Það kemur ýmislegt til greina varðandi forsetann

Eins og alltaf þegar kemur að því að túlka skoðannakannanir þá verður að passa orðalag. Samkvæmt fréttinni virðast þátttakendur í könnunnninni hafa verið spurðir um hvort það komi til greina að kjósa Ólaf áfram til forseta. Ekkert óeðlilegt við það. En það að rétt rúmur helmingur segi, að það komi til greina að kjósa hann áfram, finnst mér  ekki vera það sama og að meirihlutinn vilji Ólaf Ragnar áfram eins og slegið er upp í fyrirsögn fréttarinnar. Svo ég tali fyrir sjálfan þá kemur alveg til greina að ég kjósi Ólaf en mér finnst það samt frekar ólíklegt.

Miðað við matreiðslu fréttarinnar giska ég á að Morgunblaðið vilji Ólaf Ragnar áfram sem forseta. Sama má segja um hluta þeirra sem telja að það komi til greina að kjósa hann.

- - - -

Svo má minna á að aðeins er mánuður til jóla.

Dear Snata Claus


mbl.is Meirihlutinn vill Ólaf Ragnar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ýmislegt kemur til greina eins og þú segir, það fer allt eftir hverjir verða í boði hvað ég kýs.

Dagný (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 10:13

2 identicon

Eins og staðan er í dag er ekkert í boði. Maður sem stendur með þjóð sinni eins og Ólafur Ragnar hefur gert í tvígang, á að halda áfram, enda fyrsti forsetinn sem þorir að leyfa þjóðinni að taka fram fyrir hendur á þessu ruslpakki við austurvöll með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann treysti þjóðinni betur en þessum úrsérgengnu og siðblindu pólítíkusum á alþingi. Áfram Ólafur.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:17

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Annars er það athyglisvert að það skuli ekki vera nema rétt rúmlega helmingur (53,7%) sem sögðu að það kæmi til greina að kjósa Ólaf, en eins og Dagný kemur inn á, þá skiptir máli um hverja verður kosið.

En með hverjum stendur Ólafur? Hann stendur væntanlega með þjóðinni eins og ég held að allir stjórnmálamenn geri þegar allt er skoðað. Stundum finnst mér hann þó standa full mikið með sjálfum sér.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.11.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband