2.10.2009 | 11:00
Það snjóaði 2. október í fyrra
Veturinn virðist ætla að skella á okkur með fullum þunga núna í októberbyrjun. Þetta er ekki ósvipað og gerðist í fyrra þegar algert hrun varð í hitafari landsins með tilheyrandi snjókomu og ófærð á vegum víða um land. Að kvöldi fimmtudagsins 2. október í fyrra, snjóaði á götum Reykjavíkur þannig að talsverð hálka myndaðist, ökumönnum á sumardekkjum til mikillar hrellingar. Þetta var mjög óvenjulegt og þurfti að fara áratugi aftur í tímann til að finna annað eins, en venjulega gerir fyrstu snjókomur í Reykjavík í lok mánaðarins eða jafnvel í nóvember. (Nánar um það í næstu færslu).
Nú verður bara að koma í ljós hvort eitthvað svipað endurtaki sig, en hvort sem það snjóar eða ekki er ljóst að það verða ekkert nema kuldar á landinu á næstu dögum. Harðindaveturinn mikli ætlar að fara vel af stað.
Frétt mbl.is 2. október 2008:
Víða hálka á vegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.