Jólatunglið yfir Esjunni

Síðast skrifaði ég um jólasólina í suðri en nú er komið að jólatunglinu í norðri en þessa mynd tók ég á núna á Þorláksmessu þegar tunglið var að skríða upp á norðurhimininn í allri sinni dýrð. Síðustu geislar sólarinnar leika um miðbæinn og lýsa upp þá hlið tunglsins sem snýr að okkur enda er tunglið í gagnstöðu við sólina  frá okkur séð. Ólíkt sólinni sem rétt skríður yfir sjóndeildarhringinn þá á tunglið eftir mikla næturferð hátt upp á suðurhimininn, sömu leið og sólin gerir á daginn við sumarsólstöður. Þegar tunglið er svona lágt á lofti virkar það alltaf stærra en venjulega vegna nálægðar við kennileiti á jörðu. Frá þessu sjónarhorni eru það þrír byggingarkranar sem teygja sig næst tunglinu, þeir eru eins og vitringarnir þrír sem eru komnir til að fylgjast með fæðingu frelsarans í suðri. Síðar munu þeir svo snúa sér að fyrri störfum og reisa handa okkur musteri undir tónlist. 

Gleðileg hvít jól 

midbaer23des07


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband