14.5.2010 | 15:58
Öskuskýið sést á veðursjánni
Á veðursjá veðurstofunnar hefur öskuskýið verið mjög greinilegt í dag og eins og sést þá eru það Vestmannaeyingar sem sitja í súpunni þarna kl. 15:15. Fram að þessu hefur öskuskýið ekki verið svona áberandi á veðursjánni en hún er staðsett við Keflavíkurflugvöll. Veðursjáin greinir betur ský og bólstra eftir því sem fjarlægðin er minni og hæðin meiri og má finna á slóðinni: http://www.vedur.is/vedur/athuganir/vedurradar
Hér er mynd úr vefmyndavél í Eyjum frá því um miðjan dag. Þarna rifjast kannski upp það sem gerðist árið 1973 þótt ekki sé alveg um sambærilegan atburð að ræða.
Sjá hér: http://www.tolvun.is/images/vefmyndavel.asp (ef hún virkar)
Að lokum er nýyrði dagsins: Vestmannaeyjaeyjafjallajökulsöskufall
Öskufall í Vestmannaeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.