Menn vita hvaš žeir eru aš gera. Žaš er ašal atrišiš. Takk fyrir žaš Emil.
Sigurjón, 30.9.2011 kl. 04:00
Sigurjón - žaš var ekki ég sem hef žóst vita meira en sérfręšingar eša reynt aš gera lķtiš śr kunnįttu žeirra og annarra...
Ég er ekki sérfręšingur og ekkert ķ mķnum oršum er hęgt aš tślka sem svo aš ég sé aš koma fram undir žeim merkjum. En get žó komiš fram meš mķnar vangaveltur fyrir žvķ... Og eins og Emil kemur inn į žį held ég aš engin sem skrifaš hefur hér aš ofan hafi miklar įhyggjur af žessu.
Mér žykir žó merkilegt aš žś ętlir aš fara śt ķ aš verja žetta meš tilvķsunum ķ hvaš ašrir hafa vit į eša ekki...žegar žaš eina sem er ķ gangi, bęši ķ fęrslu og athugasemdum, eru saklausar vangaveltur um žessa hluti - engin hręšsla viš eitt eša neitt. En jęja, ekki ętla ég aš missa svefn śt af žessu...hvorki vegna skjįlfta né vegna umręšumenningu um žį...
PS. Hvar hefur žś (Sigurjón) lesiš eitthvaš hér aš ofan sem gerši žaš aš verkum aš žś tślkašir žaš į eftirfarandi hįtt:
Žaš er engin aš segja aš žessar nišurdęlingar muni hafa skelfileg įhrif (lesa og skilja). Žannig aš tal um hysterķutal er bara śr lausu lofti gripiš hjį žér...
Sveinn Atli Gunnarsson, 30.9.2011 kl. 10:53
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.