Íslensku Eurovisionlögin samkvæmt mínum smekk

Í minni bloggtíð hef ég alltaf skrifað eitthvað um Eurovision þegar keppnin stendur sem hæst. Að þessu sinni hef ég tekið saman lista yfir öll íslensku framlögin frá upphafi og raðað þeim í sæti eftir því hvernig mér sjálfum líkar þau. Vegna þess að ég tel mig hafa alveg einstaklega þroskaðan og góðan tónlistarsmekk þá vil ég meina að þetta sé hina eina sanna gæðaröðun á íslensku lögunum. Meðalsmekkur þeirra sem fylgjast með Eurovision fer reyndar ekki alveg saman við minn smekk og því er ekki mjög mikið samræmi á milli þess sem mér finnst og árangurs laganna í lokakeppninni. Uppáhaldslögin eru nefnd fyrst og svo koll af kolli niður í 25. sæti. Ég læt fylgja hvar lögin enduðu í keppninni og nefni einnig flytjendur og þátttökuár (ath. lagaheitin eru ekki endilega alltaf rétt).
  1. Sókrates - Stebbi og Sverrir Stormsker - 1989 - 16. sæti
  2. Nína - Stebbi og Eyfi - 1991 - 15. sæti
  3. Tell me - Einar Ágúst og Telma - 2000 - 12. sæti
  4. Coming home - Vinir Sjonna - 2011 - 20. sæti
  5. Eitt lag enn - Sigga og Grétar - 1990 - 4. sæti
  6. All out of luck - Selma - 1999 - 2. sæti
  7. Is it true - Jóhanna Guðrún - 2010 - 2. sæti
  8. Open your heart - Birgitta - 2003 - 9. sæti
  9. Þá veistu svarið - Ingibjörg Stefáns - 1993 - 13. sæti
  10. Sjúbídú - Anna Mjöll - 1996 - 13. sæti
  11. Hægt og hljótt - Halla Margrét - 1987 - 16. sæti
  12. Mundu eftir mér - Gréta og Jónsi - 2012 - ?? sæti
  13. Gleðibankinn - ICY-hópurinn - 1986 - 16. sæti
  14. If I had your Love - Selma - 2005 - 16. sæti í undanúrslitum
  15. Nei eða já - Sigga og Sigrún - 7. sæti
  16. Minn hinsti dans - Páll Óskar - 1997 - 20. sæti
  17. Valentine lost - Eiki Hauks - 2007 - 13. sæti í undanúrslitum
  18. Núna - Bjöggi - 1995 - 15. sæti
  19. Nætur - Sigga Beinteins - 1994 - 12. sæti
  20. Það sem enginn sér - Daníel Ágúst - 1989 - 22. sæti
  21. Til hamingju Ísland - Silvia Nótt - 2006 - 13. sæti í undanúrslitum
  22. Heaven - Jónsi - 2004 - 19. sæti
  23. Angel - Two Tricky - 2001 - 22. sæti
  24. Je ne sais quoi - Hera - 2009 - 19. sæti
  25. This is my live - Eurobandið - 2010 - 14. sæti

Það er reyndar ekki auðvelt að gera nákvæmlega upp á milli einstakra laga. Röð efstu þriggja lagana vafðist til dæmis dálítið fyrir mér, en það eru alþekkt gæðalög sem ég setti í fyrstu tvö sætin. Í þriðja sæti er lagið Tell me sem er heyrist ekki mjög oft og er sjaldan nefnt. Á myndbandi með laginu sem hér fylgir sést að það hefur ekki verið lagt svo ýkja mikið í sviðsframkomuna og atriðið gæti allt eins verið úr söngvakeppni framhaldsskólanna. Það breytir því þó ekki að þetta er eitt af því besta sem við höfum sent í keppnina - að mínu áliti. Lagið í ár, Mundu eftir mér, hef ég í 12. sæti en spurning er hvar það endar. Það virðist þó vera að gera það gott og gæti hæglega náð mjög langt þótt ég sé ekki mesti aðdáandinn. En hér koma Einar Ágúst og Telma (með finnskum undirtexta):



Ummæli af YouTube:
Best song ever on eurovision!!! :)
Finally I found it!!! :))))))
Thnx for video :)

MaryGreenPeace‬ fyrir 4 árum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband