Gamla Nýlistin (Art Nouveau)

SaraBernhŢađ er oftast mikil skammsýni ađ kenni eitthvađ viđ nýjungar. Art Nouveau upp á frönsku er ţó heitiđ á miklu tískufyrirbćri sem tröllreiđ lista- og hönnunarheiminum nálćgt aldamótunum 1900. Annađ heiti á fyrirbćrinu, Jugendstil upp á ţýsku er líka mikiđ notađ og útfrá ţví íslenska ţýđingin: Ungstíll. Ţessi stíll náđi yfir öll sviđ hönnunar allt frá stćrstu byggingum niđur í fíngerđustu skartgripi en var líka mjög áberandi í öllu myndmáli sem og í bókahönnun og leturgerđum. Sem listastefna vó Art Nouveau kannski ekki ţungt en hafđi ţó greinileg áhrif á listamenn síns tíma. Áhrifamesti fulltrúi stílsins og eiginlegur upphafsmađur er tékkneski listamađurinn Alphonse Mucha sem sló í gegn í París međ glćsilegu leikhússplakati međ Söru Bernhards áriđ 1895. Spćnski arkitektinn Antóni Gaudi sem teiknađi skrítnu húsin og hálfbyggđu kirkjuna í Barcelóna er einnig verđugur fulltrúi.

Art Nouveau er fjarri ţví ađ vera unglegur eđa nútímalegur stíll í dag, enda ber hann glögglega međ sér horfinn tíđaranda gömlu daganna. Líta má á stílinn sem mótvćgi viđ hinn stífa og upphafna Nýklassíska stíl sem sótti fyrirmyndir sínar alla leiđ aftur til Grikkja og Rómverja. Međ Art Nouveau voru ţađ hin frjálsu form náttúrunnar sem gengiđ var útfrá, fegurđin var sótt blómaskrúđ og vafningsjurtir allskonar og helst mátti ekkert vera beint eđa hornrétt - hvađ ţá í ströngum hlutföllum. Ađ ýmsu leyti má ţví líkja ţessu viđ blómaskeiđ '68 kynslóđarinnar sem einnig var uppreisn gegn hinu stranga og siđađa.

Art Nouveau er í raun rómantískur stíll og má segja ađ hann sé nokkuđ kvenlegur enda kvenfígúrur og ţokkagyđjur vinsćlt myndefni. Ţćr eru ţá gjarnan sýndar svífandi um í blómaskrúđi dreymnar á svip ţar sem einhver forneskja svífur yfir vötnum. Ţetta voru líka tímar ţegar hiđ dularfulla var mikils metiđ međ tilheyrandi spíritisma og handanheimum. Í dag tengist svoleiđis ţví ađ vera nýaldarsinnađur sem er líka viss tenging viđ nýja tíma.

En hvar sem líđur forneskjulegum tilvísunum ţá var Art Nouveau stíllinn á sínum tíma nútímalegur ađ yfirbragđi og léttleikandi. Evrópumenn voru á ţessum tímum ađ uppgötva framandi menningarheima ţar sem hćgt var ađ sćkja í nýstárlegt myndmál og skraut. Japönsk grafíklist hafđi ţarna sitt ađ segja en Japönsk list einkenndist ađ fagurlega dregnum línuteikningum sem er svo einkennandi í Art Nouveau stílnum.

ArtNouveau sýnishorn
Art Nouveau tímabiliđ stóđ ekki lengi. Kannski má segja ađ ţađ hafi sokkiđ međ Titanic ásamt svo mörgu öđru sem telst til lystisemda gömlu dagana. Í Bandaríkjunum ţróađist ţó Art Deco stíllinn sem bauđ upp á nýstárlegan tignarleika sem naut sín vel í nýju skýjakljúfunum en í Evrópu fóru í hönd viđsjárverđari tímar ţar sem blásiđ var til byltinga og stríđsátaka. Í ţeim tíđaranda var lítiđ pláss fyrir fínlegheit og annađ dúllerí. Sumir vildu ţá fara alla leiđ og gerilsneyđa umhverfiđ af öllu skrauti. Kannski mćtti reyna ađ rekja eitthvađ ađ ţví síđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband