Staðan í hafísmálum. Stefnir í íslausan Norðurpól?

DMI linurit 12ag 2013Byrjum á því að skoða línurit frá Dönsku Veðurstofunni sem sýnir útbreiðslu hafíssins á norðurslóðum í ár borið saman við fyrri ár. Greinilegt er að 2013 er eftirbátur síðustu ára og mikið þarf til næstu vikur ef 2013 á að blanda sér í botnbaráttuna (eða toppbaráttuna eftir því sem menn vilja orða það).

En útbreiðsla er ekki allt. Þykktin og almennt heilbrigði íssins skiptir líka máli. Í síðasta yfirliti mínu frá því um miðjan júní hugleiddi ég þann möguleika að Norðurpóllinn gæti orðið íslaus og átti þá við Norðurpólinn sjálfan. Þá virtist ýmislegt benda til þess að gangur hafísbráðnunar gæti orðið með nokkuð öðrum hætti en undanfarin sumur vegna þrálátra lægða yfir Norðurpólnum nú í vor sem töfðu fyrir bráðnun og spóluðu ísnum út frá miðju og að jaðarsvæðum íshafsins.

Nú þegar langt er liðið á bræðsluvertíðina er ekki alveg hægt að segja til um hvernig fer með lágmarkið í ár og mögulegt ísleysi á Norðurpólnum en tæpt gæti það orðið. Lægðargangurinn hefur haldið áfram með litlum hléum í sumar og þar á meðal hefur ein ansi öflug verið að róta í ísnum núna undanfarna daga. Með lægðunum fylgir ekki bara vindur sem dreifir úr ísnum heldur líka kuldi og skýjahula sem hvorttveggja hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif á ísbráðnun. Norðurpólslægðir geta þó haft önnur áhrif núna síðsumars þegar ísbreiðan er orðin gisinn og þunn enda nær sjórinn þá að herja á ísflákana af meiri þunga með tilheyrandi saltaustri. Þetta kom berlega í ljós í fyrra þegar risalægð herjaði á ísbreiðuna þar sem hún var veikust fyrir og flýtti fyrir bráðnun, þó ekki sé hægt að fullyrða að sú lægð ein og sér hafi valdið metlágmarkinu í fyrra.

Hafisthykkt 2012-13
Kortin hér að ofan sýna áætlaða þykkt íssins 11. ágúst 2012 (vinstra megin) og 2013 (hægra megin). Árið 2012 endaði sem metár í lágmarksútbreiðslu og eins og sjá má höfðu þarna stór hafsvæði bráðnað útfrá strandlengjum Alaska og Síberíu og áttu eftir að gera enn meir. Hinsvegar var ísinn talsvert þykkur miðsvæðis og norðurpóllin þakinn +2ja metra þykkum ís samkvæmt kortinu og norður af Grænlandi og Kanadísku heimskautaeyjunum var talsvert af 4-5 metra þykkum ís. Nú um stundir árið 2013 er útbreiðslan talsvert öðruvísi og í samræmi við það sem ég hef lýst nema hvað að bæði árin er álíka íslétt Atlantshafsmegin. Útbreiðslan nú er almennt öllu meiri en á móti er ísinn að jafnaði þynnri (eða gisnari). Þetta á sérstaklega við nálægt sjálfum Norðurpólnum þar sem ástandið er mjög tæpt enda hafa lægðir sumarsins spólað hressilega yfir ísnum og gert mikinn usla. Einnig má vekja athygli á mjög litlum hafís í Austur-Grænlandsstraumnum, eða nánast engum, sem einmitt er vísbending um að lítið af ís hefur borist út úr sjálfu Norður-Íshafinu.

Hvernig þetta endar kemur svo í ljós í september. Myndin hér að neðan er tekin úr gervitungli 11. ágúst og grillir þar í hina raunverulega stöðu nálægt Norðurpólnum sem er þarna neðst í vinstra horni myndarinnar.

Hafismynd 12.ag2012

- - - -

Uppruni mynda:

Línurit: Danmarks Meteorologiske Institut: / http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php

Þykktarkort: U.S. Naval Research Laboratory / http://www7320.nrlssc.navy.mil/hycomARC/arctic.html

Ljósmynd: NASA / http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/subsets/?mosaic=Arctic

Heimildir eru héðan og þaðan, meðal annars hafísbloggsíðan mikla: Arctic Sea Ice.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt upplýsingum http://nsidc.org/ er hafísmagn í norðurhöfum innan vikmarka 1981 - 2010 meðaltalsins. Það eru vísindalegar staðreyndir. Allur véfréttastíll er óþarfur í þessu sambandi ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 09:49

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar: samkvæmt línuritum NSIDC þá er útbreiðslan rokkandi rétt innan tveggja staðalfrávika frá meðaltalinu. Þú segist þekkja vísindin svo vel, segðu okkur þá hvað það þýðir að vera tvö staðalfrávik frá meðaltali, í samhenginu náttúrulegur breytileiki.

Höskuldur Búi Jónsson, 13.8.2013 kl. 10:58

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir fróðleikinn Emil.

Þetta lítur bara vel út...

Ágúst H Bjarnason, 13.8.2013 kl. 11:28

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta lítur ekki svo illa út.

Hafísútbreiðslan (Sea ice Extent) eins og hún sést þarna á línuritinu frá DMI rýmar við önnur sambærileg línurit eins og það frá NSDC - eða í slöku meðallagi fyrri ára, hvort sem viðmiðunin er 1979-2000 eða 1981-2010: http://nsidc.org/arcticseaicenews/

Hafísmagn (Sea ice volume) þar sem þykktin spilar inn í er hins vegar önnur saga og þróunin mun meira afgerandi. Samanber hér: Arctic Sea Ice Volume Anomaly

Emil Hannes Valgeirsson, 13.8.2013 kl. 12:32

5 identicon

Til að sefa áhyggjur EHV af meintri hafísþynningu er rétt að benda á eftirfarandi slóð:

http://psc.apl.washington.edu/wordpress/wp-content/uploads/schweiger/ice_volume/Bpiomas_plot_daily_heff.2sst.png

Hér kemur greinilega fram að hafísþykkt er meiri í augnablikinu en undanfarin þrjú ár, þannig að EHV getur farið að brosa :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 14:41

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta lítur illa út fyrir þá sem ætla að fara að sigla yfir Norðurpólinn á kínverskum lystisnekkjum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2013 kl. 16:39

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er ekki áhyggjublogg en það er áhugavert að fylgjast með þróuninni.

Piomas-hafísþykktarlínuritið er frá miðjum júlí en þau eru að því er virðist uppfærð á mánaðar fresti. Sjáum til hvernig málin standa þegar ágúst-staðan birtist.

Ég hef ekki heyrt um kínverskar listisnekkjur en norðurausturleiðin ætti að vera fær, allavega með smá aðstoð ísbrjóta á litlum hluta leiðarinar. Norðurpóllin lýtur hinsvegar ekki vel út þarna á myndinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.8.2013 kl. 17:07

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það væri nú gaman að upplifa það að sjá hvernig Norðurpóllinn lítur út íslaus. 
Eflaust hefur það oft gerst áður - en líklega er orðið býsna langt síðan síðast :)

Kolbrún Hilmars, 13.8.2013 kl. 21:23

9 identicon

Reyndar ekki svo ýkjalangt síðan KH. Norðurpóllinn var íslaus 1958 og 1959, sjá myndir:

http://wattsupwiththat.com/2009/04/26/ice-at-the-north-pole-in-1958-not-so-thick/

Eins gott að EHV þurfti ekki að blogga um þessa voðalegu staðreynd! . . . :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 21:41

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Allsendis óvíst að þessar myndir séu frá sjálfum pólnum en sjálfsagt eru þær teknar einhversstaðar á Norður-Íshafi. WUWT þykir afar óáreiðanleg heimild í þessum efnum.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.8.2013 kl. 21:55

11 identicon

Þú kannt sannarlega að skemmta fólki á þriðjudagskvöldi EHV. "WUWT þykir afar óáreiðanleg heimild í þessum efnum", ritar aðdáandi skepticalscience.com! :D

http://en.wikipedia.org/wiki/North_Pole

http://www.ihatethemedia.com/photo-north-pole-submarine

http://www.john-daly.com/polar/arctic.htm

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 22:28

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til fróðleiks:

http://www.navalhistory.org/2011/08/11/uss-skate-ssn-578-becomes-the-first-submarine-to-surface-at-the-north-pole

US Naval Institute

USS Skate (SSN-578) Becomes the First Submarine to Surface at the North Pole

USS Skate (SSN-578) made submarine history on 11 August 1958 when it became the first submarine to surface at the North Pole.

...

"...The submarine’s black hull stood out in stark relief against the deep blue of the calm lake in which the ship now floated. Beyond the lake, stretching to the horizon in every direction, was the stark white of the permanent polar ice pack. ..."
 

Ágúst H Bjarnason, 13.8.2013 kl. 22:42

13 identicon

Hér koma fleiri áreiðanlegar heimildir:

http://www.navalhistory.org/2011/08/11/uss-skate-ssn-578-becomes-the-first-submarine-to-surface-at-the-north-pole

http://www.navsource.org/archives/08/08578.htm

http://www.athropolis.com/news/submarines.htm

http://www.nytimes.com/2009/06/16/us/16calvert.html?_r=0

http://www.navy.mil/navydata/cno/n87/usw/issue_23/north.htm

http://www.nauticapedia.ca/Articles/NWP_Transits_Underwater.php

Það er svo auðvitað allsendis óvíst að EHV trúi eigin augum :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 22:56

14 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

"Skate (SSN-578), surfaced at the North Pole, 17 March 1959"

Já í mars, þegar ísinn er mestur og þykkastur! Málið er að það geta myndast göt á ísnum hvar og hvenær sem er, jafnt sumar sem vetur. Um hávetur er frostið nánast alltaf í tveggja stafa tölu við Norðurpólinn og þess vegna er götin sem þá myndast til komin vegna sprungumyndunnar í ísnum sem frjósa fljótlega aftur. Um hásumar þegar bráðnun er komin á fullt verða til misstór opin svæði á milli ísjaka sem haldast opin en frjósa ekki aftur samanber gervitunglamyndina af ísbreiðunni sem fylgir færslunni. Kafbátar sem siglt hafa þarna í gegn eiga því auðvelt með að finna vakir hér og þar en það hefur alltaf verið stutt í ísinn.

Það þarf mikið til svo að norðurpóllinn sjálfur og stórt svæði þar í kring verði alveg íslaust og ég veit ekki til að það hafi gerst eftir að menn fóru að þvælast þarna um, hvað sem kafbátamyndum líður. Það er reyndar ekki mjög líklegt að það gerist í ár frekar en fyrri ár, en mér sýnist útfrá þykktarkortunum og gervitunglamyndinni að ekki muni miklu að þessu sinni. En ef það þó gerist, þá mun opið haf á pólnum ekki lifa lengi því styttast fer í að vetrarfrostið hellist yfir.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.8.2013 kl. 23:25

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Úr lýsingu á fyrri ferðinni í ágúst 1958:

"Beyond the lake, stretching to the horizon in every direction, was the stark white of the permanent polar ice pack. The officer who had climbed to the bridge with Calvert called the skipper’s attention to the port side of the ship. There a full grown polar bear was climbing slowly out of the water and up onto the ice."

Sem sagt bara smá vök í ísnum (lake) en ekki það sem ég kalla íslausan Norðurpól! Og hana nú! Og hættið svo með þessa blessuðu kafbáta!!

Emil Hannes Valgeirsson, 13.8.2013 kl. 23:44

16 identicon

"Seadragon (SSN-584), foreground, and her sister Skate (SSN-578) during a rendezvous at the North Pole in August 1962. Note the men on the ice beyond the submarines." Meðfylgjandi mynd: http://www.navsource.org/archives/08/0858411.jpg

"HMS Tireless and USS Pargo rendezvous at the North Pole in 1991. The submarines remained on the surface for 24 hours during which the crews played a cricket match." Meðfylgjandi mynd: http://www.nauticapedia.ca/Articles/NWP_Transits_Underwater.php

"The Arctic was a little less tranquil on April 19, 2004 when the American fast-attack submarine USS Hampton and the Royal Navy submarine HMS Tireless popped up at the "top of the world". "

Meðfylgjandi mynd: http://www.athropolis.com/news/submarines.htm

Þrír kafbátar á norðurpólnum 18. maí 1987. Meðfylgjandi mynd: http://wattsupwiththat.files.wordpress.com/2009/04/3-subs-north-pole-1987.jpg

Er erfitt að horfast í augu við staðreyndir EHV?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 00:05

17 identicon

Áhugaverður lokapunktur um íslausan norðurpól:

"At the moment, the alarmists are frantically predicting that the Arctic will become ice-free any minute now, all the polar bears will starve, and we’ll be sorry we didn’t listen. The Russians, however, say the Arctic region has recently been about at the peak warmth of its own 70-year climate cycle—and the Russians know the Arctic. There are, additionally, lots of old news stories in the New York Times files that made the same “unprecedented” claims about Arctic melting in the 1920s and 30s. Let’s also remember that there are two Poles and the Antarctic has been building ice for the last 40 years.

Today, we’d like to settle the Arctic question once and for all—based on research that has been before us for years. First, let’s agree that geologists and climatologists have the evidence of long-term changes in the earth’s past temperatures. Geologist Ian Plimer, in his book, Heaven and Earth, notes that the first global warming during our Holocene, between 9,000 and 6500 BC, was the warmest earth has been since the end of the last big Ice Age.

A Norwegian research team three years ago announced it had found important evidence of an ice-free Arctic during that first Holocene warming. “The climate in the northern regions has never been milder since the last Ice Age than it was about 6000–7000 years ago,” says Astrid Lysa, one of the Norwegian geologists."

(http://www.cgfi.org/2011/11/ice-free-arctic-6000-years-ago-by-dennis-t-avery/)

Það er ekkert nýtt undir sólinni - ekki einu sinni íslaus norðurpóll ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 00:24

18 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er allt mjög visvísandi en mér sýnist þetta vera þannig:

USS Skate sigldi undir heimskautaísinn í ágúst 1958 og kom upp á nokkrum stöðum en líklega ekki á Norðurpólnum. Mynd úr þeim leiðangri þar sem þeir koma upp um vök á ísnum er því ekki tekin á Norðurpólnum: http://www.navsource.org/archives/08/0857806.jpg

USS Skate kom hinsvegar fyrstur kafbáta upp á yfirborð við Norðurpólinn í mars 1959 í gegnum tveggja feta þykkan nýfrosinn ís þar sem áður hafði verið sprunga ísnum. Annars hefði ísinn verið mun þykkari. Mynd er til af því: http://navsource.org/archives/08/575/0857824.jpg

Sjá texta hér: http://militaryhonors.sid-hill.us/history/skate.htm

Myndir hér: http://www.navsource.org/archives/08/08578.htm

Sjá einnig athugasemd Graham P Davis á NAVAL HISTORY BLOG:

"USS Skate did indeed surface at the North Pole but not until 17 March 1959. Ice conditions in August 1958 were too heavy at the Pole for the Skate to surface, as they were for the Nautilus some days earlier. The Skate did surface in several other leads and polynya that August, including one near Ice-station Alfa. The above picture may have been from one of those. When the Skate sailed for the Arctic the following year, the sail had been strengthened to allow it to break through thin ice. At the Pole, they eventually found a small, refrozen lead, or skylight, and managed to break through it. Later, many of the crew gathered for a service at which the ashes of Sir Hubert Wilkins were sprinkled in the wind. The temperature during this service was -26F (-32C)."

Þessar kafbátamyndir segja því ekkert til um ástand íssins áður fyrr en hafa hinsvegar verið notaðar í áróðursskyni (t.d. á WUWT-vefnum) til að gefa þá röngu mynd að ísinn sé ekki í verra ástandi nú en fyrir nokkrum áratugum. Margir kaupa það. Ég er heldur ekki sannfærður um að þessi mynd af þremur kafbátur í hálfopnu hafi á norðurpólnum sé tekin í maí, þótt myndatextinn segi það.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2013 kl. 01:34

19 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Leiðrétti síðustu setninguna: Ég er heldur ekki sannfærður um að þessi mynd af þremur kafbátum í hálfopnu hafi sé endilega tekin daginn sem þeir náðu Norðurpólnum í maí 1987 þótt myndatextinn segi það. Gæti þó verið en mætti kanna það nánar.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2013 kl. 01:46

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 14.8.2013 kl. 06:31

21 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það er merkilegt hvað menn hanga í þessum kafbátamyndum! Það er alveg ljóst af myndunum og frásögnum sjóliða að þarna var um vakir að ræða sem gátu lokast á örfáum klukkustundum.

Þegar kafbáturinn kom upp 1959 var kuldinn -32 gráður. Ís þenst út í hita og dregst saman í kulda eins og önnur efni, eftir því sem kólnar yfir veturinn dregst ísinn saman, sprungur myndast og yfirborðsvatnið frýs. Það er einmitt orsökin fyrir því að kafbáturinn kemur upp í slíkum fimbulkulda, þá eru einmitt meiri líkur á því að finna slíkar sprungur.

Á sumrin þenst ísinn út og lokar öllum sprungum, myndar í staðinn íshröngl í löngum hryggjum. En ef ísinn er nógu þunnur og vindur nógu mikill byrjar hann að brotna upp. Það virðist vera ástandið núna á Norðurpólnum, eða því sem næst.

Norðurpóllinn hefur ekki verið íslaus í hundruðir þúsunda ára - það er nýlega búið að staðfesta að hann var ekki íslaus á síðasta hlýskeiði, sem þó var eitthvað hlýrra en núverandi.

Hvort póllinn verði íslaus í náinni framtíð er ekki gott að segja. En þykktin hefur eflaust mun meira að segja en útbreiðslan, því þynnri sem ísinn er því auðveldara eiga vindar með að rífa hann í sundur og dreifa honum, sem flýtir fyrir bráðnun hans.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.8.2013 kl. 07:23

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Brynjólfur

Við höfum litlar og óöruggar heimilidir frá tímanum áður en farið var að nota gervihnetti til myndatöku og annarra rannsókna. Þess vegna hlýtur að vera áhugavert að grafa upp allar þær heimildir sem til eru, þó óljósar séu.   Auðvitað höfum við engin tök á því hér og þetta eru bara sýnishorn meira til gamans gert.    

Norðurpóllinn á ekki eftir að verða ílaus (meira en vakir) á næstu árum, ísinn þar hefur minnkað, en hver veit nema það verði bara tímabundið.  Bíðum bara rólegir í fáein ár og öndum með nefinu á meðan.

Ágúst H Bjarnason, 14.8.2013 kl. 07:37

23 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er undarlegt þegar menn halda því fram að staðan sé ekkert óvenjuleg í dag (eins og lesa má úr sumum athugasemdum hér fyrir ofan). Staðan er óvenjuleg og þó ekki verði met sett í ár, þá heldur hinn svokallaði Death Spiral áfram.

summer sea ice extent

Figure 1: Average July through September Arctic sea ice extent 1870-2008 from the University of Illinois (Walsh & Chapman 2001 updated to 2008) and observational data from NSIDC for 2009-2011 (blue), with a fourth order polynomial fit (black soiid line).  Black vertical dashed lines indicate the years 1938-43.  

Höskuldur Búi Jónsson, 14.8.2013 kl. 08:05

24 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ágúst, það er alveg hárrétt hjá þér, maður á einmitt að taka öll gögn til skoðunar. Línuritið sem Höskuldur birtir er vissulega áhugavert!

Fyrir nokkrum árum rakst ég á fullyrðingar þess efnis að Norð-Vesturleiðin hefði verið nánast íslaus þegar Amundsen fór hana fyrstur manna í byrjun 20. aldarinnar. Röksemdafærslan var eitthvað á þá leið, að fyrst han gat siglt þar þá hlaut leiðin að vera íslaus! Ef menn kynna sér ferðalýsingar hans þá sjá menn að það var svo langt í frá, Amundsen átti í mesta basli, sat fastur í ís mánuðum saman og komst við illan leik alla leið, á þremur árum, aðeins til að sanna að leiðin væri ekki fær vegna íss!

Alveg frá 15 öld hafa menn reynt að komast Norð-Austur leiðina og þurft að gefast upp aftur og aftur vegna íss. Í dag er leiðin orðin vel siglingafær og nánast íslaus á stundum við hásumar (þó ekki alltaf).

Hafís bráðnar mjög hratt á Norður-Íshafi, hitastig þar hefur hækkað mun meira en annars staðar og bráðnun á sífrera í Síberíu eru gríðarlegar. Rússneskir vísindamenn hafa verið fremstir í flokki við að benda á þessar stórfelldu breytingar á sífreranum, þeir hafa verið á þessum slóðum í nokkur hundruð ár og ættu að þekkja það eins og einhver fyrri færsla benti á.

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.8.2013 kl. 11:54

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með vakirnar og kafbátana er gott dæmi um hvernig umræðan um hlýnun jarðar er oftast nær af hendi afneitara.

Emil skýrir hér ofar efni máls. Það er ekkert merkilegt við þessar myndir 1958. þetta er bara eðlilegt. Svona er þetta og ferillinn eins og Emil lýsir.

En nei nei, þá er það orðið þannig að Norðurpólssvæðið var barasta paradís um miðja síðustu öld og nokkurskonar sólarlandastaður.

Það er þetta sko sem er svo þreytandi. Og vekur alltaf undrun hjá manni. Ómálefnalegheitin.

En hinsvegar geta menn nýtt þetta til að skoða eða átta sig á N-Pólnum og ísnum þar.

Mikið af þessum is er ís sem endurnýjar sig. Bráðnar og kemur aftur. Opnast og lokast.

Það er heildarsamhengið og stóra myndin sem skiptir máli.

Það að vök hafi onast 1958 skiptir engu máli og er ekkert merkilegt eða punktur sem allt annað hangir á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2013 kl. 12:21

26 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Nú í dag er eitthvað skemmtilegt að gerast á eldri DMI hafísferlinum:


http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1307824/

eða

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1308068/  

(Ekki opin bloggsíða. Bara fyrir sjálfan mig).

Ágúst H Bjarnason, 14.8.2013 kl. 12:40

27 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hmm, Ágúst, manni dettur nú í hug hvort þetta sé einhver villa í mælingum - þetta virðist óvenju mikið fall á mjög fáum dögum. Eru einhver sérstök veðurskilyrði sem geta skýrt þetta?

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.8.2013 kl. 13:02

28 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er grunsamlega mikið fall á eldri DMI ferlinum og gæti verið villa. Sá nýrri sýnir reyndar svipað en ekki eins afgerand: http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php

Hér er linkur á færslu hafíssins sem er greinilega mjög mikil um þessar mundir vegna lægðarinnar.
http://www7320.nrlssc.navy.mil/hycomARC/navo/arcticicespddrfnowcast.gif

Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2013 kl. 13:58

29 identicon

Nú er bara að bíða og vona að EHV hafi samband við bandaríska/breska/rússneska varnarráðuneytið til að fá staðfestingu á tölu bandarískra kafbáta sem hafa komið upp á yfirborð íshafsins - á norðurpólnum:

1958 USS Skate CDR James F. Calvert USN USA Surfaced at the North Pole

1959 USS Skate CDR James F. Calvert USN USA Surfaced at the North Pole

1960 USS Sargo LCDR J. Nicholson USN USA Surfaced at the North Pole

1962 USS Skate CDR Joseph Skoog USN USA Surfaced at the North Pole

1962 USS Seadragon CDR Charles Summit USN USA Surfaced at the North Pole

1962 Leninskiy Komsomolets (K-3) Captain L.M. Zhiltsov USSR Surfaced at the North Pole

1969 USS Pargo CDR Steven White USN USA Surfaced at the North Pole.

1969 USS Whale CDR M. Wolfe USN USA Surfaced at the North Pole.

1970 USS Queenfish CDR Alfred McLaren USN USA Surfaced at the North Pole.

1986 USS Hawkbill CDR Arndt USN USA Surfaced at the North Pole.

1986 USS Archerfish CDR Riegel USN USA Surfaced at the North Pole.

1986 USS Ray CDR Johnson USN USA Surfaced at the North Pole.

1987 H.M.S. Superb CDR J. A. Collins USN UK Surfaced at the North Pole.

1987 USS Billfish CDR Jones USN USA Surfaced at the North Pole.

1987 USS Seadevil CDR Napior USN USA Surfaced at the North Pole.

1988 H.M.S. Turbulent CDR I. S. H. Richards R.N. UK Surfaced at the North Pole.

1988 H.M.S. Superb CDR J. F.Tuckett R.N. UK Surfaced at the North Pole.

1991 USS Pargo CDR David Hearding USN USA Surfaced at the North Pole.

1991 H.M.S. Tireless CDR T.P.McClement R.N. UK Surfaced at the North Pole.

1991 USS Archerfish (SSN-678) n/k USA Surfaced at the North Pole.

1992 USS Grayling CDR Robert P. Dunn USN USA Surfaced at the North Pole.

1992 USS Pintado (SSN-672) CDR Gary L. Graf USN USA Surfaced at the North Pole.

1992 USS Spadefish (SSN-668) CDR Richard B.Williams USN USA Surfaced at the North Pole.

1993 USS Spadefish (SSN-668) CDR Richard B. Williams USN USA Surfaced at the North Pole.

1993 USS Puffer (SSN-652) CDR Richard A. Rick Wright USN USA Surfaced at the North Pole.

1993 USS Pargo (SSN-650) CDR Brian J. Wegner USN USA Surfaced at the North Pole.

1994 USS Whale (SSN-638) CDR Kenneth S. Scott Pugh USN USA Surfaced at the North Pole.

1995 USS Cavalla (SSN-684) CDR Charles J. Joe Ledig USN USA Surfaced at the North Pole.

1996 USS Pogy (SSN-647) CDR James T. Reilly USN USA Surfaced at the North Pole.

1996 USS Sandlance (SSN-660) CDR George H. Bud Baker USN USA Surfaced at the North Pole.

1997 USS Archerfish (SSN-678) CDR Steve R. Kremer USN USA Surfaced at the North Pole.

1998 USS Billfish (SSN-675) CDR James G. Stevens USN USA Surfaced at the North Pole.

1999 USS Hawkbill (SSN-666) CDR Robert H. Perry USN USA Surfaced at the North Pole.

2001 USS Connecticut (SSN-22) CDR Frederick Fritz Roegge USN USA Surfaced at the North Pole.

2004 USS Hampton (SSN-767) CDR Robert P. Burke USN USA Surfaced at the North Pole.

2004 HMS Tireless (S-88) CDR Philip J. Titterton RN UK Surfaced at the North Pole.

2005 USS Charlotte (SSN-766) CDR Dennis E. Carpenter USN USA Surfaced at the North Pole.

2008 USS Providence (SSN-719) CDR Michael Holland USN USA Surfaced at the North Pole.

2009 USS Annapolis (SSN) CDR Michael O. Brunner USN USA Surfaced at the North Pole.

Seadragon (SSN-584), in the background, and Skate (SSN-578) surfaced at the North Pole, 1962. Ljósmynd: http://www.navsource.org/archives/08/0857805.jpg

1962 Leninskiy Komsomolets (K-3) USSR Surfaced at the North Pole. Ljósmynd: http://submarines.euro.ru/pr627/sp.jpg

1970 USS Queenfish USA Surfaced at the North Pole. Ljósmynd: http://www.queenfish.org/noframes/allhands.html

1986 USS Hawkbill USA Surfaced at the North Pole. Ljósmynd: http://www.navsource.org/archives/08/0866623.jpg

1987 H.M.S. Superb UK Surfaced at the North Pole. Ljósmynd: http://www.navsource.org/archives/08/0866408.jpg

1988 H.M.S. Turbulent UK Surfaced at the North Pole. Ljósmynd: http://en.wikipedia.org/wiki/File:HMS_Tireless_S-88.jpg

Vinsamlegast athugið að samkvæmt skilgreiningu EHV verðum við að fara að tala um Þingvallavök en ekki Þingvallavatn! . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 14:05

30 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk fyrir þessa upptalningu Hilmar. Samkvæmt þessu hefur mörgum kafbátum tekist að brjótast upp ísinn á fyrri tíð ef rétt er með farið. Við vorum áður að tala um Skate myndina frá 1958 og þar stendur hnífurinn í kúnni:

"Although Skate first surfaced at the pole on March 17, 1959, Skate first went under the North Pole on August 11, 1958. In 1958 Skate was able to surface in the Arctic, but was unable to surface at the pole itself due to the thickness of the ice"
http://en.wikipedia.org/wiki/James_F._Calvert

1958 hefur þéttleiki og þykkt íssins verið allt önnur en í dag.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2013 kl. 14:27

31 identicon

Allt í góðu EHV, taktu bara kunnuglega John Cook takta á umræðuna :)

Hvað með þéttleikann 1959; 1960; 1962; 1969; 1970; 1986; 1987; 1988; 1991; 1992; 1993; 1994; 1995; 1996; 1997; 1998; 1999; 2001; 2004; 2005; 2008 og 2009? Skiptir hann ekki máli samkvæmt reglum scepticalscience.com? Passaða þig bara að flækjast ekki í sjálfum þér EHV . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 14:46

32 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sjá fyrri athugasemd varðandi vetrarferðina 1959 þegar þeir fundu þunnan endurfrosinn ís í sprungu við pólinn:

"When the Skate sailed for the Arctic the following year, the sail had been strengthened to allow it to break through thin ice. At the Pole, they eventually found a small, refrozen lead, or skylight, and managed to break through it."

Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2013 kl. 14:54

33 identicon

Hvað segir þú EHV? Viðurkennir þú þá eftir alla misvísunina og ósannfæringuna að kafbátar hafi raunverulega náð að koma uppá yfirborðið á sjálfum Norðurpólnum - í löngum röðum. Var Norðurpóllinn þá íslaus eftir allt saman?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 15:00

34 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er efasemdamaður en hef þó ekki neitað því að að kafbátar hafi komist þangað. Mynd af kafbáti þýðir ekki að hann sé staddur á Norðurpólnum og íslaus Norðurpóll er ekki forsenda fyrir því að kafbátur komist þangað. Mér sýnist hinsvegar ekki þurfa kafbát til að komast á pólinn í dag.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.8.2013 kl. 15:34

35 identicon

Góður EHV. Ætlar þú að leggja gangandi á Pólinn eins og Haraldur Örn Ólafsson Pólfari? Það virðist vera ágætis göngufæri í dag, smbr. meðfylgjandi ljósmynd sem tekin er í dag, 14.08.13: http://www.arctic.io/observations/8/2012-08-21/8-N86.001411-E94.435635 . . . :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 16:34

36 identicon

Ánægjulegar fréttir: Hafísútbreiðsla í Norður-íshafi vel innan vikmarka 1981 - 2010 meðaltalsins: http://nsidc.org/arcticseaicenews/

Efasemdarmaðurinn EHV virðist a.m.k. ekki þurfa að efast um stórmerkileg batamerki á ísbúskap í Norður- íshafinu:

1. Hafísdreifing í N-íshafi í júlí 2005 - 2003: http://neven1.typepad.com/.a/6a0133f03a1e37970b0191049326f8970c-pi

2. Hafísdreifing í N-íshafi í ágúst 2005 - 2003:

http://neven1.typepad.com/.a/6a0133f03a1e37970b01901e9d4750970b-pi

3. Hafísdreifing í N-íshafi í 2012 vs 2003:

http://neven1.typepad.com/.a/6a0133f03a1e37970b01910492ff37970c-pi

4. Hafísdreifing í N-íshafi 2013 meira en 2012 og 2007:

http://neven1.typepad.com/.a/6a0133f03a1e37970b01901e9d22e6970b-pi

Ekki ber á öðru en að meirihátta afturkippur sé kominn í "snjóbræðsluna" ykkar skelfilegu í Norðurhöfum. Enn og aftur neitar náttúran að fara eftir skipunum kolefniskirkjunnar.

Hvenær ætlar þú svo að leggja af stað gangandi á Pólinn EHV? ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 17:04

37 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Brynjólfur

Ástæðan fyrir þessari dýfu ferilsins er væntanlega "bilun" í mæligögnum.

Sjáðu bláa flekkinn á þessari mynd og  skoðaðu líka myndina frá í gær sem hægt er að kalla fram vinstra megin:

http://ocean.dmi.dk/arctic/icedrift_anim/index.uk.php

Væntanlega verður þetta komið í lag á morgun.

Ágúst H Bjarnason, 14.8.2013 kl. 18:11

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svæðið kringum pólinn, stórt svæði, er eins og lýst er hér ofar. Myndast vakir hér og hvar o.s.frv.

Varðandi ísinn, þá er í raun um tvennskonar ís að ræða. Mjög gamlan ís. jökul má segja, en útfrá honum stórt svæði sjávaríss.

Það sem talað er um ma. vegna hlýnunar Jarðar af mannavöldum er, að ísinn þar norðurfrá sé alveg á mörkunum að vera á þeim punkti að hann gæti að mestu horfið í nokkra mánuði á ári amk.

Vegna þess eins og menn þekkja, að ef snjóstykki byrjar að bráðna þá er eins ef komið er yfir viss mörk taki barasta engan tíma fyrir snjóstykkið að hverfa að mestu.

Mér finnst samt líklegt að þetta gerist ekki fyrr en eftir 20-30 ár og hugsanega taki það lengri tíma. 40-50 ár. Með sama áframhaldi.

Það er misskilningur í Afneiturum þegar þeir tala oft um að eitthvað þurfi að gerast ,,allt í einu" og þá sé það á morgun.

það er legri tímakvarði í þessari umræðu en í daglegu lífi. 30-50 ár eru stuttur tími á mælikvarða hlýnunar jarðar af mannavöldum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.8.2013 kl. 18:30

39 identicon

Það er í sjálfu sér ágætis byrjun hjá kolefnisriddurum að viðurkenna að hafísinn á Norðurpólnum reki sundur, saman, sundur :) Þá er það líka lofandi að þeir virðast vera hérumbil tilbúnir að viðurkenna að myndir stórveldanna af kafbátum á lygnum sjó á Norðurpólnum eru að öllum líkindum staðfesting á að viðkomandi kafbátar hafi náð að "brjótast upp á yfirborðið" (eins og EHV orðar svo skemmtilega) á Norðurpólnum.

Allt er þetta liður í að opna augu alarmista fyrir furðum og víðáttum náttúrunnar, sem þeir virðast hafa takmarkaðan skilning á.

Nú sýna nýjustu gögn vísindamanna að ísbúskapur í Norðuhöfum hefur jafnað sig undraskjótt frá bræðslusumrinu 2012. Útbreiðsla hafíss er vel innan vikmarka og kínverska kaupskipainnrásin sem forseti vor og Suðurpólsfari, Ólafur sautjándi, hefur dreymt um og dásamað lætur á sér standa.

Að hætti scepticalscience.com er þó betra að veifa röngu tré en öngvu. EHV er umhugað um h a f í s þ y k k t i n a fyrst útbreiðslan reynist innan vikmarka.

Að vísu hef ég sýnt honum gögn sem sýna óyggjandi bætingu á þeim vettvangi líka, en hver ætli viðbrögð EVH verði ef ég segi honum nú að meðal ísþykktin þessa dagana sé svipuð og hún var árið 1940? Kemur hugsanlega undrunarsvipur á Esjumyndasmiðinn?

Það vill svo til að ég luma á gögnum sem sýna einmitt fram á þetta. Þau gögn tengjast upplýsingum sem ég birti hér að framan um þekkingu Rússa á Norður-íshafinu sem er auðvitað mun meiri en grunnhyggnir Goristar geta nokkurn tíma viðurkennt.

Rússneskir vísindamenn vita af 70 ára sveiflunni á Norðurslóðum og árið 1940 var u.þ.b. toppurinn á einni slíkri. En - bíddu - hvað eru mörg ár liðin frá 1940? :)

Gleymið CO2. Tvöföldun CO2 hefur álíka mikil áhrif á andrúmsloft jarðar og þegar EHV tekur sig til og hrækir úti á götu . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 20:14

40 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ja, hvað getur maður sagt? Fyrst maður sem hefur leynileg rússnesk gögn úr seinna stríði undir höndum og getur sýnt mönnum þau í laumi hefur valið Skepticalscience sem sinn höfuðóvin ... fátt hefur eflt trúverðuglega Skpeticalscience meira í seinni tíð.

Brynjólfur Þorvarðsson, 15.8.2013 kl. 05:56

41 identicon

Maður getur t.d. beðið um að fá að sjá gögnin BÞ . . . :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 07:45

42 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar: Hvaða gögn sýna að ísbúskapur í Norðurhöfum hafi jafnað sig undraskjótt?

Ef þú værir að rækta kartöflur í garðinum þínum og uppskeran hafi í gegnum tíðina verið milli 6 og 8 kíló. Smám saman hafi þó uppskeran minnkað (sveiflukennt þó) og í fyrra fékkstu eingöngu 3,5 kíló. Myndirðu segja að garðurinn væri búinn að jafna sig undraskjótt ef þú myndir síðan fá 4,5 kíló í ár? 

NSIDC_Zee-ijs_Extent_September ENG

Höskuldur Búi Jónsson, 15.8.2013 kl. 10:50

43 identicon

Höskuldur Búi, sá geðþekki maður, virðist dottinn í kartöfluræktina :)

Best að upplýsa HB aðeins um raunverulega aðferðafræði. Hvar hefst "dauðaferillinn" þinn - og hvar endar hann? Fæ ekki betur séð en að þú miðir við 1979 sem upphafspunkt og 2012 sem lokapunkt - ekki satt?

Hvað þykist þú geta sannað með svona blekkingum? Af hverju birtir þú ekki sama línurit með 2013 mælipunktinum? Af hverju birtir þú ekki heildaryfirlit yfir meintan ísbúskap í Norðurhöfum tímabilið 1870 - 2013?

Niðurstaðan er tær blekking, að engu hafandi - vísindalegt tómarúm.

Og svo spyr HB: "Hilmar: Hvaða gögn sýna að ísbúskapur í Norðurhöfum hafi jafnað sig undraskjótt?"(sic)

Vinsamlegast byrjaðu nú á því að kynna þér athugasemdir mínar hér að ofan HB: L e s t u þær yfir og skoðaðu t e n g l a n a á vísindalegar niðurstöður og mæligögn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 14:29

44 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hilmar: Þessi ferill sýnir mæliniðurstöður fyrir september ár hvert frá 1979 frá NSIDC. Í fyrri athugasemd minni má sjá ferilinn aftur til 1870, þannig að það er óþarfi hjá þér að kvarta yfir að ég birti ekki heildaryfirlit - dauðaferillinn sést þar greinilega. Bráðnunin í ár er ekki búin (lýkur í september) og því er ekki kominn mælipunktur fyrir 2013 - eins og þú ættir að vita ef þú fylgdist eitthvað með þessum málum.

Ég hefði svo sem getað sagt mér að ég þyrfti að útskýra þetta nokkuð vel fyrir þér - þú sem virðist ekki skilja hver munurinn er á hafís norðurskautsins og jöklum (sjá athugasemdir hér) - en ég hef ekki tíma og legg til að þú lesir færslur Emils um hafís, undanfarin ár.

Höskuldur Búi Jónsson, 15.8.2013 kl. 14:56

45 identicon

Skemmtileg ad hoc röksemdafærsla hjá HBJ í sönnum anda scepticalscience.com - og auðvitað glittir svo í straw man líka :)

Það virðist þurfa lítið til að plata grunlausa íslenska vísindamenn þessa stundina, smbr. vísindatímaritið Jökul, rit jöklarannsóknarfélags Íslands. HBJ virðist ganga út frá því að það sé ennþá auðveldara að plata sauðsvartan íslenskan almúgann, eins og vinur hans og andfætlingur John Cook hefur praktíserað í Ástralíu.

En á sama hátt og Ástralar hafa afneitað JuLIAR Gillard og kolefnisskattinum hennar þá sjá Íslendingar að sjálfsögðu í gegnum kolefniskjaftæðið:

Ánægjulegar fréttir: Hafísútbreiðsla í Norður-íshafi vel innan vikmarka 1981 - 2010 meðaltalsins: http://nsidc.org/arcticseaicenews/

Efasemdarmaðurinn EHV virðist a.m.k. ekki þurfa að efast um stórmerkileg batamerki á ísbúskap í Norður- íshafinu:

1. Hafísdreifing í N-íshafi í júlí 2005 - 2013: http://neven1.typepad.com/.a/6a0133f03a1e37970b0191049326f8970c-pi

2. Hafísdreifing í N-íshafi í ágúst 2005 - 2013:

http://neven1.typepad.com/.a/6a0133f03a1e37970b01901e9d4750970b-pi

3. Hafísdreifing í N-íshafi í 2012 vs 2013:

http://neven1.typepad.com/.a/6a0133f03a1e37970b01910492ff37970c-pi

4. Hafísdreifing í N-íshafi 2013 meiri en 2012 og 2007:

http://neven1.typepad.com/.a/6a0133f03a1e37970b01901e9d22e6970b-pi

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 16:09

46 identicon

Kíktu á þennan link HBJ áður en þú sleppir þér alveg í dauðaferlunum þínum ;)

http://www.ijis.iarc.uaf.edu/en/home/seaice_extent.htm

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 16:16

47 identicon

Er hlýskeið á enda ? - Klyashtorin's forecasts are Right On Track ! http://iceagenow.info/2013/08/unprecedented-july-cold-arctic-sees-shortest-summer-record/

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 16:54

48 identicon

Klyashtorin's forecasts are Right On Track - Rússneskir vísindamenn vita af 70 ára sveiflunni á Norðurslóðum: https://dl.dropboxusercontent.com/u/59135553/Klyashtorin-Cyclic%20Climate%20Fluctuat.slides.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 17:24

49 identicon

Þakkir fyrir þarft og gott innlegg HJ. Vil nota tækifærið og benda á áhugaverða vísindagrein um málefni Norður-íshafsins sem birtist í febrúarhefti Journal of Climate: "Anomalies and Trends of Sea-Ice Extent and Atmospheric Circulation in the Nordic Seas during the Period 1864–1998" eftir Torgny Vinje.

(http://journals.ametsoc.org/doi/full/10.1175/1520-0442(2001)014%3C0255%3AAATOSI%3E2.0.CO%3B2)

Abstract:

"The extent of ice in the Nordic Seas measured in April has decreased by 33% over the past 135 yr. Retrospective comparison indicates that the recent decrease in the ice extent is within the range of variability observed since the eighteenth century. Temporal, monotonically reduced extreme events occur with intervals of 12–14 yr, suggesting that series longer than 30 yr should be considered to obtain statistical significance regarding temporal changes. Otherwise, decadal temperature variation is also found in the northbound warmer ocean currents.

The temperature in the upper layers of these currents seems moreover to have increased by the order of 1°C since the cooling during the Little Ice Age. This temperature increase accounts for most of the ice extent reduction since 1860. A strong negative correlation is found between the larger North Atlantic oscillation (NAO) winter index and the Nordic Seas April ice extent, and a corresponding positive correlation is observed for the Newfoundland–Labrador Sea. It is not until the warming of the Arctic, 1905–30, that the NAO winter index shows repeated positive values over a number of sequential years, corresponding to repeated northward fluxes of warmer air over the Nordic Seas during the winter.

An analog repetition of southward fluxes of colder air during wintertime occurs during the cooling period in the 1960s. Concurrently, the temperature in the ocean surface layers was lower than normal during the warming event and higher than normal during the cooling event. Northward atmospheric winter fluxes are observed after the enhanced global warming after 1970, and, for the first time over the period considered, a positive correlation is observed between atmospheric and oceanic reducing effects on the ice extent. The enhanced global warming over the past two decades seems also to be manifest in an intensified winter circulation at higher latitudes, rather than a contemporary change in the Arctic Ocean surface temperature."

Í þessari grein er það ítrekað að minnkandi útbreiðsla hafíss á norðurslóðum á síðustu 150 árum tengist á engan hátt meintri hnatthlýnun af mannavöldum. Hér er um langtímaáhrif hlýrra hafstrauma úr Atlantshafi og Kyrrahafi í Norður- Íshafið að ræða. Engin mælanleg aukning lofthita hefur átt sér stað.

Enn og aftur eru alarmistar staðnir að grófum vísindafölsunum og söguburði í þágu aflátssölu á kolefniskvótum og kolefnisskatta á jarðefnaeldsneyti. Jarðarbúar mega blæða fyrir bullið.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 18:34

50 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, ég hef alltaf verið opinn fyrir gagnrökum og ég hef kíkt á þessa linka þína og lesið síðustu færslu. Ég verð að segja að mér sýnist þú hafa misskilið þetta allt mjög svo illilega.

Hlekkur þinn við glærusýningu Arctic Sea-Ice Monitor hefði sómt sér vel hjá Skepticalscience, glærusýningin sýnir vel hnattræna hlýnun og áhrif hennar á bráðnun íss á norðurslóðum.

Færsla þín hér á undan (frá 18:34) vitnar í samantekt á ensku úr vísindagrein. Samantektin nefnir áratugasveiflur sem eru vel þekktar og nefnir einnig vel þekkta hlýnun fram til c.a. 1930. Samantektin nefnir líka að eftir 1970 hafi ástandið breyst verulega og staðfestir vel hina afbrigðilega hlýnun sem orðið hefur síðustu tvo áratugi.

Það sem virðist rugla þig í ríminu er setningin "The enhanced global warming over the past two decades seems also to be manifest in an intensified winter circulation at higher latitudes, rather than a contemporary change in the Arctic Ocean surface temperature." Þetta er ekki auðskilið, en inntakið er að hin aukna hnattræna hlýnun undanfarna tvo áratugi hafi birst í aukinni virkni vetrarstrauma frekar en breytingum á hitastigi yfirborðsvatns í Íshafinu. Sem sagt, aukin hnattræn hlýnun veldur breytingum að vetri til. Þessar breytingar birtast ekki í aukningu á meðalhita yfirborðssjávar að vetri til, heldur í aukinni virkni sjávarstrauma að vetri til. Kannski er það rétt, kannski ekki. En eru þetta rök gegn hnattrænni hlýnun, gegn því að við mannkynið séum orsakavaldurinn? Ekki sé ég það.

Hnattræn hlýnun hófst fyrir rúmum hundrað árum, og hennar gætti greinilega fram til c.a. 1930 - 1940. Eftir það dróg úr henni í nærri hálfa öld, fyrst og fremst vegna brennisteinsmengunar. Fólk á mínum aldri (og eldri) muna kannski að aðal áhyggjefni náttúruverndarmanna á 7. og 8. áratugnum var súrt regn. Skógar Evrasíu og N-Ameríku voru að deyja vegna súrs regns, ein af afleiðingum brennisteinsmengunar. Samstillt átak til hreinsunar eldsneytis, einkum dísilolíu og í tengslum við kolabrennslu, varð til þess að brennisteinsmengun hvarf að mestu.

Sem unglingur ferðaðist ég um Miðjarðarhafslönd og tók vel eftir því að aldrei sást til sólar vegna misturs. Það er eitt einkenni brennisteinsmengunar, kældandi mistur leggst yfir (eins og gerist reyndar enn á sumum svæðum í Indónesíu og Kína þar sem men brenna kol með háu brennisteinsinnihaldi). Núna er þetta mistur horfið frá N-Ameríku, Evrópu, Rússlandi og svæðunum í kring (m.a. Norður-Íshafi). Hin hnattræna hlýnun tók enda við sér og á 9. og einkum 10. áratugnum jókst hitinn mjög hratt, og eykst enn núna á 1. áratug 21. aldar.

Hilmar, þú ert vissulega mjög áhugasamur og haldinn miklum baráttumóð. En þú ættir kannski að reyna að læra ensku aðeins betur, og kannski kynna þér eitthvað vísindalega aðferðarfræði. Tug ef ekki hundruðir þúsunda vísindamanna vinna stanslaust að veðurfarsvísindun. Nokkrir fáir þeirra berjast gegn hinni viðteknu skoðun að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. Það er af hinu besta. En þeir eru samt allir stanslaust að og ein og ein vísindagrein sem virðist segja það sem þú vilt að hún segi er ekki nóg til að staðfesta þitt sjónarmið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 15.8.2013 kl. 21:04

51 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir gott blogg, Emila og takk fyrir góða færslu, Brynjólfur.

Hörður Þórðarson, 15.8.2013 kl. 21:42

52 Smámynd: Hörður Þórðarson

Afsakið, þetta átti auðvitað að vera Emil.

Hörður Þórðarson, 15.8.2013 kl. 21:42

53 identicon

Nú ríða kolefnisriddararnir hart um héruð :) Brynjólfur Þorvarðarson, stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík 1981 og með BSc úr Háskólanum í Edinborg 1989, búsettur í Álaborg og starfar þar sem forritari, kýs að senda mér línu.

Að hætti innvígðra talar BÞ til mín ofan úr háloftunum og röddin er bæði ávítandi og föðurleg: "Þú ættir kannski að reyna að læra ensku aðeins betur, og kannski kynna þér eitthvað vísindalega aðferðarfræði", mælir forritarinn og svo kemur gamla Gore-tuggan um "scientific consensus" í loftslagsvísindum. Af því að pólitískt styrktir "vísindamenn" halda því fram að CO2 sé spilliefni þá er það rangt að hafa aðra skoðun!

Ég þarf ekki að líta upp til þín BÞ hvað menntun áhrærir og er bara þokkalega sáttur við mína enskukunnáttu :) Eins virðist eggið vera að kenna hænunni hvað aldurinn varðar. Það er hins vegar ákaflega barnalegt BÞ og lítt í takt við vísindi og menntun að klifra upp á fræðilegan rugguhest til að tala niður til manna. Hátt hreykir nefnilega heimskur sér, hvort sem er á Íslandi eða úti í Álaborg.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 22:40

54 identicon

Enskusnillingurinn BÞ brillerar: "Þetta er ekki auðskilið, en inntakið er að hin aukna hnattræna hlýnun undanfarna tvo áratugi hafi birst í aukinni virkni vetrarstrauma frekar en breytingum á hitastigi yfirborðsvatns í Íshafinu."

Rétt þýðing er auðvitað:

"Aukin hnattræn hlýnun síðustu tveggja áratuga virðist líka birtast í auknum háloftavindum í efri lögum andrúmsloftsins að vetrarlagi, frekar en tímabundinni breytingu yfirborðshita í Norður-íshafinu."

Nei, enskan er greinilega ekki auðskilin BÞ! . . . :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2013 kl. 22:55

55 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sælir aftur. Ég hef ekki verið að skipta mér af síðustu umræðum hér en fylgist þó með. Ágætt að leyfa mönnum bara að tjá sig í friði. Hér koma þó smá hugleiðingar.

Það er staðreynd að útbreiðsla íssin verður meiri en í fyrra og líklega nokkurra síðustu ára einnig. Eins og ég segi í bloggfærslunni þá hefur verið mikið um lægðir yfir Norður-Íshafinu sem valda kuldum á svæðinu og sólarleysi sem auðvitað hefur sín áhrif. Bræðslutíminn fór líka seint af stað í vor og gæti endað snemma. Kuldinn á norðurslóðum hefur þó ekki verið dæmigerður fyrir Norðurhvelið í sumar enda höfum við fengið fréttir af hitabylgjum beggja vegna Atlantshafsins, nú síðast alla leið austur í Kína og Japan. Einnig var hlýtt á stöðum sem minna fréttist af eins og í Síberíu og Norður-Kanada – það er helst að við hér á Suðvesturlandi höfum farið á mis við hlýindin, nema við séum í sama takti og Norðurheimskautið samanber þrálátari Esjuskafla en mörg síðustu sumur. Hlýindi meginlandanna hafa heldur ekki leitað mikið norður í Íshaf og það segir sitt en á móti kemur að kuldinn hefur ekki leitað mikið suður. Norður-Íshafið hefur því eiginlega verið í sínum eigin kuldaheimi og lítið blandað geði við loftslagið sunnar.

Ástandið á sjálfum Norðurpólnum (90°N) er bágborið núna enda ísinn þar mjög gisinn vegna lægðargangsins. Kafbátar geta því bara flotið upp í rólegheitum og menn gætu næstum farið þangað í skemmtisiglingar ef þeir nenna að krækja fyrir jakabreiður. Vissara fyrir göngumenn að vera í góðum flotgalla. Hvort hægt verði að tala um alvöru íslaust svæði kringum norðurpólinn í lok sumars verður bara að koma í ljós, svæðið getur hinsvegar frosið fljótlega í september. Norðurpóllin er þó auðvitað bara hver annar staður og mun þéttari og þykkari ís er að finna norður af Grænlandi og Kanada enda er talið að þar muni ísinn hverfa síðast í framtíðinni ef hann hverfur yfirleitt.

Eitt kalt sumar á Norður-Íshafi dugar ekki til að bæta fyrir alla þá rúmmálsminnkun sem orðið hefur á síðustu árum. Ef þau koma nokkur í röð gæti ísinn þó jafnað sig talsvert. Að sama skapi hefði mikið séð á ísnum ef aðstæður sumarsins í fyrra hefðu endurtekið sig en nokkur slík sumar í röð gætu gert út af við sumarísinn. Við getum því ekkert sagt til um hvenær ísinn hverfur að sumarlagi. Það gæti gerst eftir nokkur ár, nokkra áratugi eða löngu síðar. 70 ára sveiflan er nokkuð sem menn spá í. Spurning hvað er hægt að treysta henni í framtíðinni þótt hún hafi verið nokkuð skýr síðustu 100-150 ár. Hvert hlutfallið er milli náttúrulegra sveiflna og manngerðrar hlýnunnar er lítið hægt að segja til um og þeir sem þykjast vera vissir eru alls ekki sammála. Sumir tala svo um sveiflur í brennisteinsmengun sem í samræmi við IPPC-skýrslur, aðrir um sólina. Ég er helst á því að horfa þurfi til úthafanna varðandi áratugasveiflur í loftslagi.

En nú er ég að fara í smá leiðangur norður á bóginn (e. Higher latitude) en þó ekki á Norðurpólinn. Ef ég lifi það af mun ég væntanlega koma með eitthvað meira hafístengt, t.d. þegar lágmarkið liggur fyrir.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.8.2013 kl. 23:31

56 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Og takk fyrir Hörður. Ágætt að fá komment frá veðurfræðingi á suðurhveli.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.8.2013 kl. 23:39

57 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Takk fyrir hrósið, Hörður, ég tek undir með þér að Emil bloggar vel og svo svarar hann af einstakri stillingu!

Hilmar, þú verður að afsaka ef ég hef eitthvað misskilið þig. Mér sýnist þú halda því fram að það sé engin hnattræn hlýnun, að CO2 valdi ekki hlýnun, að Norðurpóllinn sé núna í 70 ára sveiflu og hafi verið jafn íslaus um 1940 og núna.

Þú leggur fram gögn sem eiga að styðja mál þitt, en ég sé ekki betur en því sé öfugt farið: Þau gögn sem þú leggur fram segja skýrt að mikil hnattræn hlýnun eigi sér stað og ástandið núna sé mjög óvenjulegt. Ég hef ekki séð nein gögn frá þér varðandi áhrifa CO2.

Nú vandast málið. Fyrstu þú heldur einu fram, gögnin styðja eitthvað allt annað, er það þá vegna vankunnáttu eða misskilnings? Mér finnst alls ekki að þú egir að skipta um skoðun, en þú þarft að finna mun betri rök máli þínu til stuðnings, og helst kannski einhverjar viðeigandi heimildir.

Aðrir en þú hafa haldið fram sömu skoðunum og stutt mál sitt með betri rökum og haldbærari gögnum. Haltu endilega áfram að grúska í veðurfarsmálum!

Brynjólfur Þorvarðsson, 16.8.2013 kl. 06:06

58 identicon

Sæll EHV og þakkir fyrir hugleiðinguna. Allt er það auðvitað bæði satt og rétt hjá þér að hafísútbreiðsla verður meiri en í fyrra og líklega nokkurra síðustu ára einnig, enda þykist ég hafa sýnt þér vísindaleg gögn sem staðfesta það. Þú virðist þó skáskjóta þér fram hjá þeirri staðreynd að ísþykktin er líka að aukast verulega.

Síðan tekur því miður kolefnissteypa við: "Kuldinn á norðurslóðum hefur þó ekki verið dæmigerður fyrir Norðurhvelið í sumar enda höfum við fengið fréttir..."(sic) Kuldinn á norðurslóðum er auðvitað sá sami og verið hefur um langa tíð - óháð meintri manngerðri hnatthlýnun.

Enn og aftur vísa ég til þess að hlýir hafstraumar hafa hitað Norður-íshafið um 1°C á löööööööööngum tíma (150 árum) og brætt hafísinn smám saman. Lofthiti við yfirborð Norður-íshafsins hefur nákvæmlega ekkert hækkað á tímum meintrar hnatthlýnunar af mannavöldum, þrátt fyrir þrálátan áróður scepticalscience.com.

Síðan er eins og brái aftur af EHV og hann virðist tilbúinn að samþykkja tilvist fjölmargra kafbáta á yfirborði Norðuskautsins síðustu 50 ár. Nú er Norðurpóllinn réttilega orðinn eins og hver annar staður á jörðinni.

Einnig er ánægjulegt að EHV virðist átta sig á þeirri staðreynd að: "Við getum því ekkert sagt til um hvenær ísinn hverfur að sumarlagi. Það gæti gerst eftir nokkur ár, nokkra áratugi eða löngu síðar." Skyldi Höskuldur Búi vera tilbúinn að viðurkenna þessa opinberun EHV? Og hvaða gullnu ráðleggingar um byggingu uppskipunarhafna fyrir kínverskar heimskautagaleiður skyldi Ólafur sautjándi nú luma á til handa USA? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 16:32

59 identicon

Ágæti BÞ, það er ekkert að afsaka. Það er mannlegt að skjátlast.

Vinsamlegast athugaðu að ég viðurkenni að sjálfsögðu að loftslag hlýnaði á árunum 1995 - 1998, en að sama skapi hafa hlýindin staðið í stað sl. 15 ár. Við búum m.ö.o. ekki við hnattræna hlýnun í dag heldur stöðug hnattræn hlýindi.

Aukið magn CO2 í andrúmslofti veldur að sjálfsögðu ekki hnatthlýnun - náttúran sjálf hefur séð um að afsanna þá tilgátu.

Norðurpóllinn virðist bara þrífast bærilega (sjá opinberun EHV hér að ofan). Meint hnattræn hlýnun af mannavöldum fyrirfinnst hvorki í Norður- né Suðurhöfum.

Speglasjónir þínar um meintan gagnaskort og rökstuðning verður þú að sjálfsögðu að eiga við sjálfan þig. Það er bara fyndið þegar þú fullyrðir út í himinblámann að þú hafir ekki séð nein gögn frá mér varðandi áhrifaleysi CO2 - reyndu bara að googla það maður! Ertu ekki forritari?

Þú býrð þér m.ö.o. til forsendur fyrir því að málið sé eitthvað að "vandast" og fabúlerar svo út frá þeim gefnu forsendum eins og enginn sé morgundagurinn - að hætti bullaranna hjá scepticalscience.com. Svona hundalogik er einfaldlega ekki svaraverð.

Mundu samt, BÞ, að aðrir en þú hafa haldið fram sömu kolefnisskoðunum og stutt mál sitt með betri rökum og haldbærari gögnum. Haltu svo endilega áfram að grúska í forritun! . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 17:37

60 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fróðlegur pistill að vanda Emil - takk fyrir. Ýmsar góðar athugasemdir líka, þó sumir vaði villu afneitunar eins og stundum vill verða - ekkert nýtt í því í sjálfu sér. Afneitun vísinda og vísindalegra gagna þykir sjálfsagt mál hjá sumum, sem telja líka að rökleysur, orðhengilsháttur og persónulegar árásir séu hluti leiksins...

Staðreynd málsins er sú að hafísinn er að minnka vegna hlýnandi loftslags vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og breytinga í landnotkun, hvoru tveggja af manna völdum að sjálfsögðu. Þetta eru einfaldar staðreyndir, hvað sem gerist varðandi hafísinn í ár - náttúrulegar sveiflur í hafísþekjunni eru nú sem áður staðreynd sem mun hafa áhrif frá ári til árs. Þessar sveiflur munu halda áfram þó svo að leitnin sé öllum ljós sem það vilja sjá - hafísinn er smám saman að bráðna vegna hlýnunar (sjá m.a. fróðleg línurit frá Höskuldi í athugsemdum hér). Ég ætla mér ekki að reyna að spá í hvenær hafísinn hverfur af Norðurpólnum við árlegt lágmark í september, en ég tel þó líklegt að það verði á fyrri helming þessarar aldar - jafnvel innan eins eða tveggja áratuga eða svo.

Ég er sannfærður um að afneitarar vísinda og vísindalegra gagna munu með orðhengilshætti, rökleysum og persónulegum árásum reyna að búa til "rök" um hvernig það hljóti að vera náttúrulegt ástand að hafísinn verði horfinn og afneiti þar með raunveruleikanum þegar þar að kemur - það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum, enda margir til sem afneita staðreyndum varðandi núverandi hlýnun af mannavöldum (sjá til dæmis athugasemdir og fabúleringar Hilmars Hafsteinssonar við þessa færslu og fleiri hér í bloggheimum).

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.8.2013 kl. 23:12

61 identicon

Óborganlegt innlegg hjá stjörnukolefnisriddaranum Svatla :)

Þessi mikli vísindamaður og mannkynslausnari er aldeilis með framtíðina á hreinu: "Staðreynd málsins er sú að hafísinn er að minnka vegna hlýnandi loftslags vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og breytinga í landnotkun, hvoru tveggja af manna völdum að sjálfsögðu." :D

Skoðum þetta gullkorn aðeins nánar:

1. Hafís í Norður-íshafi hefur verið á undanhaldi í 150 ár vegna hlýsjávarstrauma úr Atlantshafi og Kyrrahafi sem hafa valdið 1°C hlýnun. Hitastig við yfirborð sjávar hefur ekkert hækkað.

2. Losun gróðurhúsalofttegunda veldur ekki hlýnandi loftslagi. Hnatthiti hefur verið stöðugur sl. 15 ár!

Svatla er auðvitað vorkunn því að hann er annar ritstjóra loftslag.is sem þýðir bullið úr scepticalscience.com. Auðvitað slær kolefnishatarann þann varnagla að einhverjir muni verða til að tæta rökleysuna hjá honum í sig - skárra væri það nú :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 00:40

62 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það var ekki á öðru von, en meiru af orðhengilshætti, rökleysum og persónulegum árásum frá vini vorum Hilmari...ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum nú sem fyrr...

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.8.2013 kl. 00:21

63 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kominn aftur suður. Ég gæti sagt hér ýmislegt en vil þó árétta að ég hef aldrei efast um að kafbátar hafi komið að Norðurpólnum. En eins og ég hef áður sagt þá er íslaus Norðurpóll ekki forsenda fyrir því að kafbátar komist þangað enda var eitt af markmiðunum með smíði þessara kjarnorkukafbáta að þeir gætu siglt og haldið fyrir undir ísnum í langan tíma og komist upp á yfirborð í gegnum ís eða vakir á ísbreiðunni.

En myndir og myndatextar geta verið villandi og þessi fullyrðing Hilmars, sem kom kafbátaumræðunni af stað, er ekki rétt:

"Reyndar ekki svo ýkjalangt síðan KH. Norðurpóllinn var íslaus 1958 og 1959"

(Hilmar Hafsteinsson 13.8.2013 kl. 21:41).

Emil Hannes Valgeirsson, 19.8.2013 kl. 13:19

64 identicon

Talandi um "afneitunarsinna" EHV. :)

Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð. Ég vísa bara í fjölmargar myndir af kafbátum - á mismunandi tímum - fljótandi á Norður-íshafinu á íslausum Norðupól.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 06:46

65 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vök á ís við norðurpólinn er ekki sama og íslaus Norðurpóll og ég ítreka að eftirfarandi fullyrðing á ekki við nein rök að styðjast:

"Reyndar ekki svo ýkjalangt síðan KH. Norðurpóllinn var íslaus 1958 og 1959"

Emil Hannes Valgeirsson, 20.8.2013 kl. 08:35

66 identicon

Allt í góðu EHV. Tunglið er ostbiti og sala aflátsbréfa um heim allan er nauðsynleg til að stöðva "hnatthlýnun af manna völdum" :D

http://en.wikipedia.org/wiki/USS_Skate_(SSN-578)

http://www.nbcnews.com/video/icue/29901154#29901154

http://www.todmordenlist.com/forum/viewtopic.php?id=332

http://forum.woodenboat.com/showthread.php?96009-Climate-Change-Science-NOT-Settled/page4

http://www.armchairgeneral.com/forums/showthread.php?t=77013

http://www.newworldencyclopedia.org/entry/North_Pole

http://www.whaleoil.co.nz/tag/chris-rea/#axzz2cWaUW63V

Fyrir 73 árum síðan: Townsville Daily Bulletin (Qld. : 1885 - 1954) (about) Previous issueFriday 22 February 1940: "Is it getting warmer at the North Pole?: (http://trove.nla.gov.au/ndp/del/article/62428921?searchTerm=ice%20free%20arctic&searchLimits=exactPhrase|||anyWords|||notWords|||l-textSearchScope=*ignore*|*ignore*|||fromdd|||frommm|||fromyyyy|||todd|||tomm|||toyyyy|||l-word=*ignore*|*ignore*|||sortby)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 16:58

67 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

OK. Höldum áfram að tala um 1958 og 1959.

Í ágúst 1958 sigldi USS Skate undir Norðurheimskautsísinn og kom upp á 9 stöðum en ekki á sjálfum Norðurpólnum enda var ísinn þar of þykkur. Stuttu áður hafði Nautilius komist á pólinn undir ísnum fyrstur kafbáta. Mynd af USS Skate fljótandi frá 1958 er því ekki tekin á pólnum sjálfum.
Í mars 1959 fór USS Skate í aðra ferð og tókst þá að komast upp á yfirborð á Norðurpólnum fyrstur kafbáta. Það var mögulegt vegna þess að sprunga hafði áður myndast þar á ísnum og ísinn innan hennar ekki nema um 2ja feta þykkur.

http://en.wikipedia.org/wiki/USS_Skate_(SSN-578) :
On 30 July [1958], Skate steamed to the Arctic where she operated under the ice for 10 days. … became the second sea ship to reach the North Pole ... She did, however, not surface at the North Pole.

http://en.wikipedia.org/wiki/James_F._Calvert :
Although Skate first surfaced at the pole on March 17, 1959, Skate first went under the North Pole on August 11, 1958. In 1958 Skate was able to surface in the Arctic, but was unable to surface at the pole itself due to the thickness of the ice
Skate became the first submarine to surface through the ice when it reached the North Pole on March 17, 1959. Mynd: http://navsource.org/archives/08/575/0857824.jpg

Semsagt. Eftirfarandi fullyrðing á ekki við nein rök að styðjast:
"Reyndar ekki svo ýkjalangt síðan KH. Norðurpóllinn var íslaus 1958 og 1959" (HH)

Emil Hannes Valgeirsson, 20.8.2013 kl. 21:41

68 identicon

Kirsuberjatínslan á fullu hjá þér Emil minn :)

Í ágúst 1958 kom USS Skate upp á yfirborð Norður-íshafsins í grennd við Norðurpólinn níu (9) sinnum og síðan gerist það v e t u r i n n 1959 að USS Skate kom upp á yfirborðið á Norðurpólnum - og niðurstaða pólfarans EHV er: Þetta gerðist bara alls ekki! . . . :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 00:09

69 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Niðurstaða "pólfarans" EHV er: Ekkert bendir til þess að Norðurpóllinn hafi verið íslaus 1958 og 1959.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.8.2013 kl. 00:22

70 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil; það eru allar líkur á að Hilmar hvorki skilji né hafi nokkurn vilja til að skilja að hann hefur rangt fyrir sér, hvað þá að hann skilji mótrök sem eiga við rök að styðjast og gera fullyrðingar hans einskis verðu bulli - það er ekkert nýtt í þeim efnum hjá honum blessuðum. Ef lesskilningur hans væri meiri, þá myndi hann væntanlega skilja að hann hefur fyrir löngu tapað umræðunni...

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.8.2013 kl. 01:31

71 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þar sem Hilmar hefur oftar en ekki fjallað um mig og mínar athugasemdir á frekar niðrandi hátt (get nefnt fleiri dæmi en birtast hér hjá Emil), þá finnst mér í lagi að lýsa fyrir ykkur hvernig mér sýnist Hilmar virka.

Áður sá maður bara athugasemdir frá honum þegar það var að kólna (t.d. á haustin, eftir hlýindakafla á veturna eða óvenjukalda daga á vori og sumri). Það er vonlaust að útskýra fyrir honum að svona sveiflur geti verið eðlilegar og í samræmi við þær hnattrænu breytingar sem eru í gangi. Undanfarið hefur hann þó reynt að koma meira inn í umræðuna og þá á einhverjum vísindalegum grunni. Sá grunnur er þó ekki sterkari en svo að hann ruglar saman jöklum og hafís eða eins og nú að hann skilur ekki að það geta myndast vakir í ís þó ekki sé hlýtt.

Þetta er orðin ákveðin taktík hjá Hilmari - hann kemur með fullyrðingu sem stenst ekki skoðun (líklega óviljandi). Oft vísar hann í einhverjar upplýsingar sem sýna eitthvað allt annað en hann fullyrðir um (oft skilningsleysi). Ef einhver sýnir fram á að hann hafi rangt fyrir sér, þá heldur hann bara áfram að fullyrða út í loftið (af heift og þrjósku) - stundum hættir hann að vilja ræða það og snýr sér að einhverju öðru (skiptir um umræðuefni). Fyrir rest þá gefst samt hver normal maður upp við að leiðrétta vitleysuna í honum og þá hrósar Hilmar einhverjum ímynduðum sigri

Höskuldur Búi Jónsson, 22.8.2013 kl. 09:40

72 identicon

Fyrst örstutt gleðitíðindi fyrir áhyggjufulla heimilisveðurfræðinga með krónískt óðahlýnunarblæti: Útbreiðsla hafíss á norðurslóðum virðist í góðum farvegi. Samkvæmt nýjustu gögnum (http://nsidc.org/arcticseaicenews/files/2013/08/Figure21.png) er útbreiðslan vel innan vikmarka 1981 - 2010 meðaltalsins.Úbreiðslan virðist mun meiri en 2011 og 2012 og toppar 2008 og 2010.

Á sama tíma berast fréttir sunnan úr Suður-íshafinu um met útbreiðslu hafíss (http://nsidc.org/arcticseaicenews/files/2013/08/Figure61.png). Hafísbúskapur heimshafanna virðist því vera í verulegri sókn - þvert á spár eldfjallafræðingsins ógleymanlega (http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1167977/) og hæversku leikmannanna hjá loftslag.is/scepticalscience.com. :)

Í annan stað þetta: Ég gef lítið fyrir niðurstöður gestapenna loftslag.is:

Er hafísinn á hverfanda hveli?(2009)

Íshafsbráðnun og siglingaleiðir (2010)

Síðbúið vetrarhámark hafíssins á norðurhveli (2010)

Bræðsluvertíðarlok á Norður-Íshafinu (2011)

Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum (2012)

Þeir sem daðra við gervivísindi Al Gore dæma sig einfaldlega úr leik í umræðunni.

Og þá að veraldarvefurum kolefniskeisarans Al Gore: Eini munurinn á ykkur og bandaríska multi-millanum er að hann hefur verið dæmdur fyrir lygar í loftslagsmálum en þið ekki. Þar með er að sjálfsögðu ekki sagt að móður jörð eigi ekki eftir að varpa ljósi á bullið í ykkur. ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 16:56

73 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Höskuldur: Hilmar fer hefðbundnar leiðir þeirra sem afneita loftslagsvísindum - ekkert nýtt í því í sjálfu sér. Hann hefur, eins og þú réttilega bendir á, verið að færast aðeins í aukana með hinni óvísindalegu nálgun og athugasemdum út og suður sem eyðileggja alla vitiborna umræðu hér í netheimum.

Það er langt síðan að ég til að mynd skrifaði um aðferðafræði afneitunar. Ég hafði Hilmar ekki í huga, en hann fylgir ferlinu nokkuð vel eftir eins og margir aðrir fylgjendur vísindalegrar afneitunar. Í eftirfarandi færslu - Efasemdir eða afneitun - má finna eftirfarandi texta:

Það má hugsanlega færa rök fyrir því að efasemdarmenn eða efahyggja nái hugsanlega ekki nógu vel að skilgreina þá sem afneita vísindunum. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:

1. Samsæriskenningar

2. Sérvalin gögn (e. cherry-picking)

3. Fals sérfræðingar

4. Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)

5. Almennar rökleysur

Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem búið er að hrekja. Þetta eru atriði sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar umræðan um loftslagsmál er skoðuð. Erfitt að sitja frammi fyrir því að þurfa að margendurtaka sömu hlutina, þar sem rökin virðast ekki komast til skila, þ.e. sömu falsanir, sérvöldu gögnin, samsæriskenningar, o.s.frv. koma aftur upp í umræðunni. [...] Innantómt málskrúð sem oft einkennir umræðuna, virðist til þess fallið að draga athyglina frá því sem vísindin hafa um málið að segja.

Hilmar hefur verið duglegur á þessum brautum.

Mig langar að benda á grein úr tölublaði NewScientist, sem nefnist, Lifað í afneitun: Þegar efasemdarmaður er ekki efasemdarmaður (e. Living in denial: When a sceptic isn’t a sceptic). Í þessari grein er munurinn á efasemdarmönnum og afneitunarsinnum skoðaður. Greinin er skrifuð af Michael Shermer þar stendur meðal annars, í lauslegri þýðingu:

Hver er munurinn á efasemdarmanni og afneitunarsinna? Þegar ég kalla sjálfan mig efasemdarmann, þá á ég við að ég noti vísindalega nálgun til að leggja mat á rökin. T.d. mun efasemdamaður um loftslagsmál, skoða hverja staðhæfingu fyrir sig og varfærnislega skoða rökin og er tilbúinn að fylgja staðreyndunum þangað sem þær leiða hann.

Sá sem afneitar loftslagsvísindunum, er með fyrirfram ákveðnar skoðanir og fer í gegnum gögnin með notkun “hlutdrægrar staðfestingar” – sem er hneigðin til að leita að og finna gögn sem staðfesta fyrirfram ákveðnar skoðanir og vísa öðru á bug.

Jamm, ekkert nýtt úr heimi afneitunarinnar - enda fjallar afneitun vísinda ekki um gögn heldur tóman tilbúning og útúrsnúninga.

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.8.2013 kl. 17:55

74 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jamm og jæja, en ég þakka Hilmari fyrir að benda mér á gögn um ísinn á norðurhveli sem sýna svo til það sama og kemur fram í línuritinu með bloggfærslunni. Annars bjarga ég mér ágætlage sjálfur um upplýsingar hvort sem um er að ræða suður eða norðurpól.

Tek hér svo nokkur atriði úr nýjustu fréttum frá NSIDC 19. ágúst:

"However, satellite data show extensive low-concentration areas within the ice cover, which appear to have developed in response to the frequent passage of storm systems. These weather patterns also result in lower-than-average air temperatures over the Arctic. …  This is likely in part a result of the dispersive effect of low-pressure systems that have migrated across the central Arctic over the past month. …  The tendency towards a more open pack, with large areas of open water between ice floes, has increased in the past decade as the ice cover has thinned, as well as a tendency for formation of large polynyas"
Ég get nú ekki sagt annað en að þetta rími ágætlega við skilaboðin í sjálfri bloggfærslunni enda er þetta bloggsíða þar sem fátt er um lygar og bullið langt undir vikmörkum. Þakka samt allar athugasemdir.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.8.2013 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband