Misjafn er matarkosturinn í henni veröld

Nú styttist í að föstunni lýkur og páskaátið hefst. Það er ekki verra tilefni en hvað annað til að skoða hvað fólk lætur ofan í sig af mat víðsvegar í heiminum svona dags daglega. Á myndunum sem hér fylgja hefur einmitt verið safnað saman vikuskammti af mat hjá fjölskyldum í hinum ýmsu löndum og að auki búið að taka saman hvað herlegheitin kosta. Mjög athyglisverður samanburður að ýmsu leyti.

Verði ykkur að góðu.

germany

Þýskaland: Melander fjölskyldan frá Bargteheide

Matarkostnaður á viku: 500 dollarar / 38.900 kr.

 

USA

Bandaríkin: Revis fjölskyldan frá Norður-Karolínu

Matarkostnaður á viku: 342 dollarar / 26.600 kr.

 

italia

Ítalía: Manzo fjölskyldan frá Sikiley

Matarkostnaður á viku: 260 dollarar / 22.200 kr.

 

mexico

Mexíkó: Casales fjölskyldan frá Cuernavaca

Matarkostnaður á viku: 189 dollarar / 14.700 kr.

 

poland

Pólland: Sobzynscy fjölskyldan frá Konstacin-Jeziorna

Matarkostnaður á viku: 151 dollarar / 11.745 kr.

 

egypt

Egyptaland: Ahmed fjölskyldan frá Kaíró

Matarkostnaður á viku: 68.5 dollarar / 5.330 kr.

 

equator

Ekvador: Ayme fjölskyldan frá Tingo

Matarkostnaður á viku: 31.5 dollarar / 2.450 kr.

 

bhutan

Bhutan: Namgay fjölskyldan frá Shingkhey þorpi

Matarkostnaður á viku: 5 dollarar / 389 kr.

 

chad

Chad: Aboubakar fjölskyldan frá Bredjing búðunum

Matarkostnaður á viku: 1,23 dollarar / 96 kr.

- - - - - - -  

Myndirnar hér að ofan birtust allar í bókinni: Hungry planet what the world eats, eftir Faith D'Aluisio og ljósmyndarann Peter Menzel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mögnuð samantekt og skemmtilegur samanburður :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Í september 2005 komu þessi skemmtilegu hjón, Faith D'Alusio og Peter Menzel, til Íslands á ferðaráðstefnu sem lesa má um hér og hér. Ég kynntist þeim öllum nokkuð því ég sá um að sækja og keyra alla erlendu gestina til og frá Keflavík, flytja þau milli staða innanbæjar og fór svo sem leiðsögumaður með liðið í tveggja daga ferð um Þingvelli, Hvalfjörð, Borgarfjörð og Snæfellsnes með siglingu um Breiðafjörð. Gist var á Búðum.

Allir erlendu gestirnir voru á einn eða annan hátt þrautreyndir ferðalangar, ferðaskríbentar, ferðaþáttastjórnendur í útvarpi eða sjónvarpi, ljósmyndarar - m.a. fyrir National Geographic - og af sögum þeirra að dæma var varla blettur á jörðu sem þau höfðu ekki heimsótt.

Þegar við vorum að ljúka við kvöldverðinn á Búðum varð einhverjum litið út um gluggann og sagði: "Hvað er nú þetta?" Ég leit út og sá hvað var á seyði og skipaði öllum út - þetta væru norðurljós. Við fengum þarna magnaða, klukkutímalanga norðurljósasýningu, ljósmyndararnir með græjurnar á lofti, og Faith sagði daginn eftir að Peter hefði ekki komið inn alla nóttina.

Það sem kom mér mest á óvart var að þetta víðreista fólk hafði aldrei séð norðurljós áður og hrifningin var mikil og einlæg.

Árið 1995 gaf Peter Menzel út bók sem hét Material World og lesa má um hér. Ein af fjölskyldunum sem hann dvaldi hjá í viku og bar allt sitt hafurtask út á gangstétt svo hann gæti ljósmyndað það - var fjölskylda í Hafnarfirði.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þú hefur aldeilis náð að kynnast þessu fólki, Lára. Ég man einmitt eftir myndinni sem var tekin af fjölskyldunni í Hafnarfirði með alla sína búslóð fyrir utan húsið sitt og gott er ef sú mynd hafi ekki birst í National Geographic sem hluti af myndaseríu.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.3.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband