17.11.2007 | 18:33
Staðreyndir um staðreyndir
Loftslagshlýnun er staðreynd að mati vísindamanna og vísindaleg vissa eykst enn frekar um að sú hlýnun sé af mannavöldum, a.m.k. það líkleg að ástæðulaust sé að deila um það frekar. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hversu mikil sú hlýnun verður og hversu skaðleg. En skaðleg verður hún enda erum við að tala um hita sem mannkynið hefur aldrei upplifað áður, sérstaklega á þetta við íbúa fátækustu landanna sem nú þegar búa á mörkum hins byggilega heims vegna hita og þurrka. Hlýnun jarðar mun halda áfram vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa einhverja áratugi, jafnvel þótt mannkynið hætti í dag brennslu jarðefnaeldsneytis. Útblásturinn mun hinsvegar aukast, það er ekki hægt að koma í veg fyrir það, umskipti yfir í vistvænni orkugjafa mun taka langan tíma.
Hlýnun jarðar er staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.