Nýja sprungan sést vel á vefmyndavélum

Nýja sprungan sést vel á vefmyndavél Vodafone sem staðsett er á Þórólfsfelli. Skjámyndin hér er tekin kl. 19.20 á meðan sprungan er ný og fersk.

Ný sprunga

Ný sprunga2

Seinni myndin er tekin um 15 mín. síðar þegar gufubólstrar frá nýju sprungunni eru farnir að stíga hátt til himins. Lengst til vinstri (bak við snúruna) eru bólstrar frá Hrunagili. Þessar nýju aðstæður ættu að breyta hraunrennslinu enn á ný því nú ætti megnið af hrauninu að falla í Hvannárgilið. Þetta sífellda flakk á hraunstraumum gæti minnkar líkurnar á því hraunið nái niður á Krossáraura nema að þetta sé hrein viðbót. Annars veit auðvitað enginn hvað endar hvar og hvenær.

Hér er svo mynd frá Mílu myndavélinni á Fimmvörðuhálsi. Tveggja sprungu gos!

Tveir strókar


mbl.is Fólki vísað af Bröttufönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband