Harkaliðið - Ólavur Riddararós

Víkur þá sögunni að okkar bestu frændum Færeyingum sem reynst hafa okkur þrautgóðir á raunastund. Lengi vel var Ólavur Riddararós eina færeyska lagið sem heyrðist hér á landi en það var flutt af þjóðlagasveitinni Harkaliðið sem spilaði lagið inná grammafónsplötu árið 1971. Eitt eintak af plötunni virðist hafa ratað hingað til lands og var síðan spilað í Útvarpi allra landsmanna næstu 10 árin. Það fékk þó aldrei neina ofspilun og alltaf lyftist á manni brúnin þegar frísklegur söngur Anniku Hoydal barst manni til eyrna þar sem sungið var um örlagarík samskipti Ólavs Riddararósar við álfamær eina.

Færeyingar eru líka frændur innbyrðis og ef einhver þekkir stjórnmálamanninn Högna Høydal þá má geta þess að söngkonan Annika er föðursystir hans (eða fastir eins og kemur fram í athugasemd á youtube).

Ólavur Riddararós með Harkaliðinu er myndband mánaðarins á þessari síðu, eða bara lag mánaðarins því varla er hægt að tala um lifandi mynd að þessu sinni.

 

T E X T I :

Ungir kallar, kátir kallar gangið uppá gólv, dansið lystilig.
Ólavur ríður eftir bjørgunum fram, / kol og smiður við
fann upp á eitt elvarrann. / ungir kallar, kátir kallar gangið uppá gólv, dansið lystilig.
Út kom eitt tað elvarfljóð, / flættað hár á herðar dró.
"Ver vælkomin, Ólavur Riddararós, / tú gakk í dansin og kvøð for os!"
Eg kann ikki longur hjá elvum vera, / í morgin lati eg mítt brúdleyp gera."
Vilt tú ikki longur hjá elvum vera, / sjúkur skalt tú títt brúdleyp gera.
Hvat heldur vilt tú sjú vintur liggja sjúk, / ella vilt tú í morgin liggja lík?
"Tveir eru kostirnir, hvørgin er mjúkur, / ilt er at liggja leingi sjúkur.
Fyrr vil eg í morgin til moldar gá, / enn eg vil sjú vintur liggja á strá."
Hon bar fram eitt drykkjusteyp, / eiturkornið í tí fleyt.
"Tú sig tíni móður, tá ið tú kemur heim, / tín foli snublaði um ein stein."
Ólavur heim í garðin fór, / úti hans móðir fyri honum stóð.
"Hví ert tú so følin, hví ert tú so bleik, / sum tú hevur verið í elvarleik?"
Tí eri eg følin, tí eri eg [sum] bast, / í gjár var eg í elvarlast."
Ólavur vendist til veggin brátt, / hann doyði langt fyri midnátt.
Har komu av tí búda trý lík, / tey vóru so prúda.
Tað fyrsta var Ólav, tað annað hans moy, / tað triðja hans móðir, av sorg hon doyði. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég á þetta lag á CD og er það geggjað lag eins og fleiri færeysk lög þannig að ef þig vantar þetta lag og fleiri færeysk lög  get ég reddað því.

Fleiri bönd frá færeyjum eru,Týr,Enek,Víking band ofl.

Kær kveðja.

Magnús Paul Korntop, 23.11.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband