Óyggjandi merki þess að vorið sé á næsta leiti

Vorið er að vísu ekki komið, en með hverjum degi hækkar sólin á lofti og bræðir snjóinn þótt afkastamest sé þó rigningin. Þegar svo innkaupakerrur stórmarkaðanna gægjast undan bráðnandi snjóruðningum tel ég það vera óyggjandi sönnun þess að veturinn sé að láta undan síga og vorið sé á næsta leiti. Við þurfum þó að sýna þolinmæði, það er langt þangað til við getum farið að tala um sumarið, enn eru einhverjir vetrarkuldar í spákortunum, við fáum sjálfsagt páskahret og svo kannski smá vorhret á glugga í maí.

 

innkaupakerra

Mynd: Veturinn á undanhaldi í Nóatúni vestur í bæ.


mbl.is Veðrið á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  Þetta er skondin og skemmtileg mynd... en kannski er þetta rétt hjá þér með að vorið sé á næsta leiti.

Ég skýst yfir til Sigga og bendi honum á þessa færslu. Hann bíður vorsins með óþreyju.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að  muni vora seint og illa áður en rigningarsumarið gengur í garð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Siggi bara á jákvæðu nótunum í dag... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vorið kemur nú samt að lokum og sumar er sumar þótt það sé rigningasumar.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.3.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Ég hef tvisvar heyrt fuglasöng undanfarna viku og það var fluga heima í gær.  Pottþéttir vorboðar.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 13.3.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband