Gígjökull heimsóttur

Gígjökull 28. júlí 2008

Um helgina var ég á ferđ um Suđurland og var tilvaliđ ađ skreppa áleiđis inn ađ Ţórsmörk til ađ kíkja á Gígjökul sem er skriđjökullinn sem fellur niđur í lón norđur af Eyjafjallajökli. Ţótt ég sé á fjórhjóladrifnum bíl er ţađ ekki mikiđ torfćrutćki og ţurfti bíllinn ţví ađ taka á honum stóra sínum til ađ komast yfir nokkur vöđ sem eru á leiđinni ţarna inneftir, en ţau voru nokkuđ vatnsmikil enda hlýtt í veđri. Ţarna var líka hópur útlendinga á tveimur Land Rover jeppum sem fannst ţetta vatnasafarí ćđi spennandi og ógnvćnlegt en farţegarnir kusu ađ fara yfir göngubrúna viđ lóniđ og ljósmynduđu grimmt ţegar bílum ţeirra var ekiđ yfir útfalliđ. 

Ég hef ekki komiđ ţarna í mörg ár og ţví ekki séđ jökulinn eftir ađ hann tók ađ hopa svo mjög síđustu árin, en nú nćr hann međ herkjum ofan í lóniđ sem hann hálffyllti fyrir ekki svo mörgum árum. Ţađ má vel sjá á landinu ţarna hvernig jökullinn hefur legiđ áđur ţegar hann breiddi hvađ mest úr sér. Jökullin skreiđ fram á 8. áratugnum og myndađi ţá vćntanlega sandölduna sem er lengst til vinstri á myndinni hér fyrir ofan, en kletturinn sem er hćgra megin viđ neđsta hluta jökulsins kom ekki í ljós fyrr en upp úr aldamótunum 2000.

Eyjafjallajökull gaus síđast áriđ 1821 og ţví fylgdi mikiđ hlaup úr jöklinum sem sennilega hefur komiđ undan Gígjökli međ tilheyrandi jökulburđi. Síđan var ţarna talsverđur órói á árunum 1991-99 sem féll dálítiđ í skuggann af svipuđum atburđum í Mýrdalsjökli á ţeim árum en ég hef heyrt jarđfrćđing segja ađ litlu hefđi mátt muna ađ gos yrđi á ţessum árum í Eyjafjallajökli. 

Gígjökull 1980

- - - - - 

Áriđ 1980 var ég í skólaferđalagi međ Álftamýraskóla ţar sem fariđ var inní Ţórsmörk og stoppađ viđ Gígjökul, en ţá var myndin hér til hliđar tekin. Ţá hefur jökullinn veriđ hvađ stćrstur nú í seinni tíđ og ţá ţótti nokkrum alveg tilvaliđ ađ hlaupa út á skriđjökulinn sér til skemmtunar en kennurum til hrellingar. Ţađ er örugglega minna gert af ţví í dag enda ekki mikill skriđjökull til stađar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband