Skurðpunktabókin

Augl_DSC1396

Hvernig er umhorfs nákvæmlega á 65,0000°N og 18,0000°W, eða á öllum þeim 23 stöðum hér á landi, þar sem lengdar- og breiddarbaugar skerast? Allt um það í þessari óvenjulegu bók Skurðpunktar, sem sjálfur bloggarinn á þessari síðu tók saman og gaf út fyrr á þessu ári.

Um Ísland liggja ellefu lengdarbaugar og þrír breiddarbaugar innan strandlengjunnar. Við gerð bókarinnar var lagst í mikil og miserfið ferðalög til að heimsækja alla þessa skurðpunkta en umhverfi þeirra gefur vissan þverskurð af landinu og náttúrufari þess. Sá fyrsti var heimsóttur sumarið 2013 en verkefnið tók nokkur ár og var sá síðasti heimsóttur sumarið 2020. Staðirnir eru auðvitað misaðgengilegir en kannski ekki allir tilkomumiklir út frá hefðbundnum skilgreiningum. Þeir fá þó hér sinn sess sem fulltrúar hinnar almennu náttúru sem ávallt er merkileg á sinn hátt. Sjón er sögu ríkari! Bókin er fáanleg í flestum betri bókabúðum.

Skurðpunktakort

Skeidarssandur

65n22w_gps

Bok-opna2

Bok-opna1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband