Óvenju kalt í Evrópu - óvenju hlýtt í Norðurhöfum

Það er gjarnan þannig að þegar kólnar mikið á einum stað þá hlýnar á öðrum. Hæðin mikla sem sem kom sér fyrir í Evrópu á dögunum er óþægilega staðsett fyrir flesta Evrópubúa þar sem hún dælir Síberísku vetrarlofti yfir álfuna. Þessi kuldalega staða veðrakerfana er vel þekkt og íbúar álfunnar vita af Síberíukuldanum sem alltaf býður eftir tækifæri til vestursóknar.

Á sama tíma, hinu megin við hæðina, er allt aðra sögu segja að segja enda snýst vindur réttsælis í kringum hæðir. Sunnanáttirnar hafa verið eindregnar milli Íslands og meginlandsins og náð lengst norður í höf með óvenju miklum hlýindum. Á Longerbyen á Svalbarða mældist t.d. fyrir stuttu, hæsti hiti sem mælst hefur á eyjunum í febrúar, ein 7 stig.

 Hlýtt og kalt

Annars eru það hafískortin sem eru einna athyglisverðust í dag. Eins og sjá má kortinu hér vinstra megin þá er engan hafís að finna í Barentshafinu og íslaust svæði teygir sig austur fyrir Rússnesku eyjarnar Novaya Zemlya sem hlýtur að vera mjög óvenjulegt. Mjög lítill ís er einnig við Svalbarða og er norðurströndin þar íslaus, en íslaust svæði teygir langleiðina til smáeyjaklasans, Franz Josefslands. Það má því segja að það sé sumarástand á hafísútbreiðslunni þarna. Það er þó enn vetur og nóg eftir af honum á norðurslóðum. Ástandið getur auðveldlega breyst og mun örugglega gera það fyrr en varir. Þessi mikli skammtur af hlýindum þarna norðurfrá hlýtur þó að hafa sín áhrif á framhaldið og getur haft sitt að segja þegar kemur að sumarbráðnunnni.

- - - -

Hafískortið sem er hluti af mynd frá Bandarísku snjó- og hafísmiðstöðinni (NSIDC), sýnir hafísútbreiðsluna þann 10. febrúar 2012, miðað við meðallag áranna 1979-2000.

Veðurkortið er af „Wetterzentralnum“ og er einnig hluti af stærri mynd sem sýnir hita í 2ja metra hæð 11. febrúar, samkvæmt spá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband