30.6.2008 | 21:04
Bruce Springsteen - Born to Run
Myndband mánađarins hjá mér ađ ţessu sinni er lagiđ Born to run međ Bruce Springsteen. Ţađ kom upphaflega út á samnefndri plötu áriđ 1975, en er hér flutt á tónleikum. Ég veit ekki hvađan upptakan er, hún er allavega nýleg, en Bruce og félagar hafa veriđ á mikilli tónleikareisu undanfariđ. Sumir segja ađ ţetta sé eitt besta rokklag allra tíma og ef svo er ţá mótmćli ég ţví ekki. Bruce Springsteen dyggilega studdur af E-street bandinu fćrđi rokkiđ niđur á jörđina og var mótvćgi viđ allt glysiđ og tilgerđarlegheitin sem einkenndi bransann á sínum tíma.

Bruce Springsteen og The E-street band náđi ađ búa til stórt sánd eins og ţađ er kallađ, saxafónleikarinn Clarence Clemons (The Big Man) á ţar sinn ţátt og lífgađi uppá sviđiđ sem og gítarleikarinn Steven Van Zandt sem hefur gert ţađ gott í leiklistini í hlutverki mafíubófans Silvio Dante í Sopranos-ţáttunum.
Í öđrum frábćrum sjónvarpsţáttum Saga Rokksins sem hafa veriđ í sýningu á RÚV undanfariđ, lenti Bruce í flokknum leikvangarokkari, en sú skilgreining á vel viđ kappann enda greinilegt ađ hann nýtur sín vel á stóru sviđi í öllum látunum. En Bruce Springsteen er ekki bara innantómur rokkhundur eins og sumir gćtu haldiđ, hann er líka fínn texta- og lagahöfundur einskonar rödd hins vinnandi alţýđumanns sem á sínar vonir og ţrár, og stundum dálítiđ brostnar vonir.
Bruce Springsteen og E-Street bandiđ eins og ţađ birtist á umslagi plötunnar The River sem kom út áriđ 1980.
Athugasemdir
Bruce er flottur - en síđasti pistill og kortiđ samt miklu flottara!
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:31
„Mćtti ég frekar biđja um rok og ró heldur en rokk og ról“ sagđi Böddi í bókinnni Rokland eftir H.H. Ţetta segir okkur kannski ađ ekkert slćr út veđurfregnir, jafnvel ekki besta rokklag allra tíma. En ég mátti samt til ađ koma honum Brúsa ađ.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.6.2008 kl. 23:03
Ţađ er ágćtt ađ brjóta upp bloggiđ efnislega endrum og eins... ég geri ţađ stundum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:05
Ţessi upptaka er frá New York 2001, ţegar E-Street bandiđ kom saman aftur.
Siggi (IP-tala skráđ) 3.7.2008 kl. 13:06
2001, ţar höfum viđ ţađ.
Emil Hannes Valgeirsson, 3.7.2008 kl. 15:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.