Svona gæti Lækjargata 2 litið út

Eftir miðbæjarbrunann síðastliðið vor hófust umræður um hver örlög gömlu húsanna við Austurstræti og hornhússins við Lækjargötu ættu að vera. Eins og aðrir þá velti ég þessu fyrir mér og þá tók sig upp gömul hugmynd frá mér varðandi Lækjargötu 2 sem var sú að hækka húsið um eina hæð. Daginn eftir brunann tók ég mynd af húsinu ásamt öðrum brunarústum, gerði síðan dálitlar myndvinnsluæfingar og hækkaði húsið um eina hæð. Ég var eitthvað með það í huga að koma myndinni á framfæri en ekkert var þó úr því. Svo núna fyrir stuttu voru kynntar niðurstöður úr hugmyndasamkeppni sem Reykjavíkurborg efndi til vegna uppbyggingarinnar í Kvosinni. Þar var hlutskörpust samvinnutillaga frá Argos, Gullinsniði og Studio Granda en meðal þess sem þar kom fram var einmitt hugsanleg hækkun Lækjargötu 2 um eina hæð. Með því að gera þetta þá finnst mér að húsið fái að njóta sín almennilega þar sem það stendur við hlið IÐU-hússins nýja með sinn grá gafl sem gnæfir yfir til hliðar. Einnig hefur mér aldrei fundist fallegt að sjá blasa við úr Bankastrætinu bakhliðar stórhýsanna við Pósthússtræti og stóra gaflinn við Eymundson-húsið. Þannig gæti þetta semsagt litið út, þarna er húsið hækkað og endurbætt, upprunalega myndin og hluti af vinningstillögunni.

 laekjargata2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flott hjá þér myndin, Emil. Og þetta er fín lausn á endurbyggingu hússins. Vonandi mun þetta líta einhvern veginn svona út.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.11.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Góð hugmynd Emil.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 28.11.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband