Esjuskafl heimsóttur

Esjuskafl31jul08

Fyrir ofan Gunnlaugsskarð má finna snjóskafl þann í Esjunni sem lífseigastur er á sumrin. Þangað var ferðinni heitið í dag, 31. júlí og var ekki annað að sjá en að skaflinn ætti þó nokkuð líf eftir, þrátt fyrir að mikil hlýindi hafi verið undanfarna daga. Í návígi er skaflinn tignarlegur þegar horft er upp eftir honum með hæstu hæðir Esjunnar í baksýn en dálítill sandur á yfirborðinu myndar á honum flekkótt mynstur.

Þótt skaflinn núna sé nokkuð stærri en á sama tíma í fyrra er þó líklegast að hann nái að bráðna áður en haustar. Geri hann það hins vegar ekki væru það dálítil tíðindi því frá árinu 2001 hefur skaflinn alltaf bráðnað og Esjan snjólaus séð frá Reykjavík. Hinsvegar eru nokkrir skaflar í norðurhlíðum fjallsins sem ekki er vitað til að hafi bráðnað, en þeir eru ekki taldir með í svona athugunum því þeir eru ekki sýnilegir frá höfuðborginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég hef fylgst með skafli þessum eins og fleiri. Flott ferð hjá þér og fínar myndir. Sandurinn sést ekki jafn vel frá byggð.  Ég held að hann lifi ekki af mánuðinn en Páll Bergþórsson hefur skráð samviskusamlega hvarf Esjuskaflsins.

Sigurpáll Ingibergsson, 1.8.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband