Álftanesflugvöllur

Álftanesflugvöllur

Menn velta enn vöngum um hugsanlega staðsetningu á nýjum flugvelli fyrir höfuðborgarsvæðið. Nefndir hafa verið staðir eins og Hólmsheiði, Löngusker og Keflavík. Ég hef hins vegar ekki séð miklar vangaveltur um Álftanes, en eins og sest meðfylgjandi mynd má auðveldlega koma fyrir flugvelli þar, nánar tiltekið á hinu óbyggða Bessastaðanesi. Ég hef sett inn á myndina tvær flugbrautir sem hafa sömu stefnu og lengd og tvær aðalflugbrautir núverandi Reykjavíkurflugvallar. Samtímis mætti hugsa sér nýja vegatengingu, Skerjafjarðarbraut, sem tengir flugvöllinn við byggðina til suðurs og norðurs og minnkar um leið álagið á núverandi vegakerfi.

Einhvernveginn hef ég ekki mikla trú á að flugvöllur verði byggður í þokunni á Hólmsheiði eða í briminu á Lönguskerjum, en hér er kostur á að byggja flugvöll á landsvæði sem þegar er til staðar á þurru en er um leið miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Að vísu hef ég heyrt að Álftnesingar kæri sig ekki um flugvöll, en það er nú bara eins og það er. Forsetabústaðurinn á Bessastöðum er einnig frekar nálægt en það er allavega stutt fyrir Forsetann (hver sem það verður) að skreppa út á völl. Allavega höfum við hér flugvöll sem hefur alla kosti og núverandi flugvöllur í Vatnsmýrinni en getur eflt borgina sérstaklega ef við hugsum um höfuðborgarsvæðið sem heild en látum ekki hreppapólitík stjórna ferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Mér finnst alveg augljóst að þetta er besta staðsetningin fyrir flugvöll nálægt Reykjavík. Ef mönnum finnst þrengt að forsetabústaðnum má flytja hann, t.d. út í Viðey.

Það er alveg sama hvar flugvöllur yrði byggður, það myndu alltaf einhverjir verða mjög andvígir staðsetningunni.

Síðan má hins vegar ræða það hvort Keflavíkurflugvöllur dugar ekki. Fyrir fólk sem fer til vinnu daglega milli Keflavíkur og Reykjavíkur hljómar það eins og brandari að það sé eitthvað mál að keyra 40 mínútur til að komast út á flugvöll. Peningana sem spöruðust mætti nota til að bæta samgöngur víða um land.

Finnur Hrafn Jónsson, 3.10.2007 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband