24.3.2008 | 11:30
Bandaríkjamenn falla á prófinu í Írak
4000 þúsund Bandaríkjahermenn hafa fallið í Írak sem er vissulega há tala og örugglega hærri tala nokkurn gat grunað fyrir innrásina í Írak. Það er hinsvegar erfiðara að gera sér grein fyrir tölu fallina Íraka frá innrásinni en sú tala hleypur þó á hundruðum þúsunda. Mannfall Íraka er þó ekki nema að hluta til vegna beinna árása Bandaríkjamanna því mjög margir hafa fallið í hryðjuverkum, sem er athyglisvert því Írakstríðið var einmitt liður í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hryðjuverk voru reyndar mjög lítið stunduð í Írak fyrir innrásina en það verður að hafa í huga að stríðið gegn hryðjuverkum var alltaf bara stríð gegn hryðjuverkum í Bandaríkjunum sjálfum. Það sem Bandaríkjamenn geta kannski glaðst helst yfir er að stjórn Saddams Husseins er fallin og Saddam sjálfur ekki lengur á meðal vor sem þýðir að hann getur ekki komið sér upp gjöreyðingarvopnum í framtíðinni, eins og einhver Bandarískur embættismaður nefndi svo smekklega um daginn. Ég get ekki sagt annað en að Bandaríkjamenn hafa fallið á prófinu í Írak.
4000 Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Athugasemdir
Lýðræði kostar blóð svita og tár. 3 blóðugasta stríð sögunar er frelsisstríð USA sem breytti heiminum til muna. Þetta svarar til 4 íslenskir hermenn ef við tækjum Færeyjar.
55.000 eru drepnir í Brasilíu árlega og yfir 10.000 í USA með skotvopnum.
Allir þessir hermenn fara þarna sjálfviljugir
Johnny Bravo, 24.3.2008 kl. 14:52
Frelsisstríð my ass, þetta stríð hefur nákvæmlega ekkert með frelsi eins eða neins að gera Johnny Bravo.
Georg P Sveinbjörnsson, 29.3.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.