7.1.2017 | 22:45
25 fjölmennustu ríki jarðar
Mannfjöldi jarðar telur nú 7,5 milljarða og fólki fjölgar enn. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða 25 þjóðir eru fjölmennastar nú í byrjun árs 2017. Til að sýna hvernig þróunin hefur verið hin síðustu ár eru árin 1998, 2004 og 2011 höfð til samanburðar en þannig sést ágætlega hvaða þjóðum fjölgar mest og hverjar að dragast aftur úr. Til þæginda er ég með litaskiptingu eftir heimsálfum. Allra fjölmennustu þjóðirnar sitja fastar í sínum sætum enda ber þar meira á milli. Það mun þó eitthvað breytast á næstu áratugum og þess ekki langt að bíða að Indverjar taki forystuna af Kínverjum. Talað um að það gæti jafnvel gerst árið 2022. Almennt er staðan sú að hinum ríku og þróuðu þjóðum fjölgar lítið eða ekkert á meðan fátækustu þjóðunum fjölgar mest. Þannig fjölgar sífellt Afríkuþjóðum á þessum lista og ef flóttamannastraumar verða ekki þeim mun meiri er hætt við að einhver af gömlu Evrópustórveldunum falli af listanum í næstu útgáfu myndarinnar sem kannski verður birt að 6-7 árum liðnum.
- - - -
Tölurnar í þessari töflu fyrir árin 2010 og 2017 eru fengnar af netinu. Þær nýjustu eru af vefsíðunni worldometers. Tölur fyrir 1998 og 2004 voru hinsvegar reiknaðar á sínum tíma út frá gögnum í Almanaki Háskóla Íslands.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.