5.12.2011 | 16:18
Stórgoslegar Kötluýkjur – eða hvað?
Fréttir af Íslandi sem birtast erlendis hafa gjarnan verið vel kryddaðar. BBC fréttavefurinn er nú sakaður um stórkostlegar ýkjur af afleiðingum næsta Kötlugoss sem sagt er vera yfirvofandi. En hvar endar sannleikurinn og hvar byrja ýkjurnar? Er frétt BBC kannski ekki svo vitlaus eftir allt?
Fyrsta setningin í Frétt BBC er þannig: Hundreds of metres under one of Iceland's largest glaciers there are signs of a looming volcanic eruption that could be one of the most powerful the country has seen in almost a century Ekki get ég séð neitt rangt í þessu. Næsta Kötlugos gæti nefnilega orðið eitt af þeim kröftugustu í næstum öld á Íslandi.
Eftirfarandi atriði í fréttinni hefur einnig verið nefnt sem ýkjur: Mighty Katla, with its 10km (6.2 mile) crater, has the potential to cause catastrophic flooding as it melts the frozen surface of its caldera and sends billions of gallons of water surging through Iceland's east coast and into the Atlantic Ocean. Hvað er rangt þarna? Ég get ekki staðfest tölurnar hér og nú en allir ættu að þekkja þá staðreynd að mikið flóðvatn rennur til sjávar í Atlantshafið í kjölfar Kötlugoss. Réttara er hins vegar að tala um Suðurströndina en ekki Austurströndina. Hvergi kemur fram í frétt BBC, eftir því sem ég fæ séð, að flóðbylgja muni skella á ströndum meginlands Evrópu eða Bretlandseyja.
Ýmislegt er síðan nánar skrifað um hugsanlegt gos og flest að því á svipuðum nótum og fjallað hefur verið um hér á landi. "There has been a great deal of seismic activity," says Ford Cochran, the National Geographic's expert on Iceland. There were more than 500 tremors in and around the caldera of Katla just in October, which suggests the motion of magma. "And that certainly suggests an eruption may be imminent." Yfirvofandi eldgos er sennilega fullmikið sagt þótt ýmis merki séu um óróleika undir Kötlu. Um þetta er lítið vitað og tíminn einn mun leiða í ljós hvert framhaldið verður.
Áfram með fréttina. Eftir tilvitnanir í Pál Einarsson sem ekki er ástæða til að véfengja tala BBC-menn um Skaftárelda og þá æsast leikar: Katla is part of a volcanic zone that includes the Laki craters. In 1783 volcanoes in the area erupted continuously for eight months, generating so much ash, hydrogen fluoride and sulphur dioxide that it killed one in five Icelanders and half of the country's livestock."And it actually changed the Earth's climate," says Mr Cochran. "Folks talk about a nuclear winter - this eruption generated enough sulphuric acid droplets that it made the atmosphere reflective, cooled the planet for an entire year or more and caused widespread famine in many places around the globe. Gallinn við þessa samlíkingu er fyrst og fremst sá að Katla er ekki í neinum tengslum við Lakagíga eins og talað er um í fréttinni því Lakagígar tengjast Grímsvötnum og fengu þaðan sitt hráefni. Eldgjárgosið stóra á 10. öld er hins vegar talið tengjast Kötlu en litlar heimildir eru til um það nema að vitað er að þá kom upp gríðarlegt hraunmagn og sennilega meira en Skaftáreldum. Varla er hægt að búast við slíkum hörmungum hvenær sem er og varla án aðdraganda sem tekið væri eftir.
Einn gallinn við eldgos er að þau láta ekki alltaf vita af sér fyrirfram. Lengi hefur verið talað um yfirvofandi Kötlugos, sérstaklega síðustu 15 ár eða svo. Hvernig það verður og hvenær það verður vitum við ekki. Gosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötum voru samt sem áður góð æfing og áminning um hvað getur gerst varðandi Kötlu. Kannski eru stórgoslegar hörmungar framundan en kannski mun næsta Kötlugos eftir allt, valda stórkostlegum vonbrigðum og alls ekki vera neitt stærra en þau gos sem við höfum séð hér undanfarið.
Frétt BBC http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-15995845
Myndin er af Vefmyndavél Mílu 5. des. 2011
BBC sakað um ýkjur um Kötlugos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Jarðfræði | Facebook
Athugasemdir
Einu ýkjan er kannski sá "sérfræðingur" sem segir þetta ýkjur. Í fréttinni er talað um Jón Frímann Jarðfræðing. Ég vissi ekki til að Jón Frímann bloggskelfir og sorakjaftur væri jarðfræðingur. Hann er einn af þessum sjálfskipuðu íslensku eldgosasérfræðingum sem finna má m.a. hér á Mbl.
Reyndar er hann eilíft að spá því að gosið sé alveg við það að brjótast upp. Þetta gerir hann með reglubundnu millibili og hangir inni á netsíðum sem mónitora þetta. Fyrir vikið tókst honum einu sinni að spá því að Eyjafjallajökull væri að fara að gjósa nokkrum klukkustundum fyrir gosið og þótti hafa verið fyrstur til þess þó svo allir sérfræðingar vissu að hættan væri yfirvofandi og væru varfærnari í orðum.
Hann hafði reyndar gert sömu spár ítrekað áður, svo það hlaut að koma að því að hann rataði á rétt.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 01:04
Eina ýkjan...átti að standa.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 01:05
Ég tók einmitt eftir því að Jón Frímann var fyrst sagður jarðfræðingur en fréttinni var síðan breitt og hann er nú nefndur áhugamaður um eldgos og jarðskjálfta. Hann virðist vera gera það gott með sinni síðu sem hann skrifar á ensku. Á Click green síðunni er hann nefndur „respected volcano observer“ sem hann kannski er. Mig minnir að hann hafi nefnt að það væri að fara gjósa í Grímsvötnum rétt fyrir gos, frekar en í Eyjafjallajökli. Annars þykjumst við bloggarar gjarnan vera meiri sérfræðingar en við erum og ég skil mig ekkert þar undan.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.12.2011 kl. 10:04
Veit ekki með orðið "respected" í þessu samhengi. Ég efast um það. Volcano observer...? Erum við það ekki öll samkvæmt aðferðafræði Jóns? Hann hangir á netinu og fylgist með skjálftamælum. Kannski talsvert meira en flestir, svo það má vel vera að það gefi honum rétt á einhverri vegtyllu. Ég get allavega ekki annað en kímt yfir þessu. Hefði fundist eðlilegra af fjölmiðlum að hafa samband við veðurstofuna.
Bloggarar kynna sér hin ýmsu málefni og skrifa um þau og miðla þeirri þekkingu eða samantekt án þess að ætla sér neina sérfræði. Það sem þú hefur fjallað mest um er tengt þínu starfi og menntun og ég lít á þig sem sérfræðing þar. Annarstaðar ert þú skemmtilegur "observer" með nördalegan áhuga á mörgu sem ég hef gaman af að lesa.
Sigurður Guðjónsson skrifar mikið um veður og er oft fróðari um margt en veðurfræðingarnir og hann nýtur virðingar þeirra fyrir vikið. Hann gæti alveg átt vegtylluna "respected" skilið.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 12:45
Bloggið finnst mér vera ágætis útrás fyrir nördaskapinn hjá mér þegar kemur að náttúrufræðum og það er ágætt að vita að einhverjir taki því vel. Það sem tengist mínu starfi sem grafískur hönnuður er reyndar ekki svo fyrirferðamikið hér á síðunni en dúkkar upp öðru hvoru.
En það má þó segja um Jón Frímann að hann hefur komið sér upp sínum eigin jarðskjálftamælum þannig að eitthvað er hann að "observera" þótt hann sé ekki menntaður jarðfræðingur.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.12.2011 kl. 13:10
Einhvers staðar las ég að í síðasta stórgosi Kötlu hafi askan farið upp í "stratosphere" semsagt upp fyrir veðrahvörf, verið þar í nokkur ár og haft áhrif á veðurfar í öllum heiminum í nokkur ár. Klárlega eru það "alþjóðleg áhrif" svo ég verð að segja að ég sé ekki hverjar ýkjurnar ættu að vera. Lykilorðið hér er kannski "getur" myndi ég segja. Ef það hefur gerst einu sinni getur það klárlega gerst aftur, fyrir utan að hvernig á einhver að geta spáð fyrir um það hvers konar áhrif Kötlugos getur haft þegar enginn veit hversu stórt gos það verður þegar eða ef hún gýs?
Gunnar (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 23:18
Eitt af stærstu Kötlugosunum varð árið 1755 og þá er mögulegt að gosefni hafi náð upp í veðrahvolf með tilheyrandi kólnun víðsvegar um lönd. Í mbl-frétt frá 2010 sem ég vísa hér í kemur fram að íbúar Bandaríkjanna hafi þá þurft að þola mikinn frostavetur og hafi Missisippi verið ísilögð allt að New Orleans. Hugsanlega voru þetta þó óskyldir atburðir en kannski ekki.
Sjá frétt: Umheimurinn hræðist Kötlugos
Emil Hannes Valgeirsson, 7.12.2011 kl. 13:20
Mér finnst nú alveg óþarfi að vera að agnúast út í Jón Frímann fyrir áhuga hanns á jarðskjálftum og gera lítið úr honum þó ekki sé hann menntaður í fræðunum. Væri bara betur að fleiri væru áhugasamirum náttúrufarsleg efni og blogguðu um það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2011 kl. 11:52
Það er rétt Sigurður. Ég hefði reyndar kosið að umræðurnar hér snérust um annað en Jón Frímann. Ég fer oft á síðuna hans mér til gagns og gamans.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.12.2011 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.