27.8.2011 | 16:40
Byggingarsaga Hörpu - myndasería
Frá árinu 2006 einhvern góðviðrisdaginn í lok ágúst hef ég lagt leið mína upp á Arnarhól og tekið ljósmynd af framkvæmdum við tónlistarhúsið Hörpu. Á elstu myndinni frá 30. ágúst 2006 má ennþá sjá hinn horfna Faxaskála, en skömmu síðar voru vinnuvélar mættar á svæðið til að ráða niðurlögum þess mannvirkis. Eftir nokkuð skrikkjótta byggingarsögu er tónlistar- og ráðstefnumiðstöðin Harpa nú loks risin og búið að vígja hana bæði innvortis og útvortis að vísu við mismikinn fögnuð borgarbúa. Þótt margt megi segja um þessa framkvæmd þá finnst mér þetta vera vera hin glæsilegasta bygging og ekki er verra að salirnir þykja hljóma afbragðsvel. Sjálfsagt sakna einhverjir þess að sjá ekki Akrafjallið frá Arnarhóli en þeir sjá þó Hörpuna í staðin.
Framkvæmdum á svæðinu er ekki lokið og næst á dagskrá er að reisa heilmikið hótel við hlið Hörpu. Hvernig það mun líta út veit ég ekki, en á meðan fræmkvæmdir eru í gangi er sjálfsagt að halda árlegum myndatökum áfram.
Myndirnar koma hér og er sú elsta fyrst. Ég mæli sérstaklega með þeirri síðustu sem er aukamynd tekin að kvöldlagi.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Byggingar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Athugasemdir
Flottmyndasaga hjá þér, býð eftir framhaldinu.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 17:49
Akrafjall og Skarðsheiði einhverstaðar bak við Hörpu ekkert er........
Bogi Jónsson, 28.8.2011 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.