16.11.2014 | 11:40
Moggarifrildi frá 1967
Ýmis blöð berast með hlýjum vindum og safnast fyrir á svalagólfinu. Ekki eru það allt laufblöð. Í morgun mátti sjá rifrildi af sjálfu Morgunblaðinu sem við nánari athugun reyndist vera frá 13. september 1967. Meðal efnis var húseign til sölu í Blesugróf með lóðaréttindum, útborgun 275.000 þúsund. Á bakhliðinni var minning um mann sem varð ungur skáti og var alltaf boðinn og búinn til að veita aðstoð og hjálp, hvar og hvenær sem til hans var leitað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.