25.8.2009 | 23:29
Tónlistarhúsið 2006-2009
Síðustu fjögur ár hef ég komið mér fyrir upp á Arnarhóli einhvern góðviðrisdaginn um þetta leyti árs og beint myndavélinni þangað sem tónlistarhúsið rís. Í lok ágúst 2006 þegar fyrsta myndin var tekin stóð Faxaskálinn óhreyfður og Akrafjall og Skarðsheiði blöstu við í fjarska. Vinnuvélar voru þó mættar á svæðið og brátt fóru að hefjast framkvæmdir við dýrustu og metnaðarfyllstu byggingarframkvæmdir Íslandsögunnar til heiðurs tónlistargyðjunni. Allt var í lukkunnar velstandi á þessum tímum enda þótti ekkert tiltökumál þótt kostnaðaráætlanir samkvæmt verðlaunatillögu Ólafs Elíassonar væru langt umfram það sem áður hafði verið ákveðið. Því flottara því dýrara og því dýrara því flottara.
Ef allt hefði farið eins og stefnt var að og ekkert ólukkans fjármálahrun skollið á, væri Tónlistarhúsið langt komið í dag enda gerðu bjartsýnir menn sér vonir um að opna húsið með pomp og prakt og lúðrablæstri fyrir lok þessa árs. Nú gera hinsvegar áætlanir ráð fyrir að herlegheitin verði kláruð vorið 2011. Eitthvað er byrjað á að setja upp glugga, en vinna við glerhjúpinn sjálfan er í undirbúningi, það mun vera hin mesta gestaþraut sem kínverskir fulltrúar glerframleiðandans munu sinna.
Hvað sem má annars segja um þetta ævintýri, þá sé ég ekkert annað í stöðunni en að klára húsið eins og stefnt er að því auðvitað verður þetta hið glæsilegasta hús. Svo væri þjóðráð að hleypa sjónum ofaní stóru gryfjuna þar sem fjármálamiðstöðin átti að rýsa og hafa þar smábátahöfn eða öllu heldur fína snekkjuhöfn.
Hér koma myndirnar:
Athugasemdir
Önnur myndin talið að ofan er áberandi fallegust, fyrir utan byggingarkranana.
Alma (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 01:46
Fróðlegur pistill að vanda. Það er sjálfsagt ekki annað í stöðunni en að klára herlegheitin. Það kom mér reyndar á óvart þegar ég komst að því hversu mikið af byggingum áttu að koma þarna í kring. Það er svo sem ekki útséð með hvað verður byggt þarna fleira, en er ekki m.a. verið að tala um hótel þarna á svæðinu?
Sveinn Atli Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 08:14
Þarna sem búið er að grafa áttu að vera heilmiklar byggingar, hótel og ráðstefnumiðstöð og svo náttúrulega sjálf fjármálamiðstöðin (World Trade Centre), auk Landsbankans þar sem bílastæðin eru núna. Ég held að það sé ekki búið að slá Hótel og ráðstefnuhúsi af borðinu, en hitt mun ekkert rísa.
Emil Hannes Valgeirsson, 26.8.2009 kl. 08:56
Ég var með ágætis tillögur fyrir hrun um allsherjarnýtingu þessa ruglanda andskotans í kringum Arnarhólinn og vildi gera svæðið að eins konar kombíneruðu spilavíta- og hóruhúsahverfi í ýmsum verðflokkum. Arnarhváll átti að vera svona bónusútgáfa af hóruhúsi en Stjórnarráðið exklúsív fyrir forríka perverta og allar hórur þar amk. heimsfrægar á Íslandi fyrir afrek í stjórnmálum og viðskiptum. Tónlistarruglið og Seðlabankann vildi ég svo tengja með brú yfir akbrautina og flá þar skipulega við spilaborðin forríka erlenda sem innlenda rugludalla og aðra stórþjófa og mafíósa. Það er ekkert upp úr því að hafa að selja túristum pulsur og hamborgara og sýna þeim hvali og Gullfoss og Geysi. Við þurfum stórtækari atvinnutæki en það við að afla gjaldeyris og taka inn virkilega peninga og það er auðvelt ef vilji er fyrir hendi.
Baldur Fjölnisson, 26.8.2009 kl. 20:41
Svona litteratúr kann ég ekki skrifa.
Emil Hannes Valgeirsson, 26.8.2009 kl. 21:58
Það gerir góðgirnin Emil, en hún getur líka hæglega orðið veikleiki sem mafían spilar á. Almenningur vill vel upp til hópa og vill standa sig vel á heiðarlegan hátt gagnvart öðrum. Enda er það eina vitræna leiðin til að samfélag geti gengið fyrir sig. En síkópatar spila öðru fremur á góðgirnina hjá náunganum og síðan verður smám saman til óhugguleg innrætingarmaskína almennings frá ruslveitum og pólitíkusum og keyptum álitsgjöfum. Stórar og smáar hórur í öllum verðflokkum sjá um að ljúga keðjubréfasvindl mafíunnar áfram. Og þessi auglýsingamennska stóð furðu lengi hér og er raunar enn í gangi nema það hefur verið skipt um margar topphórur sem var búið að hjakka í tætlur. Álagið á þessum nýju en þó gömlu í kassanum er það mikið að ég efast um að þær endist mjög lengi.
Baldur Fjölnisson, 26.8.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.