Vetrarsólstöđur, sólin og jólin.

Ţegar sólin sest á stysta degi ársins hverfur hún á bakviđ fjalliđ Keili séđ frá Suđurgötunni og Ćgisíđunni í Reykjavík. Ţađ má alveg halda ţví fram ađ ţetta sé ekki tilviljun, til forna voru ýmis kennileiti í landslagi notuđ til ađ marka sólarganginn t.d. viđ vetrarsólhvörf. Ţađ má vel ímynda sér ađ hinn píramídalagađi Keilir hafi einmitt veriđ tilvalinn sem slíkur viđmiđunarpunktur og jafnvel átt sinn ţátt í ţví hvar fyrsti landnámsmađurinn hafi valiđ bć sínum stađ. Sólin, tungliđ og stjörnurnar skipuđu stóran sess í trúarlífi fólks til forna. Ţegar sólin hafđi sest bakviđ fjalliđ á stysta degi ársins var beđiđ milli vonar og ótta ţar til ljóst var ađ guđunum hafđi ţóknast ađ lengja sólarganginn á ný. Ţađ kom hinsvegar ekki endanlega í ljós fyrr en 2-3 dögum eftir vetrarsólstöđur og ţá var ástćđa til fagna nýju ári, nýju upphafi eđa jafnvel nýjum mannkynsfrelsara, sú hátíđ heitir í dag jól sem er orđ sem rímar viđ sól.

Fyrir mörgum árum var í sjónvarpi allra landsmanna frétt um ţessi tengsl milli stađsetningar Reykjavíkur, sólarinnar og Keilis viđ vetrasólhvörf og voru ţá fleiri stađir nefndir til sögunnar. Ef dregin er lína milli miđbćjar Reykjavíkur og Keilis kemur í ljós ađ sú lína liggur einnig um Bessastađi á Álftanesi og Kapelluhraun viđ Straumsvík, en af einhverjum ástćđum hefur ţađ ţótt helgur stađur til forna. Ef línan er hins vegar framlengd í hina áttina frá Reykjavík í norđnorđaustur liggur hún um kirkjustađinn og landnámsbćinn Brautarholt á Kjalarnesi, og hvort sem ţađ er tilviljun eđa ekki, ţá liggur línan einnig um Saurbć í Hvalfirđi og Reykholt í Borgarfirđi, en ţeir stađir eru ađ vísu ekki í sjónlínu viđ Keili.

Ţessar vangaveltur tengjast vitanlega ţví sem frćđimađurinn Einar Pálson hélt fram á sínum tíma. Hann stúderađi og gaf út bćkur um skipan heimsins út frá ýmiss konar tölfrćđi tengdri gangi sólar og hvernig rćtur íslenskrar menningar tengjast gođsagnarheimi fornra Miđjarđarhafsţjóđa og Kelta. Ţađ má svo hugsa sér í ţessu sambandi hvort rćtur kristninnar liggi víđar og eigi sér lengri sögu en almennt er talađ. Hver var hann í raun ţessi Jesú sem fćđist um jólin á sama tíma og sólin og er fórnađ um páska? Ég hćtti mér ekki út í ţau frćđi hér og nú en ćtla í stađinn ađ minnast á myndina hér ađ neđan sem ég tók á köldum og björtum degi viđ vetrarsólhvörf áriđ 1981. Ţarna viđ Ćgisíđuna sést hvar sólin er á leiđinni ađ setjast bakviđ Keili og ef vel er ađ gáđ má sjá Bessastađi á réttum stađ í sólrođanum.

Og ţá er bara eftir ađ óska öllum gleđilegra jóla. 

solarlag


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband