27.9.2007 | 21:01
Bush vildi umfram allt fara í gott stríð.
Það leit allt út fyrir að Íraksstríðið yrði gott og auðvelt stríð þar sem vondum einræðisherra yrði steipt af stóli, Írakska þjóðin myndu fagna innrásarhernum sem frelsurum sínum og allt falla í ljúfa löð á eftir. Frelsarinn Bush yrði dáður fyrir staðfestu sína og áræðni gagnvart hinum illa Saddam þegar öll gjöreiðingarvopnin væru komin í leitirnar. En olían, hún átti bara að vera góður bónus. Það þótti alveg þess virði að hagræða aðeins sannleikanum fyrir svona gott stríð þar sem allir áttu að koma út í plús nema vondi kallin hann Saddam. En reyndin varð eins og öllum er ljóst, einn stór mínus, sérstaklega fyrir Íraka.
Annars man ég ekki betur en að hafa heyrt það í fréttum á sínum tíma að Saddam hafi verið til í þægilega útlegð.
Annars man ég ekki betur en að hafa heyrt það í fréttum á sínum tíma að Saddam hafi verið til í þægilega útlegð.
Bush vissi af vilja Saddams til að fara í útlegð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.11.2007 kl. 10:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.