Hlýtt loft úr suðaustri

MetOffice7sept

Sú staða sem upp er á veðurkerfunum í dag þriðjudaginn 7. september hefur lengi verið í dálitlu uppáhaldi hjá mér. Hæð vestur af Noregi og lægðarsvæði suður af landinu sem beina í sameiningu hlýju Evrópusambandslofti úr suðaustri þannig að útkoman verður hlýtt veður á landinu nema þar sem vindur stendur að hafi. Að sumri til er þessi staða oft vænleg til að gefa okkur Reykvíkingum 20 stiga hita en það er hins vegar afar fátítt í september. Hitinn í borginni í dag hefur reyndar bara verið um 15 stig sem er auðvitað ágætt fyrir árstímann en norðlendingar hafa samt ennþá vinninginn með sól og allt að 22 stiga hita. Við Reykvíkingar viljum auðvitað líka fá svona mikil hlýindi en í staðinn fáum við nú bara öskuþrunginn strekkingsvind í bland við Evrópumistrið.

Hér að neðan er kort úr minni smiðju sem ég teiknaði fyrir hér fyrir bloggið fyrir löngu síðan og sýnir þessa hitavænlegu stöðu á einfaldari hátt.

20stigKort

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það má ekki vanmetna það að hlyindi ERU líka í Reykjavík, methitar dag eftir dag hvað meðalhita snertir. Hlý kvöld, hlýjar nætur, hlýir morgnar og reyndar líka hlýir dagar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2010 kl. 20:28

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jú þetta er raunar alveg sérstök hlýindi. Maður er bara farinn að biðja um svo mikið á þessum síðustu og bestu tímum.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.9.2010 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband