Eurovisionframlag Albaníu í hitteðfyrra

Ég hef alla tíð haft áhuga á Eurovision keppninni en mætt mismiklum skilningi þegar ég dásama þá keppni. Í fyrra spurði einn vinnufélagi minn hvort Eurovisionáhugi minn væri írónískur að einhverju leyti. Ég svaraði því að áhuginn væri einlægur, sem er alveg einlægt svar, en ég útiloka þó ekki að einhver írónía komi við sögu skilji ég það hugtak rétt.
En jæja, það sem ég ætla að bjóða upp á sem Eurovision-framlag mitt í ár er upprifjun á framlagi Albaníu árið 2009. Í fullri einlægni þá finnst mér þetta vera gott lag og í hópi hinna betri á seinni árum. Laginu var líka spáð góðu gengi í keppninni en eitthvað hefur það farið á mis því það endaði bara í 17. sæti í lokakeppninni, þeirri sömu og norski fiðlustrákurinn sigraði í og Jóhanna okkar lenti í öðru sæti.

Ég er hérna með þrjú Youtube myndbönd af þessu framlagi Albaníu. Það fyrsta er frá forkeppninni þar sem lagið er flutt á móðurmálinu og í lengri útgáfu en keppnisreglur segja til um. Stórsveit Albanska ríkissjónvarpssins er mætt á sviðið í fullum skrúða og fer mikinn í instrumental milliköflum – margar fiðlukonur í fínum kjólum en flaututónarnir eru þó flottastir og gefa laginu framandi austrænan blæ. Söngkonan Kejsi Tola er bara 17 ára og tekur því frekar rólega á sviðinu eða er kannski ekki alveg búinn að finna taktinn en skilar söngnum með mestu prýði. Annars er þetta nokkuð hefðbundið taktpopp með tilheyrandi upphækkunum og slíku, en laglínan er fín og leynir á sér.




Næsta myndbrot er styttra og sýnir bara bút úr laginu sem þarna komið í sinn endanlega enska keppnisbúning. Söngkonan er þó greinilega ekki búin að ákveða sinn keppnisbúning en fikrar sig áfram í taktinum.  Grafíkdeild albanska ríkissjónvarpsins stelur eiginlega senunni þarna en fer svona heldur of geyst í bakgrunnsgleðinni.




Að lokum er það svo aðalkeppnin. Hafi einhverjir ekki kannast við lagið fram að þessu þá rifjast sennilega eitthvað upp þegar þeir sjá hvernig lagið gerði sig á sviðinu. Flutningur lagsins tókst með miklum ágætum hjá Kejsu Tola en spurning hvort sumum hafi verið ofaukið þarna á sviðinu. Það er nú svona með frumlegheitin, stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Umgjörð lagsins er allt önnur en í upphafi og erfitt að sjá að þetta sé sama manneskjan á sviðinu að syngja. En þrátt fyrir nýtt „átfitt“ er röddin sú sama.

- - - - -

Við Íslendingar erum að sjálfsögðu með í lokakeppninni laugardaginn. Sjálfum finnst mér það vera besta framlag okkar í háa herrans tíð og líklegt til alls. Allt getur því gerst í þessari keppni og svo getur líka auðvitað allt ekki gerst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli minn

Mér fannst, og finnst, þetta albanska lag sem þú nefnir líka mjög gott lag og vel sungið af þessari ungu söngkonu. Varð fyrir miklum vonbrigðum með hversu aftarlega það lenti. Skil heldur ekki af hverju albanska lagið í ár komst ekki áfram?

Eftirfarandi lag, norska framlagið 1994, fannst mér líka einstaklega flott lag sem hefur skammarlega lítið heyrst síðan í keppninni.

http://youtu.be/a70q-BylEGk

Óli minn, 13.5.2011 kl. 17:45

2 Smámynd: Óli minn

... kannski betra að hafa tengilinn virkann:

 http://youtu.be/a70q-BylEGk

Hlustið endilega á þetta

Óli minn, 13.5.2011 kl. 17:50

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk fyrir þitt álit Óli minn, ég kann reyndar betur við fyrri athugasemdina þar sem linkurinn er ekki virkur.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.5.2011 kl. 18:44

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er alveg sammála þér Emil að allt getur gerst í kvöld, nema auðvitað það að Írland vinni.

Allir veðja á þennan kokhrausta franska strák en ég ég skal éta það sem eftir er af hattinum hans Páls Óskars ef ef hann lendir í fyrsta sæti.

Ég held að Þýskaland komi sterkt inn í kvöld og auðvitað Bretar. Bretar neita að taka júróvisjón alvarlega af því þeim hefur gengið svo illa í fjölda mörg ár. Kannski er gustuk að þeir vinni núna til að endurreisa keppina í Bretlandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.5.2011 kl. 01:40

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er nokkuð ljóst að við erum að fara að vinna þessa keppni í ár. Allavega miðað við þessi sýnishorn af kommentum sem ég kóperaði af YouTube (sleppi að vísu þessum fáu neikvæðu):


12 from Finland

and 12 points from Germany 

I just love this song ! I hope this wins !!!! 12 points from Belgium !

12 poeng for Island!!! elsker denne sangen!

I really like this song!!!!!!!!! ? :) 12 point from Israel

Hope they win! Better than our entry from Blue. THIS is music.

Love it. 12 pts from the UK

MY favorite Eurovision 2011

Brilliant, this is the winner for me

At least 12 points from me! Wonderful Song, intense Story. All the best and good luck for the final! Greetings from Germany!

Love this song :) 12 points from Lithuania : )

Best Song of the contest!! you'll be getting my vote here from ireland! =)

12 points from Greece!!!

Love this song :) 12 points from Lithuania : )

This song is happy, yet nostalgic. I hope they win.

And we have a winner! Go Iceland! Such a happy song it is hard to get out of my mind. Greets from Romania!!! and 12 points, of course.

12 from Turkey. You deserve more but all we can give is 12. :) <3 ~&#xFEFF;

i&#xFEFF; have voted for them greating from hungary

12 points&#xFEFF; from georgia :) Love it:))

12 points&#xFEFF; from Portugal!!!! GREAT :D

If this&#xFEFF; doesnt win im giving up on music

o.s.frv.


tekið héðan:

http://www.youtube.com/watch?v=SJ0sbVwD3GY

http://www.youtube.com/watch?v=90RUs2WfqRQ&feature=related

Emil Hannes Valgeirsson, 14.5.2011 kl. 11:57

6 Smámynd: Óli minn

Ég var einmitt að lesa þessi komment í morgun. Sjálfur hafði ég nákvæmlega enga trú á laginu. Það skyldi þó aldrei vera?

Óli minn, 14.5.2011 kl. 12:24

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

En svo verður auðvitað að stilla væntingum í hóf. Frakkar eru líklegir og ýmsir fleiri, þar á meðal ofvirku tvíburarnir frá Írlandi.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.5.2011 kl. 12:58

8 Smámynd: Óli minn

Hef mesta trú á Dönum, þótt lagið sé stolið. Hef samt ekki heyrt þessi fimm, nema það enska, og tel það ekki vinningslag þótt það fari e.t.v. hátt.

Óli minn, 14.5.2011 kl. 13:57

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Við vorum auðvitað víðsfjarri sigri. Reyndar er ekkert Evrópuland eins langt í burtu frá okkur og Azerbadjan.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.5.2011 kl. 23:47

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fjarlægðin stoppaði ekki Íslendinga frá að gefa þeim 12 stig

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.5.2011 kl. 00:05

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Segi bara svona. Reyndar hafa fjarlægustu löndin ekki endilega verið að vinna síðustu ár. Lagið frá Azerbadjan var ágætis melódía sem höfðar til breiðs hóps og kannski meðalsmekks Evrópubúa. Azerbadjanar virðast leggja mikið upp úr því að ná langt í keppninni. Lagahöfundarnir eru sænskir - að mér skilst þeir sömu og sömdu fyrir þá Drip Drop-lagið í fyrra.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.5.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband