16.4.2010 | 23:39
Þegar gosmökkurinn tók sér hlé
Það mátti sjá mjög fallegar myndir af gosstöðvunum úr vefmyndavélinni á Þórólfsfelli í kvöldbirtunni þann 16. apríl. Þó vantaði herslumuninn á að upptökin sjálf væru sýnileg á jöklinum. Merkilegt var þó að sjá að gosstrókurinn datt niður á tímabili eins og gosið hefði allt í einu ákveðið að hætta. En svo var þó ekki alveg.
Kl. 20.22. Gosið í fullum gír baðað síðustu sólargeislunum. Gígjökull er fyrir miðri mynd en þaðan koma flóðin sem falla í Markárfljót. Lónið er ekki til staðar lengur enda barmafullt af aurframburði.
Kl. 20.44. Gosmökkurinn fjarlægist í austur og ekkert kemur upp í staðinn. Er gosið búið?
Kl. 20.49. Ekki alveg búið. Nýr hvítur gufubólstur rýkur upp af toppi jökulsins.
Kl. 21.03. Dökkur gosmökkur og allt komið á fullt á ný. Eftir þetta var ekki meira að sjá, ský lagðist yfir og síðan náttmyrkrið.
- - - -
Tengillin á vefmyndavélina á Þórólfsfelli er: http://www.vodafone.is/eldgos
Svartur mökkur frá gosinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Emil Hannes! Takk kærlega fyrir þessar flottu myndir. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.4.2010 kl. 00:29
Fínar myndir sem sanna að þarna er á ferð sprengigos og um leið ekkert túristagos.
Sigurður Haraldsson, 17.4.2010 kl. 01:50
Ekki túristagos nema úr góðri fjarlægð, mjög gott verður að sjá þetta i dag.
Virknin virðist vera sveiflukennd, datt niður í seint i nótt en nú er aftur kominn svartur gosmökkur.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.4.2010 kl. 08:30
Flott myndasería. Ætli þetta sé tekið upp, til vísindarannsókna síðar?
Höskuldur Búi Jónsson, 17.4.2010 kl. 17:40
Vodafone vefurinn geymir myndirnar og þar er hægt að kalla fram eldri myndir. Vísindamenn geta örugglega velt sér upp úr þeim síðar.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.4.2010 kl. 18:50
Ég er búinn að vera að taka svona screen capture (print scrn) af vef Mílu frá í gær og það eru greinilega miklar sveiflur í þessu. snemma í morgun var eins og þetta væri búið, en svo komu svona púff með reglubundnu millibili og tveim tímum síðar stigu sótsvartir bólstrar samfellt upp í 30 þús. fetin. Svo datt þetta aftur niður núna um seinnipartinn, en kom margeflt til baka núna rétt fyrir myrkur.
Ég hef alltaf haft þá ímynd að eldgos væru þannig að stöðugt gos bullaði upp úr gígum, en það er líklegast vegna þess að ljósmyndarar hafa tendens til að mynda þegar verst lætur en sleppa rólegu köflunum, sem eru ekki eins fótógenískir.
Það er víst algengt að svona gos stoppi um stund og komi svo margefld eftir einhverja daga.
Menn hafa verið að gera grín að erlendum fréttamönnum fyrir framburðinn á nafninu, en í kvöld heyrði ég í spjalli öskubakki stefndi hugsanlega á Vestmannaeyjar. Annar liggur yfir Skógum. Líklega voðalega stór.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.