Hver er heimsins stærsta eyja í vatni á eyju í vatni á eyju?

Landafræði snýst gjarnan um hvar sé að finna stærstu fyrirbæri náttúrunnar, svo sem stærstu vötnin, hæstu fjöllin, lengstu árnar o.s.frv. og auðvitað líka nöfnin á hverju fyrir sig. Hér fer á eftir dálítil vatna- og eyjalandafræði sem vissulega snýst um hið stærsta og mesta en þó með öðrum hætti en venjulega. 

Grænland Kaspíahaf

STÆRSTA EYJAN OG STÆRSTA VATNIÐ. Grænland er stærsta eyja í heimi en Kaspíahaf er stærsta vatn í heimi samkvæmt skilgreiningu. Dveljum ekki lengur við það.

Baffinsland

STÆRSTA VATNIÐ Á EYJU. Vestan við Grænland er hin hrjóstruga eyja Baffinsland sem er stærsta eyja Kanada og fimmta stærsta eyja í heimi. Þar eru mörg vötn og eitt þeirra er stærsta stöðuvatn á eyju í heiminum, Nettilling lake.

Manitoulineyja

STÆRSTA EYJAN Í VATNI. Lake Huron er hið næst stærsta af vötnunum miklu milli Bandaríkjanna og Kanada og þriðja stærsta ferskvatnsvatn heims. Þar er líka að finna Kanadísku eyjuna Manitoulin Island sem er stærsta eyja í heimi í vatni.

Sumatra

STÆRSTA EYJA Í VATNI Á EYJU. Næst förum við suður í hitabelti Asíu og erum komin til Súmötru - stærstu eyju sem tilheyrir Indónesíu eingöngu, og sjöttu stærstu eyju í heimi. Á Súmötru er Toba vatn og í því vatni er stór eyja sem nefnist Pulau Samosir og mun vera stærsta eyja í heimi sem er í vatni á eyju.

Manitoulineyja3

STÆRSTA VATN Á EYJU Í VATNI. Aftur förum við til Kanadísku eyjarinnar Manitoulin í Lake Huron. Ekki nóg með að hún sé stærsta eyjan á vatni, heldur er þar líka að finna Lake Manitou sem er stærsta vatn á eyju í vatni. En svo er meira:

STÆRSTA EYJA Í VATNI Á EYJU Í VATNI. Vestan við Lake Manitou er Lake Mindemoya og þar er dálítil nafnlaus eyja sem er hvorki meira né minna en stærsta eyja í vatni á eyju í vatni í heiminum.

 

Filippseyjar

STÆRSTA VATN Á EYJU Í VATNI Á EYJU. Luzon er nafnið á stærstu eyju Filippseyja. Skammt þar suður af höfuðborginni Manilla er stór askja gamallar risaeldstöðvar með stöðuvatni er nefnist Lake Taal. Í því vatni er allstór eldfjallaeyja með gíg fullum af vatni er nefnist Crater Lake sem myndaðist í eldgosi árið 1911. Það er stærsta vatn í heimi á eyju í vatni á eyju.

Í Crater Lake er síðan lítil eyja sem kölluð er Vulcan Point og er hún

STÆRSTA EYJA Í VATNI Á EYJU Í VATNI Á EYJU Í HEIMINUM.

 Lake Taal

Þarna sést umrædd smáeyja Vulcan Point í Crater Lake á Filippseyjum

- - - - -

Heimildir: http://www.elbruz.org/islands/Islands%20and%20Lakes.htm

Kortin eru unnin upp úr Google Maps

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar fróðlegt og takk fyrir að skilja eftir smá möguleika á leiðréttingu.

Baffinsland var síðast þegar ég vissi,  fyrir vestan Grænland! ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 23:22

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Rétt athugað - búið að laga.

Emil Hannes Valgeirsson, 20.10.2013 kl. 23:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skemmtilegar pælingar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2013 kl. 07:35

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Skemmtilegt - takk fyrir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.10.2013 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband