Sænskar kjötbollur

Ég er sjálfsagt þekktur fyrir ýmislegt annað en að vera mikill matargerðarmaður og þar af leiðandi horfi ég ekki mikið á matreiðsluþætti í sjónvarpi. Þó er einn sjónvarpskokkur sem ég hef alltaf haft mikið dálæti á en það er sænskur náungi sem var talsvert vinsæll fyrir mörgum árum. Í sýnishorninu hér á eftir má sjá hann matreiða sænskar kjötbollur af miklu listfengi. Þessar bollur eru alveg fjaður-magnaðar. Ég mæli með því að hafa hljóðið á. Verði ykkur að góðu.

 

 

Og af því að þetta var frekar stutt þá koma hér gómsætir kleinuhringir sem eftirréttur í boði hússins –  algerlega skotheldir á bragðið.

 

Þetta var sjónvarpsnostalgía mánaðarins, en svoleiðis er alltaf á þessari síðu í lok hvers mánaðar. Að þessu sinni var það auðvitað hinn mikli snillingur: sænski kokkurinn í Prúðu-leikurunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Ég var búin að steingleyma þessum náunga!  Takk fyrir að minna mig á hann!

Malína (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:09

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hur fan kan du glömma honom?

Emil Hannes Valgeirsson, 31.5.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Þessi meistari er ógleymanlegur.

Væri ekki snjallt fyrir íslenska listamenn að endurvinna þessar hugmyndir með okkar eigin efnivið.Sjáið fyrir ykkur einhvern bankameistarann í gervi sænska kokksins, ekki að hræra í pottum heldur kúlulánum og skuldsettum yfirtökum á einhverjum gervi-eignum. Stjórnmálastéttin að rifna úr stolti yfir snildinni os. frv. Gæti orðið gott show. 

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 01:20

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég er ekki viss Ólafur. Búbbarnir á Stöð 2 var tilraun til að gera eitthvað í þessum anda. Snilldin á bakvið The Muppets show hefur sennilega farið í gröfina með Jim heitnum Hansen.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.5.2009 kl. 12:30

5 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég sé aldrei stöð 2 en Þetta er líklega rétt hjá þér Emil.

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 15:53

6 identicon

Voru þeir ekki kallaðir prúðu leikararnir i dentid? 

EE elle (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 23:30

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Prúðu leikararnir jú, einmitt - Kermit froskur, Fossi Björn og Svínka og allir hinir.

(að sjálfsögðu svara ég öllum athugasemdum sem eru í spurningarformi)

Emil Hannes Valgeirsson, 1.6.2009 kl. 23:56

8 identicon

Já, ég kann að meta það, það er leiðinlegt að spyrja spurningar og fá ekkert svar.

EE elle (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband