Nokkrar spurningar

Vitum við í raun hvort samningurinn er ásættanlegur eða ekki?
Væri nákvæmlega sami samningur talinn jafn slæmur ef allir stjórnmálaflokkarnir hefðu átt sinn fulltrúa í samninganefndinni?
Er Icesave samkomulagið vont af því að formaður samninganefndarinnar var einu sinni Alþýðubandalagsmaður?
Er samningurinn slæmur af því að við viljum ekki borga skuldir einkafyrirtækis?
Finnst Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum samningurinn vera slæmur af því að þeir eru ekki í ríkisstjórn?
Verðum við stærri og stoltari þjóð ef við höfnum samkomulaginu?
Fáum við betri samning ef við höfnum samkomulaginu?
Hvað gerist ef við fáum ekki betri samning eftir að við höfnum samkomulaginu?
Hversu mikið betri þarf samningurinn að vera til að vinna upp það tjón sem höfnun forsetans veldur?
Mun örugglega nást betri niðurstaða ef deilan fer fyrir dóm?
Hvað ef við töpum málaferlum

… og hvað verðum við lengi í ruslinu? 

Ekki veit ég það, svo mikið er víst. 


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þessi samningur virtist vera forsendan að því að við kæmumst hratt inn í ESB svo mikið er víst við inngönguna í ESB þá ætti allt að lagast með evru og styrkjum til handa íslandi.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 09:04

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er allt spurning um traust þegar búið er að ljúga að þér eins og gert var í fyrstu, en þá átti að samþykkja samninginn óséðan því hann væri svo góður og svo kom annað á daginn hvernig treystum við slíku fólki fyrir okkar málum  það geri ég ekki.

Myndir þú treysta þeim fyrir þínum málum lát þau hafa þín fjármál og gæta þeirra á þann besta veg sem í boði væru ekki ég. Þau hafa ekki staðið með þjóðinni í og þegnum hennar sínum vanda. Þau björguðu skuldunum en tíndu eignunum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.1.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Samningurinn þótti sumum góður miðað við þær forsendur sem uppi voru í samningaferlinu. En hverjum á að treysta? Sumir sjá pólitískan hag í því að segja samninginn slæman. Hvenær eru svo samningar milli tveggja aðila góðir og hvenær ekki?

Þó má sjálfsagt segja, að senda hefði átt samninganefnd sem nyti meira almenns trausts þjóðarinnar.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.1.2010 kl. 16:00

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það mun allt verða gert til að hjálpa Íslendingum í gegnum þetta. Svo mikið er víst að þeir munu ekki geta gert það af sjálfsdáðum.

Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband