17.2.2008 | 14:35
Frelsið Nelson Mandela!
Þótt Nelson Mandela sé fyrir löngu orðinn frjáls maður lifir ennþá mikið af þeirri tónlist sem samin var í baráttunni fyrir frelsi hans og afnámi kynþáttaaðskilnaðar í Suður-Afríku. Eitt það flottasta sem kom út í þeim geira var auðvitað lagið fræga frá árinu 1984, Free Nelson Mandela, með hljómsveitinni The Special AKA, sem var afsprengi bresku ska-hljómsveitarinnar The Specials. Í þessu lagi eru greinileg áhrif frá Afrískri tónlist en dansmenntin fína er væntanlega ættuð frá öngstrætum USA. Eftir 27 ára fangavist var Nelson Mandela loksins látin laus úr fangelsi árið 1990 og varð síðar forseti Suður-Afríku. Kannski hafði þetta lag sín áhrif, hver veit, en kosturinn við það hafa svona karla í fangelsi er samt auðvitað sá, að þá er hægt að semja flott baráttulög.
![]() |
Syngja fyrir Mandela? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.