Um Hverfisgötuna

Nú er verið að tala um niðurníðslu Hverfisgötunar og jafnvel ljótleika. Það er þó óhætt að segja að þarna ráði fjölbreytnin ríkjum og ef vel er að gáð má finna fegurðina víða, þótt ekki sé alltaf um að ræða hina klassísku fegurð. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í sumar.

hverfisgatan


mbl.is Dapurleg götumynd Hverfisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála! Má ég frekar biðja um þessa fjölbreytni en nýju, gráu bárujárnshúsin á Lindargötu sem líta út eins og fangelsi með gráu vaktturnana fyrir norðan sig.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.12.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, Lára ég held við séum alltaf sammála. Þegar á að endurskipuleggja og byggja eitthvað í dag verður niðurstaðan alltof oft yfirþyrmandi og kuldalegur verktakaarkitektúr. Það verður að fara varlega í Hverfisgötuna.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.12.2007 kl. 12:04

3 Smámynd: Lauja

Það eru nokkur afskaplega falleg hús við Hverfisgötuna, og  ekki gæti ég hugsað mér hana öðruvísi en hún er í dag.  Auðvitað er húsunum þar misvel haldið við - en hún hefur sinn sjarma.  Þar sem mamma ólst upp á Hverisgötu sem barn og fram eftir aldri - hef ég alltaf smá taugar til hennar. 

Lauja, 11.12.2007 kl. 22:46

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hverfisgatan er ein af mínum uppáhaldsgötum og ég geng hana nánast daglega. Hún er fjölbreytt en samt kyrrlát og innileg. En fjármálaöflin vilja auðvitað fá að róta þar öllu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.12.2007 kl. 23:59

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það heitir græðgisvæðing, Siggi. Tröllríður þjóðfélaginu um þessar mundir og virðist orðið að óstöðvandi skrímsli.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.12.2007 kl. 01:12

6 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Það virðist í tísku hjá mörgum verktökum núna að byggja dökk, kassalaga, glerhús.  Eitt slíkt er að rísa hér við Borgartúnið, - Höfðaborg.  Dóttir mín 4ra ára kom með mér í vinnuna um daginn og þegar hún gekk með mér framhjá Höfðaborg sagði hún:  "Mamma, þetta hús er eins og draugahöll".  Segir það ekki allt sem þarf um þau áhrif sem slík hús hafa á umhverfið og okkur?

Matthildur B. Stefánsdóttir, 13.12.2007 kl. 10:59

7 identicon

Hey húsið mitt er á þessum myndum :D

P (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband