Tónlistarhúsið 2006-2010

Einn af föstum árlegum dagskrárliðum á þessari bloggsíðu er að birta ljósmynd af tónlistarhúsinu séð ofan af Arnarhóli. Hverja mynd hef ég tekið um hádegi einhvern bjartviðrisdaginn síðustu dagana í ágúst nema ein sem var tekin 1. september. Myndatakan nær aftur til ársins 2006 þegar gamli Faxaskálinn stóð enn uppi en þá voru framkvæmdir á svæðinu nýhafnar.

Tónlistarhúsið hefur breytt mikið um svip frá því í fyrra því nú er glerísetning hafin og búið að raða upp hinum miklu gluggakubbum á suðurhlið hússins sem blasir við frá Arnarhóli. Það er síðan til marks um skrykkjótta byggingarsögu tónlistarhússins að allt þetta kubbaverk þarf að taka niður og raða saman upp á nýtt vegna smíðagalla. Þetta þarf að gerast svo að gluggaumgjörðin standist þau verstu óveður sem hér geta skollið á. Ekki væri gott ef dýrindis glerverkið sáldraðist um allan bæ í einhverju rokinu. Þetta vesen mun þó ekki kosta okkur skattborgarana neitt auka, því mistökin skrifast á kínversku undirverktakana og húsið mun eftir sem áður opna í maí á næsta ári. Þetta tefur þó frágang að utanverðu þannig að þegar fyrstu lúðrar hljóma næsta vor og hörpusláttur hefst í húsinu verður gluggauppsetningu ólokið. Húsið eins og það lýtur út í dag er því einskonar forsýning þess sem verður. 

En hér er myndasyrpan: 

Tónlistarhús 2010

Tónlistarhús 2009

Tonlistarhus2008

Tónlistarhús 2007

Tonlistarhus2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Hörmuleg bygging, skúrinn, eða hvað á að kalla fyrirbærið, er eins og sé að renna í sjó fram eftir fellibyl í Florida.

Björn Emilsson, 5.9.2010 kl. 12:42

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Höfum við nokkuð efni á að reka það næstu árin.?Væri hægt að leyfa Kolaportinu að vera á jarðhæðinni?

Hörður Halldórsson, 5.9.2010 kl. 14:52

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Frá Arnarhóli séð var Akrafjalla fallegra. Þetta er í alla staði hörmulegt hús.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2010 kl. 16:18

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég læt bara aðra um neikvæðnina og ætla að gefa húsinu séns þangað til það er alveg tilbúið. En mér finnst þó spurning hvort húsið sé of utarlega í stað þess að vera nær gamla Faxaskála. Nú sitjum við líka uppi með stórt uppgrafið svæði sem þarf að fylla upp með einhverju.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.9.2010 kl. 17:17

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst það ekki neikvæðni að finnast þetta hús ljótt og leiðinlegt á þessum stað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2010 kl. 01:27

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mé finnst eins og risastór tundurspillir frá fyrra stríði hafi strandað þarna. Það á raunar við um aðra póstmóderníska sjálfsfróun þarna á svæðinu.  Þetta verður þau einatt góður minnisvarði um vitfirringuna, sem setti okkur á hausinn og gerði okkur að þurfalingum í alþjóðasamfélginu til óljósrar frambúðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2010 kl. 03:21

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef maður er nógu andskoti jákvæður þá finnst manni allt gott og fallegt.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.9.2010 kl. 08:34

8 identicon

Skemmtilegar heimildamydir. Gler listaverk Ólafs Elíassonar utaná húsinu er snilld, eins og  flest sem sá maður gerir. Gott að það kom eitthvað af viti útúr góðæðinu.

P.s. Er ekki örugglega búið að selja fasistum í Milano ráðhús Reykjavíkur? 

Sverrir Björnsson. (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband