Loksins kom hlýr maímánuður

Það hlaut að koma að því að við fengjum hlýjan maímánuð og það einar 8,6 gráður hér í Reykjavík, en það er merkilegt að í þeim hlýindum sem hafa ríkt hér á landi síðustu árin hefur maímánuður eiginlega setið eftir og verið sá eini sem ekki hefur boðið uppá hlýjan mánuð enda þarf að leita aftur til ársins 1974 til að fá maímánuð sem náði 8 stigum. Með þessum maímánuði fæ ég það líka út að meðalhitinn það sem af er árinu sé nú í samræmi við meðalhitann síðustu 10 ára hér í Reykjavík.

Við höfum oft þurft að sætta okkur við kuldaköst í maí, en að þessu sinni höfum við fengið vor sem er algerlega laust við allt slíkt enda varla komið kaldur dagur síðan um miðjan apríl þegar vetrinum lauk skyndilega á einni nóttu. Kuldakastið seinni hlutann í maí fyrir tveimur árum var t.d. með þeim alverstu, þegar allt fór á kaf í snjó fyrir norðan, lömbum og fiðurfénaði allskonar til mikillar hrellingar. Hef þetta ekki lengra um maíveðrið en ég býð hinsvegar upp á í lokin mynd sem tekin var af vefmyndavél Veðurstofunnar að kvöldi dags í fyrra, þegar Esjan varð nánast alhvítt eftir kaldan útsynningséljagang, þann 21. maí.

Esjusnjór 21.maí07

 


mbl.is Hlýjasti maímánuður í 48 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband