25.9.2009 | 12:09
Á hverfanda hveli
Já, við lifum svo sannarlega á spennandi tímum. Fyrrverandi Seðlabankastjóri búinn að fá vinnu - fögnum því að sjálfsögðu. Ekki gott að menn gangi um atvinnulausir. Stærri atburðir gerast hins vegar á sólinni þar sem sólblettir á stærð við jörðina eru farnir að myndast á ný. Ekki bara einn sólblettur heldur tveir sem þykir vita á gott því annars, segja sumir að ekki komi sumar framar. Skaflinn hvarf hinsvegar loksins úr Esjunni eftir rigninguna síðustu nótt. Icesave er í hnút og verður sennilega áfram í hnút. Hrunið verður senn eins árs. Það er fyrsta stórafmæli hrunsins. Kannski ættum við að miða tímatalið við þá atburði í staðinn fyrir fæðingu manns sem fæstir nenna að trúa á. Það hafa líka margir misst trúna svona yfirleitt. Við slíkar aðstæður held ég þó að trúin komi mörgum vel og best er fyrir friðinn að þjóðin misskilji heiminn á saman hátt. Það vissi Þorgeir á þingi. Gaddafí og Kastró voru báðir að hrósa Óbama og vildu að hann yrði forseti sem allra lengst. Þeir ættu að þekkja það. Hér á landi vill fólk helst alltaf skipta um leiðtoga. Jafnvel þótt þeir hafi kosið þá sjálfir. Það verður heldur ekki á allt kosið. Eigum við að ganga í Evrópusambandið? Allt um það í Mogganum. Er hafísinn á hverfanda hveli? Allt um það á loftslag.is en þar er ég einmitt með pistil.
og Höfði brennur:
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.