Ísinn mættur á svæðið

Hafísinn á norðurslóðum var í sögulegu lágmarki í haust og beið raunar mikið afhroð. Því gæti það virst nokkuð sérstakt að hér milli Ísland og Grænlands sé kominn heilmikill hafís og meira að segja óvenjumikill miðað við árstíma. Þótt ísinn sé frekar gisinn, þá er þetta alvöru hafís, nýmyndaður í köldum sjónum við austur-Grænland en auk þess er þarna einnig talsvert af ís sem hefur borist úr ísbreiðu sjálfs norðuskautsins. Það háttaði nefnilega þannig til í sumar á norðuheimskautinu að ríkjandi vindáttir urðu til þess að talsvert af heimskautaísnum hraktist og fann sér leið suður á bóginn milli Grænlands og Svalbarða. Lenti þar í Austur-Grænlandstraumnum sem bar hann síðan suður eftir austurströnd Grænlands á okkar slóðir. Þetta útstreymi hafíssins frá pólasvæðinu er einmitt ein af skýringunum á hafíslagmarkinu sl. haust ásamt hlýjum vindum og miklu sólskini sl. sumar. Ég skrifaði dálítið um ísinn í tveimur fyrstu bloggfærslum mínum núna í haust og kannski allt í lagi að rifja upp það sem ég skrifaði þá meðal annars: „Það er þó athyglisvert að ísinn austur af Grænlandi virðist nokkuð heilbrigður og kannski berst eitthvað af honum í vetur til okkar Ísalands ef vindáttir eru ísnum hagstæðar eins og gerist á svokölluðum hafísárum“. En þar sem ég er enginn hafísfræðingur læt ég þetta nægja að sinni enda ég gæti lent á hálum ís ef ég hætti mér í ítarlegri skrif.
mbl.is Hafís óvenjulega nálægt landi miðað við árstíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband