22.8.2013 | 22:37
Tröllasteinar á heiðinni
Laugardaginn 17. ágúst fór ég í afskaplega langa og krefjandi gönguferð um heiðarnar norðan Hraundals sem liggur austur úr Ísafjarðardjúpi og var ég kominn alla leið að Ófeigsfjarðarheiði er ég snéri við og gekk heiðarnar sunnan dalsins til baka. Samkvæmt mælingu eru þetta um 36 kílómetrar og tók leiðangurinn um 18 klst með góðum og gagnlegum stoppum sem meðal annars voru nýtt til myndatöku. Um Ófeigsfjarðarheiði liggur gömul gönguleið milli Ísafjarðardjúps og Strandasýslu með listilega hlöðnum vörðum enda nægt framboð af efnivið í slík mannvirki á heiðinni. Svæðið er skammt sunnan Drangajökuls og lá leiðin meðal annars um forna jökulruðninga og mikið grjótlandslag þar ýmsar steinrunnar kynjaverur urðu á vegi manns eins og sjá má í eftirfarandi myndaseríu.
Við upphaf göngunnar er hér horft að bænum Skjaldfönn í Skjaldfannardal sem ber nafn með rentu, ekki síst nú í sumar þegar snjóskaflar eru með meira móti. Hraundalsáin rennur þarna úr Hraundalnum en hún á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtilegt
Höskuldur Búi Jónsson, 23.8.2013 kl. 12:34
Sérkennileg gönguleið. Varla hægt að segja að þú farir troðnar slóðir.
Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 14:44
Þetta er vissulega enginn Laugavegur.
Emil Hannes Valgeirsson, 23.8.2013 kl. 20:04
Strandafjöllin þarna, eru þetta fjöllin við Norðurfjörð?
Höskuldur Búi Jónsson, 27.8.2013 kl. 09:31
Já þetta er á þeim slóðum. Sennilega Krossnesfjall sem nær upp í þokuna til vinstri en spurning með tindana rétt við vörðuna. Kannski Hlíðarhúsfjall við Norðurfjörð.
Emil Hannes Valgeirsson, 27.8.2013 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.