Af desemberóveðrum

Nú andar suðrið sæla vindum stríðum, hver óveðurslægðin hefur heimsótt okkur undanfarið og sér ekki fyrir endann
á. Það er reyndar ekkert nýtt að það blási hressilega í desember og má
alveg rifja upp hvernig var vikuna fyrir jólin í fyrra. Dagana 18-23
desember fyrir ári síðan komu nefnilega nokkrar afdrifaríkar lægðir sem
báru með sér sterka vinda, rigningu en einnig töluverð hlýindi. Það
hafði verið kalt dagana þarna á undan og töluverður snjór víða inn til
landsins en vegna mikillar úrkomu og hlýinda urðu miklar leysingar sem
ollu flóðum dagana 20-22 des víða um land, Hvítá flæddi um allar
sveitir og mikil skriðuföll voru í Eyjafirði. Þann 19. des. strandaði
flutningaskipið Wilson Muuga á Hvalsnesi sem frægt varð en þá hafði
verið mjög hvasst suðvestanlands. Þrátt fyrir mikinn usla sem veðrin í
fyrra ollu er ég ekki viss um að vindurinn í lægðunum hafi náð sama
styrk og þegar mest hefur orðið núna undanfarið, en kröftugur vindurinn
stóð hinsvegar lengur í hvert sinn. Ég man að veðurspárnar voru samt
æsilegar og stundum varað við stórkostlegum óveðrum sem stóðu svo ekki
alveg undir væntingum, allavega ekki hvað vind snertir. Kvöldið 22.
des. var t.d. varað við foráttuveðri SV-lands en þá fór ég í bæinn og
keypti jólagjafirnar. Á laugaveginum þetta kvöld var mjög fámennt en
góðmennt í hressilegum hlýjum vindi af suðri en alls engu óveðri.
Hinsvegar frétti ég að það hafi verið öngþveiti í Kringlunum og
Smáralindunum, þangað sem þjóðin flúði í skjól.
mbl.is Dýpri lægð á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flott að fá svona upprifjun, mig rámar í þetta allt þegar þú segir það. Fólk er svo ótrúlega fljótt að gleyma... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Lauja

Gaman að lesa þessa upprifjun,  ég man þetta þegar ég les.  En  það er satt - maður er ótrúlega fljótur að gleyma.

Lauja, 13.12.2007 kl. 22:18

3 identicon

Það má vera aftakaveður í fyrra þar sem kári skildi aðeins eftir eina kringlu og eina smáralind eftir fyrir okkur hin....

Þórir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband