Bloggmósaík

„Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að kóngulær væru grimmlyndar skepnur og þakka því Guði fyrir að þær sem við höfum eru ekki stærri en raun ber vitni. Vonandi þarf þá Sérstakur Saksóknari ekki að endurnýja heimboðið seinna. Og nú birtir hann vefsíðu og vill koma sinni hlið að í umræðunni. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem veit allt um hana. Að auki reikna ég með að bankarnir muni geta boðið hagstæðari lán til viðskiptalífsins og einstaklinga, en þeir gera í dag. Þá fyrst yrði líft fyrir mengun á heitum og stilltum dögum á þessum slóðum. En þrátt fyrir það eigum við að vera þakklát fyrir það mikla góðviðrissumar sem þegar er að baki. Nú verður feigum ekki forðað og kreppan er að skella á af fullum þunga þetta er ekki ágiskun heldur bláköld staðreynd sem ekki verður umflúin í þetta sinn! En nú er öldin önnur, mjólkurkýrin mjólkar ekki lengur, Orkuveita Reykjavikur er skuldum vafið fyrirtæki á barmi greiðslufalls. Vona launamenn almættisins taki nú höndum saman og höggvi af fúakvistina. Það er ákveðin rökleysa! Allir vita að þetta fólk var undir verndarvæng hinna vinstri grænu kommúnista, sem beinlínis hvöttu fólk áfram í ofbeldi sínu og yfirgangi. Eðlilega barst talið að núverandi ríkisstjórn og öðru sem viðkemur pólitíksu landslagi. Tökum okkur örstutta stund til að skoða hvað þarf að gera á Íslandi. Kannski verður útflutningur á heilbrigðisþjónustu okkar næsta auðlind á við fiskinn og orkuna? En þá kemur að spurningunni, hvaðan hefur trúleysinginn sitt siðferði? Hvaða réttlæting felst í því að notast við lögguvitleysinga til að lemja á saklausu fólki? Í tilefni þess verð ég með tilboð á merkingum á skólapeysum í næstu viku. Verð bara að segja það.“

- - - -

Já, margt er nú skrafað í bloggheimum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já hún getur verið litrík umræðan og eins gott að láta ekki glepjast til að detta alveg ofaní-hanna með áherslu á miðja setninguna.eins og þeir segja fyrir vestan.

Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2010 kl. 23:46

2 identicon

Sniðug mynd. Gæti líka verið "trailer" úr nýrri íslenskri sjónvarpsmynd þar sem blákaldur veruleikinn er meginþemað kryddaður dramatísku spennu- og gamanívafi með pólitískum undirtón. Ingvar í aðalhlutverki.

Hólímólí (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband