27.1.2008 | 17:52
Þar lágu Danir ekki í því
Þá er Evrópumóti í hinni virtu íþrótt handbolta lokið í Noregi. Öll liðin töpuðu að lokum nema það danska sem sýndi einstakan baráttukraft allt til enda. Þegar Dönum gengur vel eru þeir að sjálfsögðu frændur okkar þannig að þetta er að hluta til okkar sigur líka. Strákarnir okkar náðu sér hins vegar ekki á strik að þessu sinni, enda kom í ljós að þeir eru ekkert nema strákar í hinum harða heimi fullorðinshandbolta. En við ætlum ekki gefast upp, næsta Evrópumót verður í Serbíu í vor þar sem keppt verður í dægurlögum og að venju ætlum við okkur stóra hluti þar.
Danir Evrópumeistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Athugasemdir
Ekki Danir, nei... en Íslendingar lágu í því og bara drukknuðu eiginlega. Ekki sannaðist á þeim hið fornkveðna - að vera þrautgóðir á raunastund!
Mér er samt alveg sama...
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:27
Lára, þér er kannski sama um handbolta. En bíddu bara þangað til ég skrifa um Eurovision-keppnina!
Emil Hannes Valgeirsson, 28.1.2008 kl. 09:36
Mér er reyndar ekki sama um handbolta og horfði alltaf á alla leiki hérna í den þegar landsliðið var skipað gamla úrvalinu, Alfreð, Guðmundi, Kristjáni, Þorgils og þeim eðalleikmönnum.
En úff... Eurovision!
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.